Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þátttaka HS Orku í kostnaði „hefur ekki komið til umræðu“

Ekki er gert ráð fyr­ir beinni kostn­að­ar­hlut­deild HS Orku í bygg­ingu varn­ar­garða við orku­ver­ið í Svartsengi sam­kvæmt nýj­um lög­um. „En við mun­um að sjálf­sögðu taka sam­tal­ið ef eft­ir því verð­ur leit­að,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins. „Við skor­umst ekki und­an ábyrgð í því.“

Þátttaka HS Orku í kostnaði „hefur ekki komið til umræðu“
Varnargarðar Framkvæmdir við varnargarða við orkuverið í Svartsengi eru þegar hafnar. Reiknað er með að garðarnir verði um 3 kílómetrar að lengd og um 8 metrar á hæð þar sem þeir verða hæstir. Bygging þeirra mun taka um mánuð. Mynd: Anton Brink

Bygging varnargarða við orkuverið í Svartsengi á Reykjanesi er alfarið á forræði almannavarna og samkvæmt nýjum lögum um varnir mikilvægra innviða vegna jarðhræringanna er ekki gert ráð fyrir beinni kostnaðarhlutdeild HS Orku í byggingu þeirra. „Aftur á móti hefur fyrirtækið varið umtalsverðum tíma og fjármunum í undirbúningsvinnu vegna mögulegra varna í Svartsengi,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.

Til að fjármagna varnir innviða, m.a. varnargarða við HS Orku, sem Bláa lónið verður einnig innan, verður lagður sérstakur skattur á húseigendur í landinu. Gjaldtaka hefst á næsta ári og mun standa í þrjú ár. Skatturinn mun nema 0,008 prósentum af brunabótamati fasteigna. Svo dæmi séu nefnd mun gjaldið nema 4.800 krónum á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 60 milljónir króna og 8.000 krónur á ári af íbúð með brunabótamat að fjárhæð 100 milljónir.

UpplýsingafulltrúiBirna Lárusdóttir.

„Þegar óvissustigi var lýst yfir af almannavörnum hófum við að flytja jarðefni inn í Svartsengi í þeim tilgangi að fergja lagnir og borholur, til að verja þá innviði fyrir hraunrennsli, og eiga efni tiltækt í mögulega varnargarða,“ segir Birna um þann kostnað sem HS Orka hefur þegar lagt í vegna jarðhræringanna. Þegar hættustigi var svo lýst yfir af almannavörnum tók ríkið verkefnið yfir og það var ekki lengur á forræði HS Orku. „Við höfum ekki komið að málinu síðan að öðru leyti en því að við bjóðum fram alla okkar sérþekkingu, mannskap og tæki til að þessar framkvæmdir megi takast sem best.“

Hún segir að  „sem betur fer“ séu ekki fordæmi fyrir þeim kringumstæðum sem nú eru á Reykjanesinu. „Þátttaka fyrirtækisins í kostnaði hefur ekki komið til umræðu af hálfu ríkisins. En við munum að sjálfsögðu taka samtalið ef eftir því verður leitað. Við skorumst ekki undan ábyrgð í því.“

Spurð um skýringar á því að HS Orka, sem er einkafyrirtæki, taki ekki þátt í kostnaði við að byggja varnargarða sem munu líklega kosta yfir 2,5 milljarða króna, bendir Birna á að HS Orka sé fyrirtæki í almannaþjónustu.

Í greinargerð með frumvarpinu um varnir mikilvægra innviða segir: „Meðal frumskyldna ríkisvaldsins er að vernda mikilvæga innviði samfélagsins og aðra almannahagsmuni fyrir hugsanlegu tjóni af völdum náttúruvár og sambærilegra atburða.“

Varnir gegn váVarðargarðarnir gætu litið nokkurn veginn svona út. Framkvæmdin er óháð lögum um náttúruvernd og skipulag sem og fjölda annarra laga þar sem um neyðarráðstöfun er að ræða.

Birna segir að ef starfsemi orkuversins í Svartsengi leggist af, tímabundið eða til lengri tíma, og ekki verður hægt að halda úti þjónustu, „er ljóst að miklir fjármunir yrðu að renna úr opinberum sjóðum til að byggja þá þjónustu upp á nýjan leik. Slíkt yrði margfalt dýrara fyrir þjóðarbúið en bygging varnargarða“.

Brestur í rekstri Svartsengis geti auk þess leitt til stórtjóns á fasteignum heimila og fyrirtækja í nærsamfélagi fyrirtækisins. „Fyrst og síðast mun garðurinn verja þjóðhagslega mikilvæga innviði,“ segir hún. „Þessir innviðir veita heitu og köldu vatni til 30.000 manna byggðar á Suðurnesjum; heimila, fyrirtækja og alþjóðaflugvallarins í Keflavík, og framleiðir jafnframt raforku inn á meginflutningskerfi þjóðarinnar sem nýtist um allt land.“

Í þessu sambandi vill Birna jafnframt benda á að Ísland hefur skuldbundið sig í varnarsamningum til að útvega heitt og kalt vatn til varnarliðsins. Það sé líka liður í þjóðaröryggi Íslands að tryggja rekstur Keflavíkurflugvallar. „Aðgangur að heitu og köldu vatni er rekstri vallarins bráðnauðsynlegur.“

Verulegt verðmæti virkjunar

Í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um varnir mikilvægra innviða er dregið fram hvaða áhrif og kostnað það myndi hafa í för með sér ef orkuverið í Svartsengi yrði óstarfhæft.

Þar segir: „Ljóst er að verulegt tjón getur hlotist af því ef starfsemi orkuversins í Svartsengi leggst af. Fjárhagslegt verðmæti virkjunarinnar er verulegt, bókfært virði hennar er um 24 milljarðar kr. En gróflega áætlað endurstofnvirði er um 70 milljarðar kr. Fyrir utan fjárhagslegt virði innviða á svæðinu verður mjög vandasamt og kostnaðarsamt að koma á varaafli. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til að kostnaður við kaup á neyðarkyndistöðvum sem duga fyrir lágmarksupphitun fyrir öll Suðurnes og annan nauðsynlegan búnað sé um tveir milljarðar kr. Neyðarkyndistöðvarnar ganga fyrir olíu og gæti olíukostnaður numið 800 til 1.500 milljónum kr. á mánuði, auk annars rekstrarkostnaðar. Umræddur búnaður er ekki til á landinu og óvíst er á þessum tímapunkti hvort hann sé laus til afhendingar annars staðar í heiminum. Jafnframt er ljóst að umhverfisáhrif af rekstri kyndistöðvar af þessu tagi yrðu veruleg.“

Tvö félög eiga HS Orku

Eigendur HS Orku eru tveir: Jarðvarmi slhf. og sjóðir í stýringu hjá breska fyrirtækinu Ancala Partners LLP. Eignarhlutur hvors um sig er 50%.

Það eignarhald hefur verið við lýði frá árinu 2019. Þá keypti Jarðvarmi, sem er félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða, öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir og seldi síðan helming þeirra til Ancala fyrir um 37 milljarða króna á þávirði. 

Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­fyr­ir­tækinu og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, Blá­varma slhf, á 15 millj­arða króna. Sú sala, sem var tilfærsla á hlut HS Orku í Bláa lóninu úr einum lífeyrissjóðsvasa í annan án þess að peningar skiptu um hendur, gerði það að verkum að HS Orka bókfærði 9,8 milljarða króna hagnað á árinu 2019. Þar er að uppistöðu um að ræða muninn á bókfærðu virði hlutarins í Bláa lóninu og þess sem hann var seldur á. 

Á síðustu árum, frá 2020 og út árið 2022, hafa átt sér stað nokkuð umfangsmikil endurkaup á bréfum í HS Orku sem hafa samanlagt skilað um 10,7 milljörðum króna til hluthafa félagsins. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JÞJ
    Johann Þ Jóhannsson skrifaði
    Þetta er akkúrat dæmi um hversvegna ekki á að leyfa einkarekstur á svona starfsemi, því þau taka vara við hagnaðinum en bera ekki ábyrgð á neinu þegar á móti blæs þá lendir þetta á almenningi. Það mætti líka láta þessi fyrirtæki borga auðlindagjald.
    1
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Fyrirtækið sem nú heitir HS orka var áður almannaeign, en selt fyrir slikk af frjalshyggjupésum Sjálfstæðisflokksins og nú sleppa þeir við að leggja í púkkið af því að fyrirtækið sinnir almannaþjónustu. Við Íslendingar erum engin venjuleg fífl.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár