Fyrsta umræða um lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, fór fram í dag. Frumvarpið er nú komið í hendur allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og í umræðum þingmanna í dag kom fram að stefnan væri að því að frumvarpið yrði að lögum í lok dags.
Í umræðum í þingsal töluðu ýmsir þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka beint til Grindvíkinga, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín og horfa nú upp á bæinn sinn stórskemmdan og lifa í óvissu um eigur sínar.
Hvað efnisatriði frumvarpsins varðar voru þó ekki allir stjórnarandstæðingar parsáttir. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata lýstu þannig öll þeirri skoðun að þau teldu nýja skattlagningu á fasteignaeigendur landsins ekki réttu leiðina til að fjármagna nauðsynlegar varnir gegn náttúruvá á Reykjanesi.
Sækja einn milljarð með auknum álögum á fasteignir
Frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir því …
Ef ekki og að sækja einvörðungu fé í öryggissjóði lendir það fyrst og fremst á launafólki að greiða slíkan kostnað með hækkuðum tekjuskatti og hækkuðu útsvarsgreiðslum. Fjármagnseigendur og fyrirtækin greiða sáralitla skatta miðað við tekjur. Þá eru eigendur fyrirtækjanna snillingar að komast hjá því að greiða eðlilega skatta.
Þetta eru aðilar sem eiga gjarnan stórar fasteignir þrátt fyrir að litlar skattskyldar tekjur. Ef þessir aðilar verði ekki látnir taka eðlilegan þátt í þessum aukakostnaði þá munu skattar á launafólki hækka verulega. Það er sannleikur málsins.
Síðan má auðvitað velta því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að fyrirtækin þarna í hrauninu eigi ekki að taka raunverulegan þátt í þeim kostnaði að verja sig. Það var auðvitað vitað áður en þessi virkjun var byggð að svæðið sunnan við Þorbjörninn var mjög varasamt hættusvæði sem vart væri eðlilegt að byggja mikil mannvirki á..
Þá getur varla talist eðlilegt samfélagsverkefni að verja sullum-bullum fyrirtækið umfram að starfsemi einkafyrirtækja. Þeir sem eiga það fyrirtæki vissu einnig um þá miklu áhættu er fólst í uppbyggingu á þessu svæði.
Ég gef ekki mikið fyrir bulli' í Guðmundi Sælan. Hann ætti bara að koma sér vestur aftur