Íslenskur karlmaður óskar eftir því að komast í samband við einstæða móður með barn á flótta undan náttúruhamförum við Grindavík. Í Facebook-hópnum Aðstoð við Grindvíkinga rignir nú inn skilaboðum frá fólki sem býður fólki á hrakhólum aðstoð, með einum eða öðrum hætti.
Ein færslan sker sig hins vegar úr, en þar segir íslenskur karlmaður að einstæð móðir með barn geti haft samband við sig. Færslan fékk vægast sagt slæm viðbrögð annarra meðlima hópsins, sem hvöttu ráðalausa einstaklinga til að hafa frekar samband við Rauða kross Íslands til að fá aðstoð við að finna húsnæði.
Á meðal þess sem fólk gerði athugasemd við var að maðurinn vildi bara bjóða konu í vanda aðstoð, en ekki karlmanni. Einstæðum föður til dæmis. „Einstæður faðir kemur þá ekki til greina og af hverju?“ spurði ein. Fleiri spurningar kviknuðu: „Af hverju bara einstæð?“ spurði önnur.

Athugasemdir