Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ekki full sátt um „forvarnagjaldið“ á Alþingi

Nokkr­ir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn segj­ast mót­falln­ir því að nýju „for­varna­gjaldi“ verði bætt við skatt­lagn­ingu af hús­eign­um til að fjár­magna varn­ar­mann­virki vegna hraun­vár. Slíkt gjald yrði 8.000 krón­ur á ári af fast­eign sem er með bruna­bóta­mat upp á 100 millj­ón­ir króna. Bú­ist er við því að frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um vernd mik­il­vægra inn­viða á Reykja­nesskaga verði að lög­um í kvöld.

Ekki full sátt um „forvarnagjaldið“ á Alþingi
Svartsengi Til stendur að ljúka við lagasetningu um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga í dag. Í frumvarpi forsætisráðherra er lagt til að „forvarnagjald“ verði lagt á allar fasteignir. Mynd: Golli

Fyrsta umræða um lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga, fór fram í dag. Frumvarpið er nú komið í hendur allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og í umræðum þingmanna í dag kom fram að stefnan væri að því að frumvarpið yrði að lögum í lok dags. 

Í umræðum í þingsal töluðu ýmsir þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka beint til Grindvíkinga, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín og horfa nú upp á bæinn sinn stórskemmdan og lifa í óvissu um eigur sínar.

Hvað efnisatriði frumvarpsins varðar voru þó ekki allir stjórnarandstæðingar parsáttir. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata lýstu þannig öll þeirri skoðun að þau teldu nýja skattlagningu á fasteignaeigendur landsins ekki réttu leiðina til að fjármagna nauðsynlegar varnir gegn náttúruvá á Reykjanesi.

Sækja einn milljarð með auknum álögum á fasteignir

Frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir því …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er verulegt skattamisrétti á Íslandi því er eina leiðin til að allir skattgreiðendur taki þátt í að bera þann gríðarlega kostnað sem mun falla á þjóðina er að láta slíka skatta fylgja fasteignagjöldum.

    Ef ekki og að sækja einvörðungu fé í öryggissjóði lendir það fyrst og fremst á launafólki að greiða slíkan kostnað með hækkuðum tekjuskatti og hækkuðu útsvarsgreiðslum. Fjármagnseigendur og fyrirtækin greiða sáralitla skatta miðað við tekjur. Þá eru eigendur fyrirtækjanna snillingar að komast hjá því að greiða eðlilega skatta.

    Þetta eru aðilar sem eiga gjarnan stórar fasteignir þrátt fyrir að litlar skattskyldar tekjur. Ef þessir aðilar verði ekki látnir taka eðlilegan þátt í þessum aukakostnaði þá munu skattar á launafólki hækka verulega. Það er sannleikur málsins.

    Síðan má auðvitað velta því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að fyrirtækin þarna í hrauninu eigi ekki að taka raunverulegan þátt í þeim kostnaði að verja sig. Það var auðvitað vitað áður en þessi virkjun var byggð að svæðið sunnan við Þorbjörninn var mjög varasamt hættusvæði sem vart væri eðlilegt að byggja mikil mannvirki á..

    Þá getur varla talist eðlilegt samfélagsverkefni að verja sullum-bullum fyrirtækið umfram að starfsemi einkafyrirtækja. Þeir sem eiga það fyrirtæki vissu einnig um þá miklu áhættu er fólst í uppbyggingu á þessu svæði.

    Ég gef ekki mikið fyrir bulli' í Guðmundi Sælan. Hann ætti bara að koma sér vestur aftur
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Ég segi þessi aðgerð er til vansa fyrir alþingismenn, að láta húseigendur borga er ekki gott, Bláalónið er ekki innviðir eins og hægt að réttlæta með orkuverið. Hvað eruð þið að hugsa ráðamenn?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár