Þeim upplýsingum hefur verið komið til starfsfólks Samherja að ekki verði greidd laun þeirra kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu næstkomandi þriðjudag, þann 24. október.
Í dreifibréfi frá Samherja segir að konur séu hvattar til að leggja niður störf þennan dag til að styðja baráttu fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Þar segir næst:
„Vinnsla hjá Samherja verður með hefðbundnum hætti þennan dag og þær konur sem vilja leggja niður störf eru hvattar til að láta sinn yfirmann vita. Ekki verða greidd laun vegna fjarveru þennan dag. Hafi konur áhuga á að fara á skipulagða dagskrá þennan dag biðjum við þær um að gera það í samráði við sinn yfirmann. Sá tími verður ekki dreginn af launum. Á Akureyri er fundur á Ráðhústorgi kl. 11:00.“
Kvennaverkfallið í ár stendur yfir í sólarhring.
Meirihluti kvenna sem starfa hjá Samherja eru í stéttarfélaginu Einingu-iðju. Það hefur skorað á félagsfólk að leggja …
Meðan Bjarna bandið ræður för, þá mun það svo vera!