Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins nýt­ur mun minna trausts til ráð­herr­astarfa en vara­formað­ur hans. Þeg­ar þau skiptu á ráð­herra­stól­um í síð­asta mán­uði tók hann óvin­sæld­ir sín­ar með sér.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra
Lyklaskipti Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skiptust á lyklum og ráðuneytum um miðjan síðasta mánuð. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í byrjun október. Ástæðan var niðurstaða umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hefði verið vanhæfur til að taka ákvörðun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður hans í mars 2022. 

Bjarni hafði þá setið sem fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug, með stuttu stoppi í forsætisráðuneytinu árið 2017. 

Þegar tölur Maskínu um traust á þeim einstaklingi sem gegnir því embætti eru skoðaðar vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. Líkt og Katrínu tókst Bjarna þó um tíma að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi. Mest mældist vantraustið 71 prósent í apríl í fyrra, skömmu eftir að áðurnefnd sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist staðan. 

Bjarni á þó aðeins í land með að ná því vantrausti sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í hrunstjórninni, mældist með í byrjun desember 2008. Þá sögðust einungis 5,5 prósent aðspurðra treysta honum vel en 79 prósent báru lítið traust til hans. 

Í nóvember í fyrra hafði staða Bjarna lagast lítillega og vantraustið var komið niður í 62 prósent. Það þýddi samt sem áður að næstum tveir af hverjum þremur báru lítið traust til hans.

Skiptust á stólum en vantraustið elti 

Eftir afsögn Bjarna var ákveðið að hann, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi hafa sætaskipti við varaformann sinn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, sem gegnt hafði embætti utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún byrjar setu sína í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í traustbrekku. Alls segjast 31 prósent treysta henni mikið en 41 prósent að þeir beri lítið traust til hennar. Staðan er þó mun skaplegri en í síðustu mælingu á trausti til Bjarna til að gegna sama embætti. 

Þórdís Kolbrún sigldi líka nokkuð lygnan sjó í utanríkisráðuneytinu og fékk sína bestu traustmælingu þar í fyrra þegar 35 prósent sögðust treysta henni vel á meðan að 34 prósent sögðust bera lítið traust til hennar. Það var mesta traust sem mælst hefur til sitjandi utanríkisráðherra síðan fyrir árið 2008.

Bjarni tók óvinsældir sínar með sér úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið, þar sem gustað hefur um hann vegna ummæla um stríðið milli Ísraesl og Hamas á Gaza. Í nýjustu könnun Maskínu sögðust þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna sem utanríkisráðherra. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Jónsson skrifaði
    Trausti rúin talsvert lúin
    titra fúin sprekin smá
    þjóðin snúin þögnin búin
    þrotin trúin formenn á.
    1
  • Gulli Hermannsson skrifaði
    Þórdís Kolbrún aðstoðamaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og utanríkisráðherra?
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    best að bjarni barnamorðingavinur segi af sér og skammist sín það sem eftir er . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár