Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Unglingar ljóstra upp leyndarmálum sínum

Játn­ing­ar um kyn­líf, fjöl­skyldu­vanda og náms­örð­ug­leika verða að dansi og söng í nýju verki sem ung­ling­ar setja á svið í Þjóð­leik­hús­inu. Ásrún Magnús­dótt­ir dans­höf­und­ur seg­ir dans ekki vera ein­ung­is fyr­ir at­vinnu­fólk og út­valda.

Unglingar ljóstra upp leyndarmálum sínum
Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur frumsýndi verkið í Leeds á dögunum, en hún hefur í fjölda ára unnið með unglingum og öðrum hópum áhugafólks sem sjaldan fá tæmifæri til að koma fram á sviðum atvinnumanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég er hræddur um að enginn muni elska mig,“ játar nafnlaus unglingur. Leyndarmál hans og annarra jafnaldra, bæði saklaus og alvarleg og allt þar á milli, leggja grunninn að verkinu Leyndarmál sem sett verður á svið í Þjóðleikhúsinu í nóvember á vegum Reykjavík Dance Festival.

Á fjórða tug íslenskra unglinga munu stíga á svið í sýningunni sem byggir á yfir 1.000 leyndarmálum unglinga sem safnað var hérlendis og í Leeds á Englandi. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur frumsýndi verkið í Leeds á dögunum, en hún hefur í fjölda ára unnið með unglingum og öðrum hópum áhugafólks sem sjaldan fá tækifæri til að koma fram á sviðum atvinnumanna.

„Ég elska þegar ég vinn með unglingum og vinir þeirra koma að horfa,“ segir hún og hlær. „Sum kunna ekki að haga sér í leikhúsi, eru að spjalla eða eru í símanum. En ég dýrka það. Mér finnst alltaf gaman að sjá áreksturinn á áhorfendabekkjunum, …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár