Í nýlegu tölublaði þessa miðils kvað við kunnuglegt stef um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Spjótum var beint að heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni og fullyrt að mikil „undiralda“ væri meðal stjórnenda sjúkrahúsa landsins vegna aukinna umsvifa Klíníkurinnar. Birt voru ummæli stjórnanda í heilbrigðiskerfinu sem sagði aðverið væri að „koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi á Íslandi“ með aðkomu Klíníkurinnar að liðskiptaaðgerðum. Haft var eftir lækni á sjúkrahúsi að verið væri að „veikja sjúkrahúsin og hola heilbrigðiskerfið að innan.“
„Áður en samið var við Klíníkina, gátu þeir sem efni höfðu á og þoldu ekki biðina auðvitað greitt fyrir aðgerðir úr eigin vasa, hvort heldur var hérlendis eða erlendis.“
Undanfarin ár hafa fjölmiðlar fjallað mikið um viðvarandi biðlistavanda eftir heilbrigðisþjónustu, m.a. langa bið eftir liðskiptaaðgerðum. Þannig biðu allt að tvö þúsund einstaklingar eftir slíkum aðgerðum hverju sinni og langflestir höfðu beðið …
Spurningar sem greinin svarar ekki:
Eru forsendurnar fyrir aðgerðirnar þær sömu?
Er LSH að sinna veikari skjólstæðingum en Klíníkin og kostnaðurinn er því eðlilega hærri?
Hvað er meðalaldur skjólstæðinga LSH vs. Klíníkin?
Og svo ein mikilvæg spurning í lokin:
Hver græðir? Er Klíníkin í eigu fagaðila sem vinna þar sjálfir eða í eigu ónafngreindra fjárfesta?