Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Dýrin ekki sótt í bráð – „Fólk er orðið örvæntingarfullt“

Von­ir stóðu til að í fyrra­mál­ið yrði hægt að hefja björg­un dýra sem urðu eft­ir í Grinda­vík þeg­ar bær­inn var rýmd­ur. Eft­ir að hættumat var upp­fært í kvöld er hins veg­ar orð­ið ljóst að af því verð­ur ekki „að svo stöddu“.

Dýrin ekki sótt í bráð – „Fólk er orðið örvæntingarfullt“
Rýmingin Líklega tókst Grindvíkingum að fara með alla hunda bæjarins þaðan í gærkvöldi. Margir gátu tekið kisurnar sínar en tugir katta eru þó enn í bænum. Ungi maðurinn á myndinni, hann Óskar, var búinn að koma hænunum sínum fyrir í hundabúri í gær til að flytja þær í öruggt skjól. Mynd: Golli

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að ekki sé unnt að svo stöddu að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði við Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Svæðið er sem stendur lokað öllum mannaferðum, þar til annað verður ákveðið, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Þar kemur fram að viðbragðsaðilar séu hins vegar í viðbragðsstöðu og reiðubúnir til að ráðast í slíka aðgerð „um leið ef aðstæður breytast og tækifæri gefst til“.

Þetta er áfall fyrir marga, allt fólkið sem varð að skilja ketti, hamstra, kanínur, páfagauka, hænur, dúfur, hesta og kindur og eflaust fleiri dýr eftir er rýma þurfti Grindavík á skömmum tíma í gærkvöldi. „Neyðin er mikil hjá öllum gæludýraeigendum og fólk er orðið örvæntingarfullt,“ segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, um þessar fregnir nú í kvöld.

„Við vorum hins vegar að fá staðfestingu á því að við erum hluti af viðbragðshóp við björgun dýra, þegar að því kemur og ef að því kemur,“ segir hún. Dýrfinna og fjöldi annarra dýraverndunarsamtaka hafa tekið höndum saman um að skrá niður öll þau dýr sem eru enn á hættusvæðinu og hafa ennfremur sett saman leitarhóp, fólk með reynslu og þekkingu á því að fanga dýr, sem þau hafa boðið fram til aðstoðar.

„Við megum auðvitað ekki fara á svæðið núna,“ segir Sandra. „En þegar kallið berst þá erum við komin með mjög góðan hóp af reyndu fólki í björgun dýra með okkur í lið.“

Tugir katta urðu eftir í Grindavík er eigendur þeirra yfirgáfu bæinn í gær líkt og Heimildin greindi frá í dag. Kettir fara sínar eigin leiðir og margir þeirra því utandyra er rýmingin var ákveðin með stuttum fyrirvara.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár