Lögmaður ekkju fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene, segist vera að undirbúa skaðabótakröfu gegn Landspítalanum og íslenska ríkinu fyrir hennar hönd. Konan heitir Merhawit Baryamikael Tesfaslase og býr í Svíþjóð. Lögmaður Mehrawit, Sigurður G. Guðjónsson, segist vera að skoða hennar stöðu í ljósi þess að endanlegur dómur hefur fallið í málinu um að aðgerðin á Andemariam hafi falið í sér lögbrot. „Ég er að skoða mál hennar í ljósi þessarar niðurstöðu, hvaða stöðu hún hefur. Þetta er ekki einfalt mál.“
Í lok október ákvað Hæstiréttur Svíþjóðar að taka mál Paulo Macchiarini ekki fyrir og stendur því tveggja og hálfs árs fangelsisdómur yfir honum sem féll á millidómsstigi í sumar. Dómurinn var fyrir að hafa grætt plastbarka í fólk, meðal annars Andemariam Beyene, fyrir rúmum áratug síðan. Andemariam var notaður eins og tilraunadýr þegar plastbarki var græddur …
Athugasemdir