Duft
Stórskemmtileg bók. Djúp, fyndin og hræðileg. Allt þetta og meira til.
Verónika er dóttir Hákons og Halldóru, líkamsræktarfrömuða sem eiga allt sem hugurinn girnist. Þau búa þrjú í 400 fermetra húsi sem í sögunni er ýmist líkt við geimstöð, glerhöll eða eyðimörk. Það gengur mikið á á heimilinu, öskur, rifrildi, framhjáhöld og drykkja – en líka eru þar miklir kærleikar og samheldni. Verónika og foreldrarnir eru afar náin og kalla sig Skytturnar þrjár.
Sagan hefst árið 1987 og skiptist í tvo hluta. Sá fyrri segir af æskuárum Veróniku, frá því að hún er fjögurra ára og fram á unglingsár og seinni hlutinn hefst þegar hún er að nálgast fertugt.
Verónika er nánast alin upp í Stöðinni, líkamsræktarstöð foreldranna, sem er sú stærsta og flottasta á landinu. Þau eru forréttindafólk. Hákon er sonur heildsala og fjölskylda hans „var múruð. Molduð. Þau skitu peningum.“ (bls. 38) Móðurfólkið var hins vegar „fátækt skítapakk“. (bls. 57)
Þessar einkunnir sem gefnar eru bakgrunni foreldranna eru lýsandi …
Athugasemdir