Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Áttunda heimsálfan er fundin: Zealandía, gerið svo vel

Zealandía eða Te Riu-a-Māui er ekki mjög stór en þó 50 sinn­um stærri en Ís­land. Og þar gæti ým­is­legt hafa gerst.

Áttunda heimsálfan er fundin: Zealandía, gerið svo vel
Zealandía er enn nokkuð nálægt „systur sinni“ Ástralíu en leynist mestöll á 1-2 kílómetra dýpi.

Meginlöndin eða heimsálfurnar eru sjö, það vitum við.

Afríka, Antartíka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka.

Uuu, nei, segja vísindamenn núna. Meginlöndin eru átta. Við erum búnir að finna það áttunda og við höfum meira að segja gefið því nafn.

Við höfum sem sé ákveðið að kalla hina nýju heimsálfu Zealandíu, sögðu þeir. Nema hvað hún fékk líka annað nafn úr tungu Maóría á Nýja Sjálandi: Te Riu-a-Māui.

Það þýðir „fjöll, dalir og sléttur hetjunnar Māui“.

Hún er svo sem ekki mjög stór, Zealandía, hið minnsta af öllum meginlöndunum, en samt rétt tæpar 5 milljónir ferkílómetra.

Það þýðir að Zealandía er um 70 prósent af Ástralíu. Tvö og hálft Grænland þyrfti til að slaga upp í Zealandíu. Heimsálfan eða meginlandið er góðum sjónarmun stærra en Indland (4,5 milljónir ferkílómetra) og mun stærra en Arabíuskagi (3,2 milljónir).

Og Zealandía er 50 sinnum stærri en Ísland.

En hvar er þá þessi heimsálfa, þetta meginland? Ekki er hana að sjá á neinu korti.

Nei, vissulega ekki. Reyndar má sjá um 6 prósent Zealandíu en afgangurinn er okkur hulinn neðansjávar. Því Zealandía er mestöll sokkin í sjó.

Tilvist Zealandíu hefur verið kunn um skeið. Bandarískur jarðvísindamaður að nafni Bruce Luyendyk var sennilega fyrstur til að láta sér detta í hug að Zealandía væri til. Það var árið 1995. Hugmyndum hans var ekki tekið með neinum húrrahrópum en þegar kom fram á þessa öld fóru æ fleiri vísindamenn að rannsaka málið og brátt kom sannleikurinn í ljós.

Áttunda meginlandið er vissulega til.

Og nú á dögunum var svo birt nákvæm rannsókn á því sem nú er vitað um Zealandíu og það reynist þá vera orðið heilmikið.

Og meira að segja búið að teikna kort af þessu týnda meginlandi.

En hvar er Zealandía og hvers vegna er mestallt þetta meginland á hafsbotni?

Gríðarleg eldvirkni var lengi á Zealandíu.

Sú var tíð, segir í bókum, að öll meginlönd Jarðar voru saman í einni kös, Pangeu. Svo tók Pangea að klofna í sundur en hópur meginlanda á suðurhveli hélt lengi hópinn og hefur sá hópur verið kallaður Gondwanaland.

Suður-Ameríka og Afríka og Indland og Ástralía.

Þetta höfum við lengi vitað.

En nú er sem sé komið á daginn að austasti hluti Gondwanalands var hið áður óþekkta meginland Zealandía.

Þetta var langt og fremur mjótt svæði, tengt Ástralíu í norðri en Antartíku í suðri. 

Og þegar Gondwanaland byrjaði að klofna í sundur klofnaði Zealandía smátt og smátt frá systurheimsálfum sínum og tók að sigla ein í hafinu.

Klofningurinn hófst fyrir nærri 150 milljónum ára en var líklega lokið fyrir um 85 milljónum ára.

Þá hafði Zealandía slitnað að fullu frá Ástralíu og Antartíku.

Heilmikið dýralíf var vitaskuld á Zealandíu frá örófi alda en hvernig það þróaðist eftir að þetta litla meginland einangraðist frá öðrum svæðum jarðar, það vitum við ekki. 

Á Antartíku höfðu á sínum tíma búið risaeðlur eins og annars staðar í heiminum en eftir því sem sú heimsálfa færðist sunnar á pólsvæðið og tók að hyljast ís, þá dó allt það líf út og eftir á landi urðu aðeins ófleygir fuglar.

Í Ástralíu þróaðist eftir dauða risaeðlanna dýralíf sem á ekki sinn líka — pokadýrin svonefndu.

Hver veit hvernig dýralíf þróaðist á Zealandíu? Kannski eitthvað alveg sérstakt sem við getum með engu móti gert okkur í hugarlund?

Myndi okkur gruna tilvist pokadýra ef Ástralía hefði sokkið?

Kannski hafa einhverjir ættingjar hinna furðulegu nefdýraþróast til þess að verða vitsmunaverur á Zealandíu?

Vitað er að skömmu eftir að Zealandía var orðin ein í heiminum hófst þar mikil eldvirkni sem sennilega stóð í nokkrar milljónir ára. Þá og síðar teygðist og togaðist á landflæmi Zealandíu svo meginlandið varð óvenju þunnt þar sem það „flaut“ á glóandi innri massa Jarðar.

Það leiddi svo til þess að fyrir um 30 milljónum ára fór Zealandía að síga og seig svo og seig oní sjóinn.

Fyrir um 25 milljónum ára var allt meginlandið horfið niður á eins til tveggja kílómetra dýpi nema hæstu tindar á miklum fjallgarði.

Þá tinda köllum við nú Nýja Sjáland og fyrir utan nokkrar smáeyjar er Nýja Sjáland hið eina sem enn er ofarsjávar af Zealandíu. 

Athugið að þær 50-60 milljónir ára sem Zealandía var ofansjáavar eru nægur tími til að þar hefði getað þróast vitsmunalíf. Það tók frummenn skemmri tima en það suður í Afríku þegar homo sapiens kom að lyktum fram á sjónarsviðið.

Skyldi það hafa gerst í Zealandíu eða Te Riu-a-Māui? Viti borin tegund af einhverjum óþekktum toga komið fram en svo horfið í hafið áður en hún lærði að smíða sér björgunarskip eða koma sér til hæstu fjalla?

Ekki beint líklegt, nei, en hver veit.

Rannsóknir eru rétt að byrja á því sem leynist í sjónum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu