Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.

PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
Þauleldi Í heimildarmynd AWF og TSB er fjallað um afleiðingar notkunar PMSG á svínabúum í Þýskalandi. Með notkun lyfsins er hætt við því að grísir fæðist of margir, litlir og veikir. Mynd: ANINOVA

Meðgönguhormón sem fyrirtækið Ísteka vinnur úr blóði hundruða íslenskra mera á ári hverju er notað í lyf sem hefur í dag þann tilgang helstan að samstilla og vekja frjósemi búfénaðar, aðallega svína, á stórbúum í Evrópu. Stærsti markaðurinn er í Þýskalandi. Í nýrri heimildarmynd þýsku og svissnesku dýraverndunarsamtakanna Animal Welfare Foundation og Tierschutzbund Zürich (AWF og TSB) er saga þessara lyfja rakin, hvernig önnur áhrif lyfjanna, offjölgun grísa í hverju goti, er orðin að hræðilegri aukaverkun. Afleiðingarnar eru verri meðhöndlun dýranna og mikill grísadauði.

 Svissnesku bændasamtökin ákváðu að banna notkun PMSG eftir að fyrri heimildarmynd samtakanna kom út síðla árs 2021. Í henni var meðferð á íslensku blóðmerunum svokölluðu, sem hafa það hlutverk að vera „verksmiðja“ meðgönguhormónsins, afhjúpuð. Hrottafengið ofbeldi gagnvart dýrunum olli mikilli reiði í íslensku samfélagi og krafist var aðgerða og jafnvel banns við þessum iðnaði.

PMSG er hins vegar enn notað í Þýskalandi, þótt margir dýralæknar þar í landi og aðrir sérfræðingar, m.a. nokkrir svínabændur sem rætt er við í nýju heimildarmyndinni, leggist eindregið gegn því enda séu aðrar og náttúrulegri leiðir í boði. Blóðtakan úr íslensku, fylfullum hryssunum valdi þeim þjáningu og hundruðum folalda þeirra sé slátrað árlega og gylturnar og grísir þeirra þjáist svo líka. Þannig sé PMSG, frá upphafi til enda, „hormón eymdarinnar“ líkt og segir í titli nýju heimildarmyndarinnar.

AWF og TSB hafa rannskað blóðmerahald á Íslandi í fjögur ár. Þau hafa nú gefið út ítarlega rannsóknarskýrslu og nýja heimildarmynd um nýjustu rannsóknir sínar árin 2022 og 2023. Í myndinni sést að hryssur eru enn beittar hörku og ofbeldi og angist þeirra við blóðtökuna, jafnvel þótt gætilega sé farið að þeim, er augljós.

Notað í hálfa öld

Farið var að nota meðgönguhormón úr hryssum í svínarækt fyrir um hálfri öld. Markmiðið var m.a. að fjölga grísum í hverju goti. Ræktun gylta til undaneldis fór um svipað leyti að snúast um það sama svo hámarka mætti afurðaframleiðsluna. Síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa gotin orðið það stór að velferð dýranna er ógnað, segir í skýrslu AWF og TSB.

Lyf með PMSG eru því fyrst og fremst notuð í dag til að samstilla frjósemi gyltanna og kynda undir hana. Í skýrslu samtakanna er bent á að vegna þeirra eiginleika sem ræktaðir hafa verið upp í gyltunum sé ekki lengur þörf á slíkri lyfjagjöf til að fjölga grísum í hverju goti. En lyfin hafa engu að síður þau áhrif sem segja má að séu því orðin að neikvæðum og óæskilegum aukaverkunum af notkun þeirra. Of margir grísir fæðast gjarnan hverri gyltu þar sem þetta tvennt fer saman. Hún hefur ekki nógu marga spena fyrir þá alla. Í þessum stóru gotum er einnig aukin hætta á að grísir fæðist litlir og veiklaðir og að fleiri þeirra drepist en ella.

Litlir grísirGylta á svínabúi í Þýskalandi reynir að koma lífi í veikan grís sinn.

Hægt að bæta velferð með því að sleppa PMSG

Á árunum 2019-2021 lét þýska landbúnaðarráðuneytið gera rannsókn á leiðum sem færar eru svínabændum til að ná fram sömu áhrifum og fást með notkun PMSG. Háskólaprófessorinn Axel Wehrend, sem vann rannsóknina, komst að þeirri niðurstöðu að „grísaframleiðsla“ væri möguleg án þess að nota PMSG. Í skýrslu hans kom einnig fram að með því að hætta notkun PMSG væri hægt að bæta velferð bæði gylta og fylfullra mera sem hormónið er unnið úr.

Í Þýskalandi einu saman eru 36 lyf á markaði fyrir ólíkar búfjárgreinar sem ekki innihalda PMSG en hafa svipuð áhrif. „Þar af leiðandi er nauðsyn dýrarannsókna í þessum tilgangi ekki til staðar,“ segja samtökin í skýrslu sinni.

Blóðtaka úr merum er ... dýrarannsókn

Og já, blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir reglugerð um rannsóknir á dýrum í vísindaskyni. Sú breyting var gerð nokkuð hljóðalaust nú í byrjun nóvember. Skal nú rakið hvers vegna það var gert.

Blóðtaka úr merum til að vinna meðgönguhormónið PMSG hefur verið stunduð á Íslandi í yfir fjóra áratugi, síðustu ár af fyrirtækinu Ísteka. Ekkert sérstakt regluverk var utan um starfsemina lengst af og litið var svo á að ekkert ákvæði í lögum um velferð dýra bannaði blóðtökuna. En þar sem hún þótti ekki geta flokkast sem hefðbundinn landbúnaður, heldur frekar „hliðargrein“ sem eftirlit þyrfti að hafa með, var ákveðið að fella hana undir reglugerð nr. 279/2002 um tilraunadýr. Á grundvelli hennar veitti Matvælastofnun svo Ísteka leyfi til starfseminnar allt til ársins 2020, jafnvel þótt að ný reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni hafi verið sett árið 2017 og sú frá árinu 2002 þá brottfelld.

Úr þessari réttaróvissu átti að leysa með nýrri reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti um starfsemina í byrjun ágúst á síðasta ári. Það gerði hún í ljósi niðurstaðna skýrslu starfshóps um blóðtökuna, starfshóps sem var settur á laggirnar í kjölfar þess risastóra reiðibáls sem kviknaði í samfélaginu eftir birtingu heimildarmyndar AWF og TSB í lok árs 2021.

„Afglæpavæðing“

Nýja reglugerðin „afglæpavæddi“ starfsemina að mati dýraverndunarsamtakanna. Í henni var kveðið á um það magn blóðs sem taka mætti úr hverri meri, magn sem hafði áður verið sett fram í „leiðbeiningum“ MAST. Í drögum að reglugerðinni átti hámarkið að vera 30 lítrar á hverju blóðtökutímabili en líkt og Ísteka hafði farið fram á í athugasemdum sínum við drögin var hámarkið hækkað í 40 lítra í hinni endanlegu reglugerð.

„Allt blóðtökuferlið er streituvaldandi fyrir hrossin, allt frá því að vera smalað á flautandi bíl og þar til þau eru tjóðruð á litla bása.“
Úr rannsóknarskýrslu AWF og TSB

En reglugerð Svandísar var ekki lengi í gildi. Í apríl síðastliðnum sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningarbréf. Stofnunin taldi að með því að fella blóðmerahald undir hina nýju reglugerð væri verið að brjóta gegn reglum EES og að starfemin ætti heima undir reglum um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Yfirvöld hér á landi tóku sér langan tíma til að svara stofnuninni, gerðu það ekki fyrr en í september er blóðtökutímabil Ísteka var að mestu yfirstaðið og frestur sá sem ESA gaf til svars löngu útrunninn. Þau féllust hins vegar á rök stofnunarinnar um að blóðtaka úr fylfullum hryssum ætti heima undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni frá árinu 2017. Þann 1. nóvember síðastliðinn var því reglugerð Svandísar, sem aðeins hafði verið í gildi í 15 mánuði, brottfelld.

Úr gildiReglugerð sú sem matvælaráðherra setti í þeim tilgangi að setja reglur og ramma um blóðmerahald var brottfelld 15 mánuðum eftir að hún tók gildi.

Dýr séu „ekki látin sæta óþarfa álagi“

Sú breyting að fella íslenska blóðtökuiðnaðinn, iðnað sem nær hvergi annars staðar er stundaður í Evrópu, undir reglur um tilraunadýr felur í sér breyttar kröfur um starfsemina.

Í fyrstu grein segir: „Tilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni, stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi, og að tryggja að dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi séu ekki látin sæta óþarfa álagi.

AWF og TSB benda í rannsóknarskýrslu sinni á að breytingin þýði að Matvælastofnun verði héðan í frá að leggja mat á hvort aðrar leiðir til að auka frjósemi búfénaðar, sem ekki hafi með lifandi dýr að gera, geti verið notuð í staðinn fyrir lyf unnin úr meðgönguhormóni hryssa. Meta þurfi þann skaða og þær þjáningar sem hin vísindalega dýratilraun mögulega valdi að teknu tilliti til siðferðissjónarmiða sem og ávinning hennar fyrir manneskjur, dýr og umhverfi.

