„Stelpur, horfið ögn til baka á allt sem hefur konur þjakað, stelpur, horfið bálreiðar um öxl,“ söng Una Torfadóttir frammi fyrir hátt í 100.000 konum, kvár og körlum á Arnarhóli á þriðjudag. Mannfjöldinn tók undir með henni og varð þarna sennilega til einn stærsti fjöldasöngur Íslandssögunnar.
„Ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að skæla,“ segir Una í samtali við Heimildina. „Það var ótrúlegur kraftur í fjöldanum og ótrúlegt að heyra þennan stóra hóp syngja með.“
Hún var ekki lengi að samþykkja að taka að sér að flytja lagið Áfram stelpur á baráttufundi vegna kvennaverkfalls á Arnarhóli, enda var þetta ekki hennar fyrsta femíníska framkoma.
„Ég var starfandi femínískur aktívisti þegar ég var unglingur. Ég tók þátt í Skrekk með Hagaskóla árið 2015, þar samdi ég femínískt slammljóð sem heitir Elsku stelpur og við unnum þá keppni og það vakti töluverða athygli á sínum tíma,“ segir Una. …
Athugasemdir (1)