Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Tíu af stærstu útgerðarfélögunum fjárfesta beint eða óbeint í laxeldi

Fyr­ir fimm ár­um síð­an höfðu eng­ar stór­ar út­gerð­ir á Ís­landi fjár­fest í lax­eldi í sjókví­um. Nú hef­ur þessi staða ger­breyst og hafa nú tíu af tutt­ugu stærstu út­gerð­um lands­ins fjár­fest beint eða óbeint í eld­inu. Sam­tím­is hef­ur kom­ið upp vax­andi óánægja með­al ein­hverra út­gerð­ar­manna að sjókvía­eld­ið til­heyri sömu hags­muna­sam­tök­um og út­gerð­ar­fé­lög­in, SFS.

Tíu af stærstu útgerðarfélögunum fjárfesta beint eða óbeint í laxeldi
Mesta fjárfestingin í Fiskeldi Austfjarða Þrjú stór útgerðarfélög fjárfesta nú í Fiskeldi Austfjarða. Myndin sýnir laxeldiskvíar í Fáskrúðsfirði. Mynd: Heimildin / Aðalsteinn

Tíu af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins fjárfesta nú, beint eða óbeint í sjóakvíaeldi á eldislaxi. Fimm af útgerðunum fjárfesta beint í sjóakvíaeldinu á meðan aðrar fimm eru óbeinir fjárfestar í gegnum önnur útgerðarfélög sem þær eiga hluti í eða sem eiga þær. Þannig hafa tíu af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins beina eða óbeina hagsmuni af sjóakvíaeldi á Íslandi. 

Þetta er gerbreytt staða frá því fyrir fimm árum síðan þegar engin stór útgerðarfélög höfðu fjárfest í sjóakvíaeldi á eldislaxi. Eina útgerðin sem þá stundaði laxeldi var Samherji en það var og er landeldi en ekki eldi í sjókvíum.

„Það eru auðvitað skiptar skoðanir um það, bara eins og á öllu í lífinu.“
Friðrik Þór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar

Þetta kemur fram í úttekt Heimildarinnar á fjárfestingum stórra útgerðarfélaga í sjóakvíaeldi á Íslandi og þeirri togstreitu sem hefur skapast á milli þeirra útgerða sem eru fylgjandi eldinu og annarra sem telja að best væri að sjókvíaeldisfyrirtækin tilheyri ekki Samtökum fyrirtækja í sjávarúvegi (SFS). 

Þessar mismunandi skoðanir útgerðarmanna á sjókvíaeldinu koma ágætlega fram í máli Friðriks Þórs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sem segir við Heimildina að skoðanirnar á veru sjókvíaeldisfyrirtækjanna séu skiptar en að fyrirtækin hafi verið samþykkt inn í SFS árið 2019.  „Menn samþykktu þetta á sínum tíma og það er bara þannig. Það eru auðvitað skiptar skoðanir um það, bara eins og á öllu í lífinu. Það er mótlæti í þessu.“

Tíu af tuttuguTíu af tuttugu stærstu útgerðum landsins eiga nú beinna og óbeinna hagsmuna að gæta í sjóakvíaeldi við Ísland. Auk þess hafa fimm hagsmuna að gæta í landeldi.

Fimm  fjárfesta beint

Síðasta beina fjárfesting íslenskrar stórútgerðar í sjókvíaeldisfyrirtæki átti sér stað í byrjun október þegar Eskja á Eskifirði ákvað að fara inn í hluthafahópinn hjá Fiskeldi Austfjarða og keypti 1,40 prósenta hlut í félaginu af stofnanda þess, Guðmundi Gíslasyni.

Áður hafði félagið Hólmi ehf., eignarhaldsfélag stærstu hluthafa Eskju þeirra Þorsteins Kristjánssonar og Bjarkar Aðalsteinsdóttur, fjárfest í Fiskeldi Austfjarða.

Fyrir voru útgerðarfélögin Skinney-Þinganes og Ísfélag Vestmannaeyja fjárfestar í Fiskeldi Austfjarða. Þannig eru þrjú stór útgerðarfélög hluthafar í Fiskeldi Austfjarða. 

Síldarvinnslan er svo annar stærsti hluthafi Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt hlutabréf í því af pólskum fjárfesti.

Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal er eigandi laxeldisfyrirtækisins Háafells, sem hefur hafið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars við Vigur.

Raunar er það bara stærsta laxeldisfyrirtækið, Arnarlax, sem er ekki með neina stórútgerð í hluthafahópnum. 

Fimm fjárfesta óbeint

Þar að auki eru önnur fimm útgerðarfélög óbeinir hluthafar í laxeldisfyrirtækjum vegna þess að þau eiga eða eru í eigu útgerða sem eiga í slíkum fyrirtækjum.

Dæmi um þetta eru Jakob Valgeir í Bolungarvík, sem er hluthafi í fiskeldisfyrirtækinu Háafelli, sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar.

Þá er Samherji hluthafi í Síldarvinnslunni, sem fjárfestir í Arctic Fish, sem og Gjögur og Vísir í Grindavík. Loks er Bergur-Huginn í Eyjum í eigu Síldarvinnslunnar. Þannig tengjast fjögur stór útgerðarfélög sjóakvíaeldinu óbeint í gegnum Síldarvinnsluna. 

Heilt yfir eru því tíu af tuttugu stærstu útgerðum Íslands sem fjárfesta beint eða óbeint í sjókvíaeldi og þá einungis tíu sem gera það ekki með beinum eða óbeinum hætti. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár