Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vistaskipti aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra: „Mér finnst þetta orka tvímælis“

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, finnst það orka tví­mæl­is að Guð­rún Ása Bjarna­dótt­ir fari beint úr starfi að­stoð­ar­manns heil­brigð­is­ráð­herra og í fram­kvæmda­stjóra­stól­inn hjá einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni. Hún tel­ur að breyta þurfi lög­un­um sem eiga að ná yf­ir hags­muna­árekstra æðstu stjórn­enda ráðu­neyta.

Vistaskipti aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra: „Mér finnst þetta orka tvímælis“
Telur að girða þurfi fyrir vandamálið Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, telur að girða þurfi fyrir að aðstoðarmenn ráðherra geti farið úr því starfi og yfir til einkafyrirtækja sem starfa á sama málefnasviði pg þeir gerðu. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér finnst þetta orka tvímælis. Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir. Mín skoðun er að huga þurfi betur að þessu: Þannig að aðstoðarmenn ráðherra geti ekki farið beint í eitthvert slíkt starf í sama málaflokki,“ segir Þórunn Sveinbjarnsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 

„Raunar má ætla að aðstoðarmenn ráðherra hafi ríkari áhrif og aðgang að stefnumótun stjórnvalda“
Úr nefndaráliti minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Heimildin greindi frá því í morgun að Guðrún Ása Bjarnadóttir, aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra hefði látið af störfum í ráðuneytinu í síðustu viku og ráðið sig sem framkvæmdastjóra Klíníkurinnar, einkarekins heilbrigðisfyrirtækis í Ármúla. Guðrún Ása mun hefja störf hjá Klíníkinni í byrjun næsta árs. Heimildin spurði Þórunni sérstaklega um mál Guðrúnar Ásu þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur með slík mál eins og hæfi og hagsmunaárekstra kjörinna fulltrúa og embættismanna að gera.

Ætla að gera 1000 aðgerðir á næsta ári 

Vistaskipti Guðrúnar Ásu úr ráðuneytinu til Klíníkurinnar eiga sér stað á sama tíma og útvistun á ríkisrekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi yfir til einkaaðila stendur á ákveðnum tímamótum. Klíníkin gerði til dæmis fyrsta samninginn um liðskiptaaðgerðir við Sjúkratryggingar Íslands, sem heyra undir heilbrigðisráðherra, fyrr á árinu. Þessi samningur gildir bara út árið. Nú þurfa heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands að ákveða hvort gera eigi nýjan samning við Klíníkina, í kjölfar útboðs á liðskiptaaðgerðunum, og eins hvort Klíníkin eigi að fá að gera fleiri aðgerðir. 

Fyrir skömmu gaf Klíníkin það út að fyrirtækið ætli sér að gera 1000 liðskiptaaðgerðir á næsta ári og að þeir verði 700 á endanum á þessu ári. 

Dæmi um snúningsdyravandannViskiptaskipti aðstoðarmanns Willums Þórs Þórssonar eru klassískt dæmi um hinn svokalla snúningsdyravanda. Guðrún Ása Björnsdóttir lætur af störfum sem aðstoðarmaður hans í heilbrigðisráðuneytinu og fer nær samstundis til Klíníkurinnar sem framkvæmdastjóri.

Einungis einn og hálfur mánuður

Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis reyndi að breyta lagafrumvarpi sem tók til þessara atriða á síðasta kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu og kallast þau: „Lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands.“

Með lögunum var kveðið á um að æðstu stjórnendur í stjórnarráði Íslands megi ekki að taka að sér störf fyrir einkaðila í sama málaflokki og þeir unnu að í sex mánuði eftir að þeir láta af störfum. Í lögunum segir:   „Með æðstu stjórnendum er í lögum þessum átt við ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra í Stjórnarráði Íslands.

Minnihlui nefndarinnar vildi að lögin myndu einnig ná til aðstoðarmanna ráðherra. Meirihluti nefndarinnar vildi það hins vegar ekki og því fór lagafrumvarpið í gegnum þingið án þess að af því yrði.

Ef vilji meirihlutans hefði orðið ofan á þá hefði Guðrún Ása ekki getað farið strax úr starfi aðstoðarmanns ráðherra og yfir til Klíníkurinnar með þessum hætti: Að á einungis rúmlega einum og hálfum mánuði hætt að vinna sem aðstoðarmaður ráðherra og tekið við framkvæmdastjórastarfi Klíníkurinnar. 

Í nefndaráliti minnihlutans sagði meðal annars um mikilvægi þess að láta lögin ná líka yfir aðstoðarmenn ráðherra: „Við umfjöllun í nefndinni var á það bent að eðlilegt væri að láta sömu viðmið gilda um aðstoðarmenn ráðherra, enda gegni þeir áhrifastöðum í sínum ráðuneytum og hafi greiðan aðgang að trúnaðarupplýsingum innan þeirra. Raunar má ætla að aðstoðarmenn ráðherra hafi ríkari áhrif og aðgang að stefnumótun stjórnvalda heldur en t.d. sendiherrar eða skrifstofustjórar ráðuneyta sem þó er lagt til í frumvarpinu að sæti takmörkunum á starfsvali að starfi sínu loknu.

Þórunn vill breyta lögunum

Aðspurð um hvort hún telji að breyta þurfi lögunum um varnir gegn hagsmunaárekstrum segir Þórunn:  „Ég myndi vilja að lögin nái einnig yfir aðstoðarmenn ráðherra. Ég verð að hugsa það hvort ég beiti mér fyrir því að lögunum verði breytt. En ég held að það sé full ástæða til að gera það.

Eitt af því sem minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerði í nefndarálitinu á síðasta kjörtímabili, þar sem mælt var með því að lögin næðu einnig til aðstoðarmanna ráðherra, var að benda á það að samkvæmt rannsóknum á því í hvaða störf aðstoðarmenn ráðherra fara þegar þeir láta af því starfi þá tæplega 14 prósent farið að vinna hjá hagsmunasamtökum í kjölfarið.  „Rannsókn á aðstoðarmönnum ráðherra á tímabilinu 1971–2008 sýndi að hjá 13,7% þeirra hafi næsta starf eftir starfslok hjá hinu opinbera verið hjá hagsmunasamtökum,“ sagði meðal annars í nefndarálitinu. 

Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki svarað spurningum Heimildarinnar um málið. 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Erlendis þykir það víða óhæfa að starfsmenn í háum stöðum hjá því opinbera fari beint til starfa í einkageiranum þar sem þeir geta nýtt þekkingu sína og sambönd fram yfir samkeppnisaðila. Ísland er lítið samfélag og hér eru slíkir árekstrar tíðir.
    Það getur reynst erfitt fyrir ráðherra að fá aðstoðarfólk ef vissir vegir eru fyrir það lokaðir að starfi loknu. En í einræðisríkjum er þetta ekkert mál. Við viljum ekki líkjast þeim.
    1
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Klínikin er rekin fyrir almanna fé. Auðvitað verður að búa þannig um hnútana að aðstoðarmenn ráðherra tiltekins málaflokks geti ekki ráðið sig fyrirvaralaust til starfa hjá fyrirtæki sem sækir sínar í tekjur í sjóð sem sami ráðherra hefur umsjón með. Það er galið. Það mætti t.d. krefjast tveggja ára „kælingar“.

      Þórunni Sveinbjarnardóttur orðar þetta varfærnislega: „Aðstoðarmenn ráðherra eru eðli málsins samkvæmt ráðnir pólitískt og sinna pólitískum störfum í umboði ráðherrans og búa þess vegna yfir upplýsingum og kontöktum sem ekki er víst að aðrir byggju yfir. Mín skoðun er að huga þurfi betur að þessu: Þannig að aðstoðarmenn ráðherra geti ekki farið beint í eitthvert slíkt starf í sama málaflokki,“.
      0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta hefði kannske mátt athuga fyrr eins og margt annað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svara ekki hvort opn­uð hafi ver­ið eft­ir­lits­mál gegn Klíník­inni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.
Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
8
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár