Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum

Ver­ið er að kanna það að ráð­ast í um­fangs­mikla verð­mæta­björg­un í Grinda­vík. Þar búa 3.720 manns á yf­ir þús­und heim­il­um. Um gríð­ar­lega mannafls­freka að­gerð er því um að ræða. Stór flutn­ings­fyr­ir­tæki hafa boð­ið fram að­stoð.

Tíu manns þarf til að tæma hvert heimili í Grindavík á átta klukkustundum
Bið Löng bílaröð myndaðist í gær þegar ákveðið var að hleypa litlum hluta íbúa í Grindavík inn í bæinn til að sækja nauðsynjar og bjarga verðmætum. Mynd: Golli

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Almannavarnir eru að meta möguleika á almennri verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi kom fram að verkefnið væri gríðarstórt. Á því svæði innan bæjarmarka Grindavíkur sem skilgreint hefur verið með mestri áhættu, eru afar stór hluti íbúðarhúsa bæjarbúa.

Mat og undirbúningur viðbragðsaðila snúist því fyrst og síðast um hvernig slík aðgerð færi fram, að leggja mat á þann tímaramma sem slíkt verkefni hefði, og hvaða tíma það tæki. „Gert er ráð fyrir að hvert heimili þurfi um 10 manns til að tæma heimilið á 8 klukkustundum.

Einnig er verið að meta þann kost að bjarga eingöngu lausamunum, ekki húsgögnum eða stærri heimilistækjum.“

Yfir eitt þúsund heimili

Í Grindavík bjuggu 3.720 manns í lok september og í sveitarfélaginu eru yfir eitt þúsund heimili. Alls eru 770 erlendir ríkisborgarar skráðir í búsetu í Grindavík, eða um 20 prósent íbúa. Gera má ráð fyrir því að hluti erlendra íbúa hið minnsta sé ekki með jafn breitt bakland og innfæddir til að aðstoða við verðmætabjörgun.

Í tilkynningunni frá lögreglu og Almannavörnum kom fram að framkvæmd áætlunar sem þeirrar sem verið er að undirbúa krefjist mikils mannafla og að það sé mikill ábyrgðarhluti að senda svo stóran hóp fólks sem þarf til, inn á hættusvæðið. „Öryggi fólks er alltaf í fyrsta sæti. Í augnablikinu er staðan þannig að ekki er hægt að útiloka að gos hefjist fyrirvara lítið eða fyrirvara laust í þeim hluta bæjarins sem er metinn á mesta hættusvæðinu. Ákvörðun um hvort, og þá hvenær farið verði í slíka aðgerð, byggist á mati vísindamanna á yfirvofandi hættu, og hvort sá tímagluggi sem þarf í verkefnið, sé til staðar.“

 Fyrir liggi að stór flutningafyrirtæki hafa boðið fram aðstoð sína og aðkoma þeirra yrði hluti af slíkri aðgerð. „En það er rétt að ítreka að öryggi fólks er alltaf í fyrirrúmi og það verður ekki sent inn á svæðið í þeim fjölda sem þarf til, nema öryggi þess sé eins tryggt og kostur er. Ef og þegar eldgos hefst og það kemur upp utan byggðarinnar verður staðan metin á ný, hvort hægt verði að framkvæma slíka verðmætabjörgun.“

Frá því að Grindavík var rýmd á föstudag með afar skömmum fyrirvara hefur meginþorra íbúa verið meinað að fara heim til sín til að sækja nauðsynjar eða bjarga verðmætum af öryggisástæðum. Fyrir liggur að margir yfirgáfu heimili sín með lítinn farangur og því er fólki farið að vanta ýmislegt. Reynt hefur verið að mæta þeim þörfum með frjálsum framlögum, meðal annars í gegnum Rauða krossinn eða á Facebook-síðunni „Aðstoð við Grindvíkinga“. 

Fyrirtæki vilja líka fá að fara inn

Einu íbúarnir sem hafa fengið að fara heim til sín í nokkrar mínútur eru þeir sem búa í Þorkötlustaðarhverfi, en það er lítið brot af íbúum bæjarins enda hverfið í útjaðri byggðarinnar. 

Stór fyrirtæki á svæðinu hafa líka verið að kanna hvort þau geti bjargað ýmsum verðmætum, en Grindavík er einn stærsti útgerðarstaður landsins. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að útgerðin Þorbjörn hafi til að mynda leitast eftir því að fá að sækja afurðir sem eru í kæligeymslum og eigi að fara í sölu á erlendum mörkuðum. Stærsta útgerðin á svæðinu er svo Vísir, sem Síldarvinnslan keypti í fyrra fyrir á fjórða tug milljarða króna. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár