„Fyrstu nóttina eftir þetta gat ég ekkert sofið. Ég get ekki vaknað á morgnana án þess að þetta sé í hausnum á mér. Sem betur fer dreymir mig þetta ekki,“ segir Ásta María H. Jensen um áfallið sem hún varð fyrir þann 19. september.
Hún vaknaði þá til að taka á móti konunni sem hún hafði keypt hreinræktaðan hvolp af þremur vikum áður. Ásta hafði verið í miklu sambandi við konuna eftir kaupin, sent henni myndbönd og fréttir af hvolpinum, papillon-hvolpinum Kríu. Einn daginn hafði konan samband og sóttist eftir að koma í heimsókn, sem Ásta sagði sjálfsagt en varaði hana við því að hún hefði verið í lýtaaðgerð og væri því með glóðaraugu á báðum. Konan sagðist koma fyrir hádegi og var mætt klukkan hálf tíu.
„Ég leit hræðilega út. Var ógreidd og með glóðaraugu. Ég sé svo eftir að hafa ekki bara sagt að ég tæki ekki á …
Athugasemdir (1)