„Forsetinn hafði samband við okkur því hann er meðvitaður um þær hættur sem steðja að vegna blóðugra átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, líka í Úkraínu og reyndar á fleiri stöðum í heiminum. Hann vildi ræða við okkur um mikilvægi þess að trúfélög leggi sitt af mörkum til að reyna að stilla til friðar, forðast átök og að hér á landi skuli áfram ríkja andrúmsloft samlyndis og umburðarlyndis,“ segir séra Jakob Rolland hjá kaþólsku kirkjunni en hann er talsmaður Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði fulltrúa samráðsvettvangsins á fund sinn á Bessastöðum fyrir helgi.
„Ég vildi hvetja fulltrúa trú- og lífsskoðunarfélaga til að leggja áherslu á það í öllum sínum boðskap að tala máli mannúðar og mildi, víðsýni og umburðarlyndis. Hér á landi eiga allir að geta iðkað sína trú …
Athugasemdir (1)