Þannig muni lykilspurningin við þetta mat verða þessi: Er til leið til að auka frjósemi í búfénaði sem ekki kallar á blóðtöku úr fylfullum hryssum?

Svarið við þessu er já, segja samtökin, og telja þau útilokað að mat Matvælastofnunar verði jákvætt og hún heimili þar með áfram blóðtöku úr fylfullum hryssum.

HarkaBrot úr nýrri heimildarmynd AWF og TSB sem sýnir illa meðferð á hryssum við blóðsýnatöku á einum af þeim bæjum sem stunda blóðmerahald.

Rannsóknir AWF og TSB sýna að við blóðtökuna eru merarnar undir gríðarlegu álagi og aðfarirnar stundum ofbeldisfullar líkt og ný heimildarmynd samtakanna sýnir. Þetta segja samtökin stríða gegn lögum um velferð dýra sem og ákvæðum reglugerðarinnar sem iðnaðurinn heyrir nú undir.

Brot á lögum og reglum

En á meðan reglugerð Svandísar frá árinu 2022 var í gildi voru að mati samtakanna framin augljós brot á henni. Í 6. grein hennar segir að dýralæknir megi einn sjá um blóðtökuna en í heimildarmyndinni sést að aðstoðarmaður fjarlægir nál úr hálsi merar eftir að blóðtöku er lokið. Það myndefni er frá því í ágúst síðastliðnum. Þá segir í 4. grein að ávallt skuli vera manneskja við hlið hverrar hryssu á meðan blóðtöku stendur. Í myndinni sést hvar hryssa er skilin ein eftir með nálina í hálsinum.

Dýraverndunarsamtökin telja einnig, í ljósi rannsókna sinna, að margar greinar laga um velferð dýra frá árinu 2013 séu brotnar við blóðmerahald hér á landi. Lögin eiga m.a. að stuðla að því að dýr séu laus við vanlíðan, ótta og meiðsli. „Allt blóðtökuferlið er streituvaldandi fyrir hrossin, allt frá því að vera smalað á flautandi bíl og þar til þau eru tjóðruð á litla bása,“ segir í rannsóknarskýrslu samtakanna. „Á þeim blóðbæjum sem voru skoðaðir er meðferð á hrossum allt frá því að vera gróf í að vera ofbeldisfull“. Í aðstöðu þeirri sem notuð er við blóðtöku sé auk þess hætta á meiðslum mikil og þá geti blóðtakan sjálf haft lífeðlisfræðileg áhrif á dýrin.

40 lítrar úr hverri meri

Samkvæmt reglugerð Svandísar mátti taka allt að 40 lítra af blóði úr hverri hryssu. Það mátti gera með því að taka allt að 5 lítra í senn í átta skipti. Þetta er mun meira magn en mælt er með bæði í Þýskalandi og Bretlandi.

Ef viðmiðunarreglur í Þýskalandi eru yfirfærðar á íslenska hestinn mætti taka um 5,7 lítra af blóði úr hverri skepnu á þrjátíu daga fresti. Samkvæmt þeim viðmiðunum er auk þess bannað að taka blóð úr fylfullum og mjólkandi hryssum, benda samtökin á í skýrslu sinni. Íslensku blóðmerarnar eru fylfullar og yfirleitt líka með folöld á spena.

„Við trúum því staðfastlega  að ekki sé hægt að bæta blóðtöku úr fylfullum hryssum þannig að velferð þeirra sé tryggð,“ segja samtökin í skýrslu sinni.

Hér að neðan er nýja heimildarmyndin sem AWF og TSB gerðu um blóðmerahald á Íslandi og notkun PMSG á svínabúum. Viðvörun: Í myndinni er sýnd ill meðferð á dýrum.

PMSG: Hormón eymdarinnarNý heimildarmynd eftir dýraverndunarsamtökin AWF og TSB.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.
Átta fylfullar hryssur drápust í tengslum við blóðtöku
FréttirBlóðmerahald

Átta fylfull­ar hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­töku

Sér­greina­dýra­lækn­ir hrossa hjá MAST seg­ir það „enga kat­ast­rófu“ þótt átta fylfull­ar hryss­ur hafi dá­ið eft­ir blóð­töku á veg­um Ísteka síð­asta sum­ar. Stað­fest þyk­ir að að minnsta kosti ein hryssa dó vegna stung­unn­ar og blæddi út og telja bæði MAST og Ísteka reynslu­leysi dýra­lækn­is­ins mögu­lega um að kenna. Hinar fund­ust dauð­ar 2–3 dög­um eft­ir blóð­tök­una.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
6
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár