Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“

Með því að senda 180 Venesúela­búa úr landi í einni flug­vél gerðu ís­lensk stjórn­völd þeim venesú­elsku auð­velt fyr­ir að beina spjót­um sín­um að hópn­um sem þau líta á sem svik­ara, seg­ir hinn venesú­elski Zarkis Abra­ham Mul­ki Peña. „Þetta er ís­lensk­um stjórn­völd­um að kenna.“

„Þetta er íslenskum stjórnvöldum að kenna“
Zarkis „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“ Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Þetta er Íslandi að kenna, ekki bara venesúelskum stjórnvöldum,“ segir venesúelski hælisleitandinn Zarkis Abraham Mulki Peña um aðstæður samlanda hans sem sendir voru úr landi í gær. Á flugvellinum í höfuðborginni Caracas tóku lögreglumenn á móti hópnum sem nú er í haldi lögreglu sem sögð er vopnuð. 

Útlendingastofnun, í samvinnu við landamærastofnun Evrópu (Frontex), stóð að fluginu frá Íslandi til Venesúela en í hópnum voru 25 börn og 155 fullorðnir. Dómsmálaráðuneytið segir að flugið hafi gengið vel og farþegarnir hafi gengið heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð. En þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólks Útlendingastofnunar og Frontex. 

„Þau höfðu hægt um sig á meðan íslensku fulltrúarnir voru þarna. Eftir að þau fóru gerðu venesúelsk stjórnvöld það sem þau vildu,“ segir Zarkis í samtali við Heimildina. Hann er sjálfur enn hér á landi og vill alls ekki snúa til Venesúela með flugvél fullri af Venesúelabúum eftir að hafa séð móttökurnar sem fólkið fékk. 

„Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara“

Sumir Venesúelabúanna segja að peningar, hundruð þúsunda sem fólkið hafði fengið í ferða- og aðlögunarstyrk frá íslenska ríkinu, hafi verið teknir af þeim. Þá var þeim gert að skrifa undir ýmis skjöl án lögfræðiaðstoðar og er talið að eitt skjalið hafi verið um landráð. 

„[Venesúelsk stjórnvöld] vissu að þarna var fólk sem hafði sótt um hæli á Íslandi. Þau létu fólkið skrifa undir skjal þar sem það játar á sig landráð,“ segir Zarkis. 

Hann gagnrýnir Útlendingastofnun fyrir að hafa skipulagt svo stóran flutning á Venesúelabúum með leiguflugi. 

„Ef þú ferð með venjulegu flugi er það mjög erfitt fyrir venesúelsk stjórnvöld að hafa uppi á þér,“ segir Zarkis. Með þeim hætti er hægt að týnast í fjöldanum. En í þessu tilviki var vélin full af fólki sem hafði sótt um hæli á Íslandi.

„Þetta er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda,“ segir Zarkis. „Venesúelska ríkisstjórnin sér þig sem svikara ef þú sækir um hæli í öðru landi – með því ertu að segja að Venesúela sé ekki í lagi.“

CaracasFrá salernisaðstöðunni í húsnæðinu sem venesúelsku hælisleitendunum er haldið í. Þar virðist ekki vera neitt rennandi vatn.

Ótti í hópi Venesúelabúa á Íslandi

Við komuna til Venesúela voru vegabréf fólksins tekin af því. „Þetta fólk mun ekki geta flúið aftur beint frá Venesúela,“ segir Zarkis um það. „Til þess að flýja þyrftu þau að fara í gegnum Kólumbíu eða Ekvador.“

Venesúelskir hælisleitendur eins og Zarkis sem enn eru á Íslandi upplifa nú mikinn kvíða og streitu. Hræðsla um að þeirra bíði sömu örlög hefur gripið um sig. 

„Ég er mjög hræddur,“ segir Zarkis. Hann hafði sjálfur fengið atvinnutilboð frá Hinu húsinu þegar honum var neitað um hæli. Mál hans er nú í ferli hjá kærunefnd útlendingamála en hann hefur ekki fengið leyfi til þess að vinna.

Lögmenn sem Heimildin hefur rætt við telja að íslensk stjórnvöld þurfi að rannsaka atburði síðasta sólarhrings vel og að varla sé verjanlegt að senda fleiri Venesúelabúa með leiguflugi frá Íslandi til Venesúela í bili. 

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ekki gefið kost á viðtali í dag. Hið sama má segja um forstjóra Útlendingastofnunar.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Það er vel skiljanlegt al allt fólk vill helst öryggi og vellíðan þetta býr í öllumm
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ekki að undra að dómsmálaráðherra láti ekki ná í sig.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Til hamingju ríkisstjórn Íslands og sérstaklega formenn flokkanna og dómsmálaráðherrar Jón og Gunna. Nú hafið þið skráð ykkur í sama klúbb og Hermann Jónasson og Vilmundur Jónsson landlæknir. Þeir báru sök á því að vísa fjölda gyðinga úr landi í aðdraganda stríðs fullvitandi hvað hugsanlega beið þeirra, það sanna dagblöð þess tíma. Mikið af þessu fólki lenti í fangabúðum og lifði ekki af. Ég vona svo innilega að ekki fari svo illa fyrir þessu fólki en óttast það versta, því stjórnvöld í Venesúela hafa látið myrða þúsundir á undanförnum árum jafnvel þó samkvæmt lögum sé dauðarefsing ekki heimil. Hafið ævarandi skömm fyrir. Þegar maður glatar mennskunni þá verður maður hættulegt skrímsli. Þið hafið ekkert umboð í mínu nafni.
    7
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Þetta eiga Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra skuldlaust. Megi þau skammast sín, þau gera þetta ekki í mínu nafni.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár