„Ég hef grínast með að umræðan um hverja við ættum að styrkja tók bara eina setningu. Það var alltaf 100% að við vildum styrkja Trans Ísland,“ segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, formaður Bangsafélagsins, félagsskapar hinsegin karlmanna sem gjarnan eru stórir og loðnir. Á aðalfundi félagsins á dögunum var ákveðið að styrkja félagið Trans Ísland um 250 þúsund krónur, eða ágóðann af hátíðinni Reykjavík Bear sem haldin var í haust.
Bangsafélagið var stofnað árið 2019 og þá lá alltaf fyrir að ef ágóði yrði af hátíðinni, sem áður hét Bears on Ice, þá myndi hann renna til góðs málefnis. Bears on Ice styrktu til að mynda Samtökin 78 og HIV samtökin. Í ár var síðan fyrsta skiptið þar sem Reykjavík Bear skilaði hagnaði og Bangsafélagið því að veita styrk í fyrsta sinn.
Standa þétt saman
Mikil umræða hefur verið …
Athugasemdir