Sjókvíaeldisfyrirtækið Arctic Fish segir að fyrirtækið hafi „fiskivelferð í fyrirrúmi“ í svari sínu við fréttaflutningi Heimildarinnar um lúsafaraldurinn og laxaförgunina hjá fyrirtækinu í Tálknafirði síðustu vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu á Facebook.
Þar segir meðal annars: „Við tökum þessari stöðu mjög alvarlega enda er fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur. Ýmsar ástæður er fyrir því að þessi staða er komin upp og fara þarf vel í gegn um hvað má betur fara í þeim efnum. Fiskur sem tekinn er út fer til fóðurgerðar.“ Um og yfir milljón eldislaxar hafa drepist eða þeim hefur verið fargað hjá Arctic Fish og Arnarlaxi.
Heimildin fjallaði um laxaförgunina hjá fyrirtækinu í gær en hún er án hliðstæðu í íslensku laxeldi. Karl Steinar Óskarsson hjá MAST sagði einfaldlega að enginn hefði séð svona ástand áður í íslensku sjókvíaeldi. Um er að ræða fyrsta skiptið sem slíkur lúsafaraldur kemur upp í íslensku laxeldi.
„Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“
Mowi vonar að standardinn hjá Arctic Fish hækki
Umfjöllunin um laxadauðann og -förgunina hjá Arctic Fish hefur vakið talsverða athygli, bæði á Íslandi og í Noregi. Ástæðan er meðal annars sú að Arctic Fish er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Mowi sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.
Norska stórblaðið Dagens Næringsliv fjallaði til dæmis um málið strax í gær og leitaði viðbragða hjá Mowi. Upplýsingafulltrúi Mowi, Ola Helge Hjetland, sagði þá við blaðið að því miður hefði komið upp „alvarlegur atburður“ hjá Arctic Fish. Orðrétt sagði Ola: „Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“
Í blaðinu kom fram að Mowi ynni að því að starfsemi Arctic Fish næði sama standardi og rekstur Mowi á öðrum stöðum þar sem félagið stundar sjókvíaeldi.
Mowi bendir á stjórnvöld á Íslandi
Þá sagði upplýsingafulltrúinn einnig að hluti ástæðunnar fyrir lúsafaraldrinum og laxadauðanum væri að finna hjá stjórnvöldum á Íslandi sem ekki hefðu sett nægilega góðar reglur svo eldisfyrirtækin geti brugðist við laxalús þegar hún kemur upp. „Auk þess eru reglurnar því miður þannig á Íslandi að sjókvíaeldisfyrirtækin geta ekki brugðist hratt og örugglega við bráðum vanda vegna laxalúsar. [...] Í framtíðinni þurfa opinberar stofnandir og laxeldisfyrirtækin að vinna saman til að búa til regluverk um viðbrögð við laxalúsavandamálum sem virkar,“ segir í svarinu sem Dagens Næringsliv birtir.
sögu það eru alltaf mistök s.s. suður america, norður america o.sv.f.þetta er
ekkert nytt það þarf engan norskan serfræðing til að sja þetta allt til i opinberum gögnum
viða um heim.
Hver rannsakar foðrið sem er buið til ur þessum milljonum laxa SEM ERU SYKTIR OG MIKIÐ AF EITUREFNUM ER BUIÐ AÐ STRA YFIR I GEGNUM ARIN?
Hver borgar tjonið sem þetta eldi hefur a natturu ISLANDS.
Eitt er klart að Mowe og fl. tapa engu" null" a þessum hörmungum.
En hvað með velferð og virðingu fyrir náttúrinni ?