Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reiðari Trump hefur stuðning til að verða aftur forseti

Þrátt fyr­ir ákær­ur um sam­særi gegn lýð­ræð­inu og orð­færi sem þekk­ist meira með­al ein­ræð­is­herra og fas­ista en for­seta Banda­ríkj­anna mæl­ist Don­ald Trump með mest­an stuðn­ing kjós­enda fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar á næsta ári. NIð­ur­stað­an mót­ar heims­mynd næstu ára.

Nú þegar ár er í næstu forsetakosningar Bandaríkjanna mælist Donald Trump með mestan stuðning í skoðanakönnunum og ætti, samkvæmt þeim, að bera nauman sigur af hólmi gegn Joe Biden, sitjandi forseta. Þar virðast ekki skipta máli þau fjölmörgu dómsmál og ákærur sem Trump stendur frammi fyrir, meðal annars fyrir tilraunir til að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga og að fela leynigögn ríkisins á heimili sínu. Orðræða Trumps er orðin herskárri en áður og ber sömu einkenni og einræðissinnaðir leiðtogar hafa beitt, en það hefur ekki minnkað sigurlíkur hans.

Hatursorðræða og afmennskun

„Meindýr“ kallaði Trump andstæðinga sína í ræðu sinni í New Hampshire-ríki þann 11. nóvember síðastliðinn. Andstæðinga sem hann segir vera „kommúnista, marxista, fasista og öfgavinstri fanta“ og að þá beri helst að „uppræta“.

Þessi ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd í Bandaríkjunum fyrir að bera merki „fasískrar orðræðu“ eins og Ruth Ben-Ghiat, prófessor við New York-háskóla, komst að orði í …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sigmundur Davíð líkist Trump meir og meir. Það er greinilegt að gera á út á innflytjendaandúð í næstu kosningum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár