Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

Arctic Fish á Ísa­firði seg­ist hafa fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi eft­ir að birt­ar voru mynd­ir af sárug­um eld­islöx­um eft­ir lús í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Tálkna­firði. Norsk­ur eig­andi Arctic Fish seg­ir að hækka þurfi stand­ar­dinn í rekstri Arctic Fish og kenn­ir stjórn­völd­um á Ís­landi að hluta til um tjón­ið vegna laxa­förg­un­ar­inn­ar.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“
Fiskivelferð í fyrirrúmi í svari Arctic Fish segir að fiskivelferð sé í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu. Myndin sýnir sáruga eldislaxa eftir laxalús og bakteríusmit í kví fyrirtækisins í Tálknafirði í lok síðustu viku. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Sjókvíaeldisfyrirtækið Arctic Fish segir að fyrirtækið hafi „fiskivelferð í fyrirrúmi“ í svari sínu við fréttaflutningi Heimildarinnar um lúsafaraldurinn og laxaförgunina hjá fyrirtækinu í Tálknafirði síðustu vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu á Facebook. 

Þar segir meðal annars: „Við tökum þessari stöðu mjög alvarlega enda er fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur. Ýmsar ástæður er fyrir því að þessi staða er komin upp og fara þarf vel í gegn um hvað má betur fara í þeim efnum. Fiskur sem tekinn er út fer til fóðurgerðar.“ Um og yfir milljón eldislaxar hafa drepist eða þeim hefur verið fargað hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. 

Heimildin fjallaði um laxaförgunina hjá fyrirtækinu í gær en hún er án hliðstæðu í íslensku laxeldi. Karl Steinar Óskarsson hjá MAST sagði einfaldlega að enginn hefði séð svona ástand áður í íslensku sjókvíaeldi. Um er að ræða fyrsta skiptið sem slíkur lúsafaraldur kemur upp í íslensku laxeldi. 

„Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“
Svar Mowi við fréttum af laxaförguninni

Mowi vonar að standardinn hjá Arctic Fish hækki

Umfjöllunin um laxadauðann og -förgunina hjá Arctic Fish hefur vakið talsverða athygli, bæði á Íslandi og í Noregi. Ástæðan er meðal annars sú að Arctic Fish er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Mowi sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.

Norska stórblaðið Dagens Næringsliv fjallaði til dæmis um málið strax í gær og leitaði viðbragða hjá Mowi. Upplýsingafulltrúi Mowi, Ola Helge Hjetland, sagði þá við blaðið að því miður hefði komið upp „alvarlegur atburður“ hjá Arctic Fish. Orðrétt sagði Ola: „Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“

Í blaðinu kom fram að Mowi ynni að því að starfsemi Arctic Fish næði sama standardi og rekstur Mowi á öðrum stöðum þar sem félagið stundar sjókvíaeldi. 

Mowi kennir stjórnvöldum umStærsti eigandi Arctic Fish, norski laxeldisrisinn Mowi, kennir kerfinu á Íslandi um lúsafaraldurinn sem geisar hjá Arctic Fish. Stein Ove Tveiten er forstjóri Arctic Fish.

Mowi bendir á stjórnvöld á Íslandi

Þá sagði upplýsingafulltrúinn einnig að hluti ástæðunnar fyrir lúsafaraldrinum og laxadauðanum væri að finna hjá stjórnvöldum á Íslandi sem ekki hefðu sett nægilega góðar reglur svo eldisfyrirtækin geti brugðist við laxalús þegar hún kemur upp. „Auk þess eru reglurnar því miður þannig á Íslandi að sjókvíaeldisfyrirtækin geta ekki brugðist hratt og örugglega við bráðum vanda vegna laxalúsar. [...] Í framtíðinni þurfa opinberar stofnandir og laxeldisfyrirtækin að vinna saman til að búa til regluverk um viðbrögð við laxalúsavandamálum sem virkar,“ segir í svarinu sem Dagens Næringsliv birtir.  

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Það er hræðilegt að sjá laxana á þessum myndum.
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Þetta gengur ekki lengur,það er nokkurn veginn sama hvar Mowi kemur við
    sögu það eru alltaf mistök s.s. suður america, norður america o.sv.f.þetta er
    ekkert nytt það þarf engan norskan serfræðing til að sja þetta allt til i opinberum gögnum
    viða um heim.
    Hver rannsakar foðrið sem er buið til ur þessum milljonum laxa SEM ERU SYKTIR OG MIKIÐ AF EITUREFNUM ER BUIÐ AÐ STRA YFIR I GEGNUM ARIN?
    Hver borgar tjonið sem þetta eldi hefur a natturu ISLANDS.

    Eitt er klart að Mowe og fl. tapa engu" null" a þessum hörmungum.
    4
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

    En hvað með velferð og virðingu fyrir náttúrinni ?
    4
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Islensk stjórnvöld...Þessi er lúsugur í heilanum. Ætla að reyna að gera betur? Reyna?
    3
  • Ásta Jensen skrifaði
    Hvers konar dýraníð er það að vera með fiskeldi?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár