„Fullt af fólki hefur haft samband við mig og sagt hvað það sé ömurlegt að svona fordómar séu í þjóðfélaginu,“ segir Ásta María H. Jensen, sem greindi frá því í viðtali við Heimildina í síðustu viku að hundaræktandi sem hún keypti hvolp af hafi mætti heim til hennar og tekið hvolpinn til baka. Uppgefin ástæða var að Ásta væri með alvarlegan geðsjúkdóm og lítill hvolpur væri því ekki öruggur hjá henni. Þá hafi viðkomandi „frétt úti í bæ“ að hún legðist reglulega inn á geðdeild.
Stoppuð úti á götu
Ásta er með geðhvörf með geðrofseinkennum, hún tekur lyf til að halda sjúkdómnum niðri og nýtir sér þjónustu geðheilsuteymis. Níu ár eru síðan hún fór síðast í geðrof og þurfti að leggjast inn á geðdeild.
Fyrir átti Ásta tvo hunda, þau Prins og Röskvu. „Um daginn þegar ég var úti …
Athugasemdir