Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða

Minni­hluti alls­herj­ar­nefnd­ar vildi að ákvæði um sér­staka gjald­töku á alla hús­eig­end­ur lands­ins yrði fellt út úr frum­varp um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesi. Þrátt fyr­ir að því hafi ver­ið hafn­að sam­þykktu þing­menn­irn­ir frum­varp­ið sem varð að lög­um seint í gær­kvöldi.

Vildu fella út ákvæði um gjald á húseigendur vegna varnargarða
Virkjunin varin Bygging varnargarðar við orkuverið í Svartsengi er þegar hafin. Öll framkvæmdin verður greidd úr ríkissjóði og fjármögnuð með gjaldi sem lagt verður á húseigendur. Garðarnir verða allt að átta metrar á hæð. Myndin sýnir mögulegt útlit þeirra. Mynd: Verkís

Rétt fyrir miðnætti í gær, mánudag, voru samþykkt lög á Alþingi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Þau veita dómsmálaráðherra heimild, að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra, að taka ákvörðun um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna sem miða að því að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir verði fyrir tjóni af völdum náttúruvár sem tengist eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Þegar er hafin vinna við byggingu garða til verndar orkuveri HS Orku í Svartsengi, sem einnig munu vernda Bláa lónið.

Í tillögu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður garðurinn fullbyggður um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar að stærð. Hann verður þó byggður í áföngum. Byrjað verðu á því að reisa 2–3 metra varnarlínu sem síðan verður hækkuð upp í að meðaltali átta  metra hæð. Þrátt fyrir að unnið yrði á vöktum og með töluverðum afköstum verktaka má gera ráð fyrir að það taki um 30-40 sólarhringa að fullbyggja garðinn.

Fjármagnað með gjaldi á húseigendur

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að kostnaður við uppbyggingu varnargarðs við Svartsengi sé áætlaður 2,5 milljarðar króna auk 20% óvissu sem gert er ráð fyrir að minnki þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Með lagasetningunni er einnig sett á  gjaldtaka til þriggja ára, svonefnt forvarnagjald, sem innheimt verður af brunatryggðum húseignum. Gjaldið rennur í ríkissjóð, segir í greinargerð frumvarpsins, og að því sé ætlað að standa undir kostnaði við fyrirbyggjandi framkvæmdir. Af því leiðir, segir í greinargerðinni, „að allur kostnaður vegna þeirra framkvæmda sem dómsmálaráðherra ákveður að ráðast í“ samkvæmt hinum nýsamþykktu lögum greiðist úr ríkissjóði.

PíratiHalldóra Mogensen.

Minnihluti allsherjarnefndar, sem skipaður er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki og Eyjólfi Ármannssyni, þingmanni Flokks fólksins, gerði þennan hluta frumvarpsins að umfjöllunarefni í áliti sínu á frumvarpinu. Í stað þess að standa undir fyrirséðum útgjöldum við byggingu varnargarða og fleiri framkvæmda með nýjum skatti taldi minnihlutinn „eðlilegast að greiða þessi útgjöld einfaldlega beint úr ríkissjóði“. Í samhengi ríkisfjármála væri ekki um óyfirstíganlega fjárhæð að ræða og því einfaldara að líta til varasjóðs ríkisstjórnarinnar eða bæta útgjöldunum við fjárlög næsta árs.

Hver er asinn?

Forvarnargjaldinu er ætla að vera tímabundið en minnihlutinn bendir í áliti sínu á að í flutningsræðu forsætisráðherra hafi komið skýrt fram að áform væru um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi„. Jafnframt taldi minnihlutinn óljóst hver „asinn“ væri við þann hluta málsins í ljósi þess að gjaldtökuákvæðið á ekki að taka gildi fyrr en um áramótin. Minni hlutinn lagði því til að fella brott þau ákvæði frumvarpsins sem sneru að sérstakri gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni Svartsengis, og var breytingartillaga þess efnis lögð fram. 

Hún var felld.

En þrátt fyrir að gjaldtakan hafi verið inni í frumvarpinu er um það voru greidd atkvæði eftir þriðju umræðu málsins á Alþingi samþykktu þingmenn minnihluta allsherjarnefndar það enda töldu þeir markmið þess, að byggja varnargarða til að vernda byggðina í Grindavík og nauðsynlega innviði, mikilvægt.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það var vægast sagt stórundarleg ákvörðun að láta Grindvíkinga taka þátt í fjármögnun varnarmannvirkja umhverfis einkafyrirtæki með skatti á hús þeirra. Jafnvel þó húsin fari ekki undir hraun þá eru mörg þeirra nú þegar mikið skemmd og vel gæti þannig farið að þetta yrðu einu húsin á landinu sem verða Reykjaneseldum að bráð. Það er nokkuð augljóst að þau verða ónothæf það sem eftir er þessa árs nema e.t.v. með ströngum skilyrðum um að íbúar séu reiðubúnir að rýma þau fyrirvaralaust hvenær sem er. Sennilega væri best fyrir alla að miða við að ekki verði föst búseta í Grindavík þetta skólaár.
    0
  • Guðjón Halldórsson skrifaði
    Það vantar að krefjast svar við þeirri einföldu spurningu hvers vegna hluthafar einkafyrirtækjann sem verið er að vernda og bjarga eru ekki látin borga ! og samkvæmt forsætisráðherra, þá kom það ekki til umræðu - hverslags rugl stjórnsýsla og virðingaleysi fyri skattfé er hér í gangi.
    2
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég hef sagt það áður og ætla að segja það enn og aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er gjörspillt valdaelíta sem svífst einskis. Veit ekki hvernig aðrir flokkar myndu höndla aðstæður sem þessar en eins og þið vitið þá stendur Bjarni Benediktsson fyrir sölu á bönkum og öllu því sem einhver gróði er af, ástæðuna segir hann vera að ríkið eigi ekki að standa í áhættufjárfestingum.

    Við sáum það í Covidinu að sterkefnuð fyrirtæki í einkaeigu þar sem framkvæmdastjórar mala gull og lifa skv. því, fengu rekstrarstyrki og greiddu svo sér sveran arð stuttu síðar. Við sáum þetta í bankasölunni og við sjáum þetta enn. En, svo kemur fallið og hver ber þá ábyrgðina þegar glæpahyskið hefur mergsogið eignir sem við höfum stofnað til?

    Allmenningur borgar en glæpahyskið stofnar nýja kennitölu og byrjar upp á nýtt.

    Bláa Lónið og HS orka er í einkaeigu en forsætisráðherfan er á sömu línu og Bjarni Ben. Alamenningur á að borga þau troða ofaní kokið á okkur tillögu þess efnis að húseigendur skuli greiða. Annaðhvort er Katrín Jakobsdóttir glæpakvendi eða nautheimsk nema að hvort tveggja sé. Það er aldrei betra að koma einhverju í gegn en þegar almenningur er í sjokki og finnur til með þolendum.

    Einkavæða allan gróða og ríkisvæða allt tap. Andskotinn!
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
2
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
5
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár