Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Af skyttum þremur og skítapakki

Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir býr yf­ir sjald­gæfri gáfu. Hún er góð­ur stílisti og hug­mynda­flug henn­ar er ein­stakt. Í texta Dufts er alltaf eitt­hvað sem kem­ur á óvart. Eitt­hvað ögr­andi, óham­ið, gróteskt, aga­legt.

Af skyttum þremur og skítapakki
Bergþóra Snæbjörnsdóttir Fyrsta skáldsaga Bergþóru, Svínshöfuð, sem kom út árið 2017, hreppti Fjöruverðlaunin, ásamt því að vera valin besta skáldsaga ársins af bóksölum.
Bók

Duft

Söfnuður fallega fólksins
Höfundur Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
345 blaðsíður
Niðurstaða:

Stórskemmtileg bók. Djúp, fyndin og hræðileg. Allt þetta og meira til.

Gefðu umsögn

Verónika er dóttir Hákons og Halldóru, líkamsræktarfrömuða sem eiga allt sem hugurinn girnist. Þau búa þrjú í 400 fermetra húsi sem í sögunni er ýmist líkt við geimstöð, glerhöll eða eyðimörk. Það gengur mikið á á heimilinu, öskur, rifrildi, framhjáhöld og drykkja – en líka eru þar miklir kærleikar og samheldni. Verónika og foreldrarnir eru afar náin og kalla sig Skytturnar þrjár.

Sagan hefst árið 1987 og skiptist í tvo hluta. Sá fyrri segir af æskuárum Veróniku, frá því að hún er fjögurra ára og fram á unglingsár og seinni hlutinn hefst þegar hún er að nálgast fertugt.

Verónika er nánast alin upp í Stöðinni, líkamsræktarstöð foreldranna, sem er sú stærsta og flottasta á landinu. Þau eru forréttindafólk. Hákon er sonur heildsala og fjölskylda hans „var múruð. Molduð. Þau skitu peningum.“ (bls. 38) Móðurfólkið var hins vegar „fátækt skítapakk“. (bls. 57)

Þessar einkunnir sem gefnar eru bakgrunni foreldranna eru lýsandi …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár