Nú þegar ár er í næstu forsetakosningar Bandaríkjanna mælist Donald Trump með mestan stuðning í skoðanakönnunum og ætti, samkvæmt þeim, að bera nauman sigur af hólmi gegn Joe Biden, sitjandi forseta. Þar virðast ekki skipta máli þau fjölmörgu dómsmál og ákærur sem Trump stendur frammi fyrir, meðal annars fyrir tilraunir til að hnekkja úrslitum síðustu forsetakosninga og að fela leynigögn ríkisins á heimili sínu. Orðræða Trumps er orðin herskárri en áður og ber sömu einkenni og einræðissinnaðir leiðtogar hafa beitt, en það hefur ekki minnkað sigurlíkur hans.
Hatursorðræða og afmennskun
„Meindýr“ kallaði Trump andstæðinga sína í ræðu sinni í New Hampshire-ríki þann 11. nóvember síðastliðinn. Andstæðinga sem hann segir vera „kommúnista, marxista, fasista og öfgavinstri fanta“ og að þá beri helst að „uppræta“.
Þessi ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd í Bandaríkjunum fyrir að bera merki „fasískrar orðræðu“ eins og Ruth Ben-Ghiat, prófessor við New York-háskóla, komst að orði í …
Athugasemdir (1)