Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kallar boð lánastofnana til Grindvíkinga „samfélagslega siðfirrt“

Sig­ríð­ur María Ey­þórs­dótt­ir, íbúi í Grinda­vík, gagn­rýn­ir lána­stofn­an­ir harð­lega fyr­ir að bjóða Grind­vík­ing­um upp á fryst­ingu lána, sem fel­ur í sér að vext­ir og verð­bæt­ur falla á höf­uð­stól. „Þetta eru ekki kald­ar kveðj­ur til okk­ar sem horf­um inn í óviss­una, þetta er sví­virða,“ skrif­ar Sig­ríð­ur í blaða­grein um upp­lif­un sína af við­brögð­um banka við krísu Grind­vík­inga.

Kallar boð lánastofnana til Grindvíkinga „samfélagslega siðfirrt“
Hamfarir Þetta hús í Grindavík er auðsjáanlega illa farið vegna jarðsigs.

Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir gagnrýnir lánastofnanir harðlega fyrir þau úrræði sem bankar og lífeyrissjóðir hafa boðið Grindvíkingum upp á varðandi húsnæðislán sín. Í aðsendri grein á Vísi segir hún að tilboð um frystingu húsnæðislána Grindvíkinga séu „falsörlætistilboð“ og „samfélagslega siðfirrt“, þar sem vextir og verðbætur safnist upp á meðan.

Kallar hún eftir því í greininni að Alþingi og samfélagið allt beiti sé fyrir því að lán Grindvíkinga verði fryst tafarlaust, án vaxta og verðbótasöfnunar. Í greininni segir hún frá því að hún sjálf borgi 420 þúsund á mánuði af húsi sínu í vexti og ef frysta þyrfti lánið í eitt ár myndi eign hennar rýrna um allt að fimm milljónir, sem síðan þyrfti að greiða vexti af í framhaldinu.

„Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum,“ segir Sigríður María í grein sinni, sem birtist á Vísi í morgun.

Hún segir að það sé „sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt“ en segir að hvernig sem fari virðist vera að Grindvíkingar muni missa heimili sín og lífsviðurværi, „annað hvort í gegnum forgarð helvítis“ eða þá að þau verði „gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana“.

„Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af,“ segir Sigríður María í greininni.

Þingmaður Flokks fólksins ræddi um samfélagsábyrgð bankanna

Heimildin sagði frá því í gær að fyrstu viðbrögð banka og nokkurra lífeyrissjóða við þeirri stöðu sem uppi er væri að bjóða Grindvíkingum upp á frystingu lána, sem felur í sér að ekki er greitt af lánum, en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins tók málið upp á þingi í gær og spurði þar meðal annars hvort engir af stjórnendum bankanna byggju yfir nokkurri sómakennd og hvort þeir fyndu aldrei fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni.

ÞingmaðurÁsthildur Lóa Þórsdóttir gagnrýndi banka landsins fyrir viðbrögð sín við vanda Grindvíkinga á þingi í gær.

„Frysting sem felur í sér að ekki er greitt af lánum en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól, er verra en ekki neitt. Fólk stendur mikið verr að vígi að þessari frystingu lokinni en það gerir nú þegar, með skuld sem hefur hækkað og, í atburðum eins og þessum, jafnvel með óíbúðarhæfa eign sem hefur safnað á sig skuldum í vikur eða mánuði. Þetta var ein af „lausnunum“ sem fólki í vanda var beint í eftir hrun og það fór alltaf illa. Ef þetta tilboð bankanna sýnir fram á og staðfestir eitthvað, er það það að samkennd, sómakennd og samfélagsleg ábyrgð er ekki til hjá stjórnendum þeirra. Við sem samfélag eigum meira inni hjá bönkunum en þetta. Þeir verða einfaldlega að fella niður greiðslur á þessum lánum þar til mál taka að skýrast. Það væri smá bragur á því og í raun það minnsta sem þeir geta gert fyrir fólk í gríðarlega erfiðum aðstæðum,“ sagði þingmaðurinn í ræðu sinni, í umræðum um almannavarnaástandið á Reykjanesskaga.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Hvílíkt og annað eins
    0
  • Ásta Jensen skrifaði
    Bankarnir eru alltaf að verja sig. Eru þið ekki búnir að græða nóg af íbúðareigendum. Þið hljótið að synda í peningum. Sleppið Grinvíkingum við afborganir í ár án frystingar. Þau þurfa að finna nýja vinnu. Hver getur borgað 450 þús krónur á mánuði á atvinnuleysisbótum
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    ÞETTA ERU BANKARNIR Í SINNI LJÓSUSTU MYND !!!!
    1
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Var sérstaklega hrifinn af greiningunni á tjónamynd Grindvíkinga.
    ."„annað hvort í gegnum forgarð helvítis“ eða þá að þau verði „gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana“.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár