„Ég get ekki borið á móti því,“ segir eftirlifandi eiginkona manns, sem á barnsaldri lenti í séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi. Heimildin hefur upplýsingar um að séra Friðrik hafi áreitt manninn þegar hann var barn á Akranesi og spurði konuna að þessu. Maðurinn, sem fæddur var á fjórða áratug síðustu aldar, lést árið 2018. Hann verður ekki nafngreindur að beiðni fjölskyldu hans.
Þetta tilfelli á Akranesi bætist við ört stækkandi hóp drengja sem heimildir eru fyrir að séra Friðrik hafi áreitt þegar þeir voru börn. Sú umræða kviknaði í kjölfarið á umfjöllun í ævisögu séra Friðriks eftir Guðmund Magnússon sem nýlega kom út. Þar segir Guðmundur meðal annars frá máli manns, sem nú er á gamals aldri, sem séra Friðrik áreitti þegar hann var barn. Fjölmiðlaumfjöllun um bók …
Athugasemdir