Bragi Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Árborgar, fékk fjárstyrk frá einstaklingi tengdum fasteignafélaginu Sigtúni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Hann hefur ekki viljað segja frá því hvaða einstaklingur þetta var sem styrkti hann.
Sigtún hefur verið til umræðu í fjölmiðlum eftir að Heimildin greindi frá því í september að framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Leó Árnason, hefði boðið sveitarstjórnarmanni Miðflokksins, Tómasi Ellert Tómassyni, fjárhagslegan stuðning í kosningabaráttu flokksins í skiptum fyrir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskipta með hús Landsbankans í bænum. Sigtún er þekktast fyrir að hafa byggt nýja miðbæinn á Selfossi, sem stendur til að stækka enn frekar.
Í kjölfarið á þeirri umfjöllun hóf embætti héraðssaksóknara rannsókn á málinu og boðaði Tómas Ellert og Leó í skýrslutöku vegna málsins í september.
Leó segir aðspurður við Heimildina að hann sé búinn að fara í skýrslutöku: „Já, ég fór í skýrslutöku. Ég fór …
Athugasemdir