„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Á sviði Una söng lagið Áfram stelpur frammi fyrir mannfjöldanum á þriðjudag. Fjöldinn tók undir með henni. Mynd: Golli

„Stelpur, horfið ögn til baka á allt sem hefur konur þjakað, stelpur, horfið bálreiðar um öxl,“ söng Una Torfadóttir frammi fyrir hátt í 100.000 konum, kvár og körlum á Arnarhóli á þriðjudag. Mannfjöldinn tók undir með henni og varð þarna sennilega til einn stærsti fjöldasöngur Íslandssögunnar. 

„Ég þurfti að hafa mig alla við að fara ekki að skæla,“ segir Una í samtali við Heimildina. „Það var ótrúlegur kraftur í fjöldanum og ótrúlegt að heyra þennan stóra hóp syngja með.“

Hún var ekki lengi að samþykkja að taka að sér að flytja lagið Áfram stelpur á baráttufundi vegna kvennaverkfalls á Arnarhóli, enda var þetta ekki hennar fyrsta femíníska framkoma. 

„Ég var starfandi femínískur aktívisti þegar ég var unglingur. Ég tók þátt í Skrekk með Hagaskóla árið 2015, þar samdi ég femínískt slammljóð sem heitir Elsku stelpur og við unnum þá keppni og það vakti töluverða athygli á sínum tíma,“ segir Una. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Flutningur Unu á ÁFRAM STELPUR á Arnarhóli í kvennaverkfallinu var algjör þrusa. Líka fyrir mig sem sat heima í stofu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár