„Örugglega ein erfiðasta vinna sem hægt er að vera í“

„Þetta er erf­ið vinna, ör­ugg­lega ein erf­ið­asta vinna sem hægt er að vera í,“ seg­ir Andrés Proppé Ragn­ars­son sál­fræð­ing­ur, sem rek­ur úr­ræði fyr­ir fólk sem beit­ir maka sinn of­beldi. Eng­inn vinn­ur þar í al­veg fullu starfi enda get­ur það tek­ið veru­lega á að hlusta á frá­sagn­ir skjól­stæð­ing­anna af of­beldi.

„Örugglega ein erfiðasta vinna sem hægt er að vera í“
Betrun „Ég er mjög upptekinn af því að þetta eru manneskjur sem eiga að fá möguleika á að rétta sinn hlut og læra nýja, betri siði,“ segir Andrés. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekkert lát er á aukinni aðsókn í meðferð hjá Heimilisfriði, úrræði fyrir fólk af öllum kynjum sem beitir maka sinn ofbeldi. Sálfræðingurinn sem rekur verkefnið vonar að ástæðan sé sú að fleira fólk sem beitir ofbeldi leiti sér aðstoðar en áður. Þetta er venjulegt fólk, „svona ég og þú fólk“, og í mörgum tilvikum tekst því að hætta að beita ofbeldi.

Árið 2019 sinnti starfsfólk Heimilisfriðar um 40 viðtölum á mánuði. Ári síðar var sú tala komin upp í 100. Kórónuveirufaraldurinn var talin ástæðan, en heimilisofbeldi færðist í aukana í faraldrinum, ásamt aukinni umræðu um ofbeldi í kjölfar svokallaðrar Metoo-bylgju. 

„Þetta er vanmáttur og vankunnátta. Þú bara kannt ekki annað. Það er góður útgangspunktur að því leytinu að þú getur lært. Þú þarft að æfa þig og kannski hafa rosalega fyrir því en það er hægt.“
Andrés Ragnarsson Proppé
sálfræðingur

Tvö ár eru liðin síðan faraldurinn var upp á sitt …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Heimilisofbeldi

Segir heimilisofbeldi á Íslandi ekki jafn ýkt og í myndbandinu: „Við erum bara að grínast“
FréttirHeimilisofbeldi

Seg­ir heim­il­isof­beldi á Ís­landi ekki jafn ýkt og í mynd­band­inu: „Við er­um bara að grín­ast“

Mynd­band þar sem gróft heim­il­isof­beldi er svið­sett og sprell­að með að of­beld­ið geti hjálp­að konu að grenn­ast hef­ur ver­ið fjar­lægt af Face­book. „Ég vann í lög­regl­unni í mörg ár. Ekki man ég eft­ir ein­hverju svona heim­il­isof­beldi, þar sem and­lit­inu henn­ar er skellt í elda­vél­ina og svo gólf­ið,“ seg­ir Jón Við­ar Arn­þórs­son í sam­tali við Stund­ina. „Það er ekki ver­ið að gera grín að heim­il­isof­beldi.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár