Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áttunda heimsálfan er fundin: Zealandía, gerið svo vel

Zealandía eða Te Riu-a-Māui er ekki mjög stór en þó 50 sinn­um stærri en Ís­land. Og þar gæti ým­is­legt hafa gerst.

Áttunda heimsálfan er fundin: Zealandía, gerið svo vel
Zealandía er enn nokkuð nálægt „systur sinni“ Ástralíu en leynist mestöll á 1-2 kílómetra dýpi.

Meginlöndin eða heimsálfurnar eru sjö, það vitum við.

Afríka, Antartíka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka.

Uuu, nei, segja vísindamenn núna. Meginlöndin eru átta. Við erum búnir að finna það áttunda og við höfum meira að segja gefið því nafn.

Við höfum sem sé ákveðið að kalla hina nýju heimsálfu Zealandíu, sögðu þeir. Nema hvað hún fékk líka annað nafn úr tungu Maóría á Nýja Sjálandi: Te Riu-a-Māui.

Það þýðir „fjöll, dalir og sléttur hetjunnar Māui“.

Hún er svo sem ekki mjög stór, Zealandía, hið minnsta af öllum meginlöndunum, en samt rétt tæpar 5 milljónir ferkílómetra.

Það þýðir að Zealandía er um 70 prósent af Ástralíu. Tvö og hálft Grænland þyrfti til að slaga upp í Zealandíu. Heimsálfan eða meginlandið er góðum sjónarmun stærra en Indland (4,5 milljónir ferkílómetra) og mun stærra en Arabíuskagi (3,2 milljónir).

Og Zealandía er 50 sinnum stærri en Ísland.

En hvar er þá þessi heimsálfa, þetta meginland? Ekki er hana að sjá á neinu korti.

Nei, vissulega ekki. Reyndar má sjá um 6 prósent Zealandíu en afgangurinn er okkur hulinn neðansjávar. Því Zealandía er mestöll sokkin í sjó.

Tilvist Zealandíu hefur verið kunn um skeið. Bandarískur jarðvísindamaður að nafni Bruce Luyendyk var sennilega fyrstur til að láta sér detta í hug að Zealandía væri til. Það var árið 1995. Hugmyndum hans var ekki tekið með neinum húrrahrópum en þegar kom fram á þessa öld fóru æ fleiri vísindamenn að rannsaka málið og brátt kom sannleikurinn í ljós.

Áttunda meginlandið er vissulega til.

Og nú á dögunum var svo birt nákvæm rannsókn á því sem nú er vitað um Zealandíu og það reynist þá vera orðið heilmikið.

Og meira að segja búið að teikna kort af þessu týnda meginlandi.

En hvar er Zealandía og hvers vegna er mestallt þetta meginland á hafsbotni?

Gríðarleg eldvirkni var lengi á Zealandíu.

Sú var tíð, segir í bókum, að öll meginlönd Jarðar voru saman í einni kös, Pangeu. Svo tók Pangea að klofna í sundur en hópur meginlanda á suðurhveli hélt lengi hópinn og hefur sá hópur verið kallaður Gondwanaland.

Suður-Ameríka og Afríka og Indland og Ástralía.

Þetta höfum við lengi vitað.

En nú er sem sé komið á daginn að austasti hluti Gondwanalands var hið áður óþekkta meginland Zealandía.

Þetta var langt og fremur mjótt svæði, tengt Ástralíu í norðri en Antartíku í suðri. 

Og þegar Gondwanaland byrjaði að klofna í sundur klofnaði Zealandía smátt og smátt frá systurheimsálfum sínum og tók að sigla ein í hafinu.

Klofningurinn hófst fyrir nærri 150 milljónum ára en var líklega lokið fyrir um 85 milljónum ára.

Þá hafði Zealandía slitnað að fullu frá Ástralíu og Antartíku.

Heilmikið dýralíf var vitaskuld á Zealandíu frá örófi alda en hvernig það þróaðist eftir að þetta litla meginland einangraðist frá öðrum svæðum jarðar, það vitum við ekki. 

Á Antartíku höfðu á sínum tíma búið risaeðlur eins og annars staðar í heiminum en eftir því sem sú heimsálfa færðist sunnar á pólsvæðið og tók að hyljast ís, þá dó allt það líf út og eftir á landi urðu aðeins ófleygir fuglar.

Í Ástralíu þróaðist eftir dauða risaeðlanna dýralíf sem á ekki sinn líka — pokadýrin svonefndu.

Hver veit hvernig dýralíf þróaðist á Zealandíu? Kannski eitthvað alveg sérstakt sem við getum með engu móti gert okkur í hugarlund?

Myndi okkur gruna tilvist pokadýra ef Ástralía hefði sokkið?

Kannski hafa einhverjir ættingjar hinna furðulegu nefdýraþróast til þess að verða vitsmunaverur á Zealandíu?

Vitað er að skömmu eftir að Zealandía var orðin ein í heiminum hófst þar mikil eldvirkni sem sennilega stóð í nokkrar milljónir ára. Þá og síðar teygðist og togaðist á landflæmi Zealandíu svo meginlandið varð óvenju þunnt þar sem það „flaut“ á glóandi innri massa Jarðar.

Það leiddi svo til þess að fyrir um 30 milljónum ára fór Zealandía að síga og seig svo og seig oní sjóinn.

Fyrir um 25 milljónum ára var allt meginlandið horfið niður á eins til tveggja kílómetra dýpi nema hæstu tindar á miklum fjallgarði.

Þá tinda köllum við nú Nýja Sjáland og fyrir utan nokkrar smáeyjar er Nýja Sjáland hið eina sem enn er ofarsjávar af Zealandíu. 

Athugið að þær 50-60 milljónir ára sem Zealandía var ofansjáavar eru nægur tími til að þar hefði getað þróast vitsmunalíf. Það tók frummenn skemmri tima en það suður í Afríku þegar homo sapiens kom að lyktum fram á sjónarsviðið.

Skyldi það hafa gerst í Zealandíu eða Te Riu-a-Māui? Viti borin tegund af einhverjum óþekktum toga komið fram en svo horfið í hafið áður en hún lærði að smíða sér björgunarskip eða koma sér til hæstu fjalla?

Ekki beint líklegt, nei, en hver veit.

Rannsóknir eru rétt að byrja á því sem leynist í sjónum.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár