Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

Arctic Fish á Ísa­firði seg­ist hafa fiski­vel­ferð í fyr­ir­rúmi eft­ir að birt­ar voru mynd­ir af sárug­um eld­islöx­um eft­ir lús í sjókví­um fyr­ir­tæk­is­ins í Tálkna­firði. Norsk­ur eig­andi Arctic Fish seg­ir að hækka þurfi stand­ar­dinn í rekstri Arctic Fish og kenn­ir stjórn­völd­um á Ís­landi að hluta til um tjón­ið vegna laxa­förg­un­ar­inn­ar.

Arctic Fish um laxaförgun í Tálknafirði: „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“
Fiskivelferð í fyrirrúmi í svari Arctic Fish segir að fiskivelferð sé í fyrirrúmi hjá fyrirtækinu. Myndin sýnir sáruga eldislaxa eftir laxalús og bakteríusmit í kví fyrirtækisins í Tálknafirði í lok síðustu viku. Mynd: Veiga Grétarsdóttir

Sjókvíaeldisfyrirtækið Arctic Fish segir að fyrirtækið hafi „fiskivelferð í fyrirrúmi“ í svari sínu við fréttaflutningi Heimildarinnar um lúsafaraldurinn og laxaförgunina hjá fyrirtækinu í Tálknafirði síðustu vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu á Facebook. 

Þar segir meðal annars: „Við tökum þessari stöðu mjög alvarlega enda er fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur. Ýmsar ástæður er fyrir því að þessi staða er komin upp og fara þarf vel í gegn um hvað má betur fara í þeim efnum. Fiskur sem tekinn er út fer til fóðurgerðar.“ Um og yfir milljón eldislaxar hafa drepist eða þeim hefur verið fargað hjá Arctic Fish og Arnarlaxi. 

Heimildin fjallaði um laxaförgunina hjá fyrirtækinu í gær en hún er án hliðstæðu í íslensku laxeldi. Karl Steinar Óskarsson hjá MAST sagði einfaldlega að enginn hefði séð svona ástand áður í íslensku sjókvíaeldi. Um er að ræða fyrsta skiptið sem slíkur lúsafaraldur kemur upp í íslensku laxeldi. 

„Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“
Svar Mowi við fréttum af laxaförguninni

Mowi vonar að standardinn hjá Arctic Fish hækki

Umfjöllunin um laxadauðann og -förgunina hjá Arctic Fish hefur vakið talsverða athygli, bæði á Íslandi og í Noregi. Ástæðan er meðal annars sú að Arctic Fish er í meirihlutaeigu norska laxeldisfyrirtækisins Mowi sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.

Norska stórblaðið Dagens Næringsliv fjallaði til dæmis um málið strax í gær og leitaði viðbragða hjá Mowi. Upplýsingafulltrúi Mowi, Ola Helge Hjetland, sagði þá við blaðið að því miður hefði komið upp „alvarlegur atburður“ hjá Arctic Fish. Orðrétt sagði Ola: „Slíkir atburðir geta komið upp í allri matarframleiðslu á dýrum, en það sem við sjáum hér er mjög gagnrýnivert og óásættanlegt.“

Í blaðinu kom fram að Mowi ynni að því að starfsemi Arctic Fish næði sama standardi og rekstur Mowi á öðrum stöðum þar sem félagið stundar sjókvíaeldi. 

Mowi kennir stjórnvöldum umStærsti eigandi Arctic Fish, norski laxeldisrisinn Mowi, kennir kerfinu á Íslandi um lúsafaraldurinn sem geisar hjá Arctic Fish. Stein Ove Tveiten er forstjóri Arctic Fish.

Mowi bendir á stjórnvöld á Íslandi

Þá sagði upplýsingafulltrúinn einnig að hluti ástæðunnar fyrir lúsafaraldrinum og laxadauðanum væri að finna hjá stjórnvöldum á Íslandi sem ekki hefðu sett nægilega góðar reglur svo eldisfyrirtækin geti brugðist við laxalús þegar hún kemur upp. „Auk þess eru reglurnar því miður þannig á Íslandi að sjókvíaeldisfyrirtækin geta ekki brugðist hratt og örugglega við bráðum vanda vegna laxalúsar. [...] Í framtíðinni þurfa opinberar stofnandir og laxeldisfyrirtækin að vinna saman til að búa til regluverk um viðbrögð við laxalúsavandamálum sem virkar,“ segir í svarinu sem Dagens Næringsliv birtir.  

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • FSK
  Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
  Það er hræðilegt að sjá laxana á þessum myndum.
  0
 • MGÁ
  Marteinn Gísli Árnason skrifaði
  Þetta gengur ekki lengur,það er nokkurn veginn sama hvar Mowi kemur við
  sögu það eru alltaf mistök s.s. suður america, norður america o.sv.f.þetta er
  ekkert nytt það þarf engan norskan serfræðing til að sja þetta allt til i opinberum gögnum
  viða um heim.
  Hver rannsakar foðrið sem er buið til ur þessum milljonum laxa SEM ERU SYKTIR OG MIKIÐ AF EITUREFNUM ER BUIÐ AÐ STRA YFIR I GEGNUM ARIN?
  Hver borgar tjonið sem þetta eldi hefur a natturu ISLANDS.

  Eitt er klart að Mowe og fl. tapa engu" null" a þessum hörmungum.
  4
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  „Fiskivelferð í fyrirrúmi hjá okkur“

  En hvað með velferð og virðingu fyrir náttúrinni ?
  4
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Islensk stjórnvöld...Þessi er lúsugur í heilanum. Ætla að reyna að gera betur? Reyna?
  3
 • Ásta Jensen skrifaði
  Hvers konar dýraníð er það að vera með fiskeldi?
  6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Svört skýrsla MAST um faraldur laxalúsar: Gagnrýna laxeldisfyrirtækin
FréttirLaxeldi

Svört skýrsla MAST um far­ald­ur laxal­ús­ar: Gagn­rýna lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in

Mat­væla­stofn­un hef­ur gef­ið út gagn­rýna skýrslu um laxal­úsafar­ald­ur hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um Arn­ar­lax og Arctic Fish í Tálkna­firði nú í haust. Stofn­un­in gagn­rýn­ir fyr­ir­tæk­in fyr­ir að hafa ekki ver­ið nægi­lega við­bú­in fyr­ir far­ald­ur­inn. Stofn­un­in vill að lög verði sett til að koma í veg fyr­ir að sam­bæri­leg­ur far­ald­ur end­ur­taki sig.
Forstjóri eiganda Arctic Fish segir að „skynsemin muni sigra“ á Íslandi
FréttirLaxeldi

For­stjóri eig­anda Arctic Fish seg­ir að „skyn­sem­in muni sigra“ á Ís­landi

Iv­an Vind­heim, for­stjóri norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Mowi, sem er eig­andi Arctic Fish á Ís­landi, hef­ur ekki áhyggj­ur af því að lax­eldi í sjókví­um muni líða und­ir lok á Ís­landi. Þetta sagði for­stjór­inn á blaða­manna­fundi í gær þar sem hann gagn­rýndi með­al ann­ars nýja mynd út­vistar­fyr­ir­tæk­is­ins Patagonia um lax­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár