Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
Mars Á einni viku hefur Mars fundið öryggistilfinninguna minnka og minnka. Bakslagið er skollið á af fullum þunga. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þrátt fyrir að Mars M. Proppé búi á því landi sem talið er hvað öruggast fyrir trans fólk er hán hrætt. Hrætt við að mæta enn eina ferðina óviðeigandi spurningum um líkama sinn, þurfa aftur og aftur að svara fyrir tilvist sína, eða jafnvel verða fyrir líkamsmeiðingum. Óttinn er nýtilkominn og sprottinn úr þeirri andúð sem magnast hefur gegn hinsegin fólki á síðastliðinni viku, eftir að miklar umræður fóru af stað um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólum landsins. Fræðsluefni sem er ótengt en hefur verið blandað saman í umræðunni.

Andúð gegn hinsegin fólki hefur jafnframt færst í auknum mæli af internetinu og yfir í raunheim, eins og aukinn fjöldi tilkynninga til Samtakanna '78 um líkamsmeiðingar og hatursorðræðu í kringum Hinsegin daga gefa til kynna, sem og heimsókn Samtakanna 22 – sem hafa m.a. gagnrýnt fræðslu fyrir grunnskólanemendur um trans börn – í Langholtsskóla í síðustu viku. Fulltrúar Samtakanna 22 …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Ef börnum verður ekki breytt með ofbeldi, verður þeim ekki breytt með fræðslu
GreiningHinsegin bakslagið

Ef börn­um verð­ur ekki breytt með of­beldi, verð­ur þeim ekki breytt með fræðslu

Sér­fræð­ing­ar í hinseg­in fræð­um kryfja at­burði síð­ast­lið­inna daga og að­drag­and­ann að því, sem hef­ur átt sér stað bæði hér heima og er­lend­is. Þetta eru þær Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir pró­fess­or, Arna Magnea kenn­ari, Birta Ósk Hönnu­dótt­ir meist­ara­nemi og Jessica Lynn, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um trans fólks. Þær segja íhaldsöfl standa frammi fyr­ir vanda og þá þurfi að leita að blóra­böggl­um.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Af hverju má fólk ekki vera það sem það er? Einkamál hvers einstaklings á ekki að koma neinum við
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Man líka eftir því að það þótti mikil hneisa þetta orð samkyn hneigð eða kynvillaeins og það var líka kallað fyrir hálfri öld var mikið notað til að eyðileggja allt sem hægt var fyrir fólki á öllumaldri með því að klessa svoleiðis upp á þau og virkaði mjög vel fyrir hina án þess að getað röndvið reist sko þau sem logið var upp á allt er hægt að misnota alveg sama hvað amma mín
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár