Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristnir, múslimar og gyðingar sameinuðust í friði á Bessastöðum

Full­trú­ar 18 trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þáðu boð for­seta Ís­lands á Bessastaði á dög­un­um þar sem rætt var mik­il­vægi þess að tala fyr­ir friði og sam­lyndi milli ólíkra hópa. Séra Jakob Rol­land seg­ir Ís­land í sér­stöðu þeg­ar kem­ur að ör­yggi borg­ar­anna og sam­vinnu trú­ar­bragða.

Kristnir, múslimar og gyðingar sameinuðust í friði á Bessastöðum
Friður og umburðarlyndi, þvert á ólíka trúarhópa, var til umræðu á fundinum sem forsetinn boðaði til á Bessastöðu fyrir helgi. Mynd: forseti.is

„Forsetinn hafði samband við okkur því hann er meðvitaður um þær hættur sem steðja að vegna blóðugra átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, líka í Úkraínu og reyndar á fleiri stöðum í heiminum. Hann vildi ræða við okkur um mikilvægi þess að trúfélög leggi sitt af mörkum til að reyna að stilla til friðar, forðast átök og að hér á landi skuli áfram ríkja andrúmsloft samlyndis og umburðarlyndis,“ segir séra Jakob Rolland hjá kaþólsku kirkjunni en hann er talsmaður Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði fulltrúa samráðsvettvangsins á fund sinn á Bessastöðum fyrir helgi.

Fulltrúar 18 trúar- og lífsskoðunarhópa komu saman á Bessastöðu til að ræða um frið.

„Ég vildi hvetja fulltrúa trú- og lífsskoðunarfélaga til að leggja áherslu á það í öllum sínum boðskap að tala máli mannúðar og mildi, víðsýni og umburðarlyndis. Hér á landi eiga allir að geta iðkað sína trú …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    zæónistinn sem boðar til fundar er vandamálið . . . hinir hafa búið saman um allan heim án vandræða . . .
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár