Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aðeins 90 af tæplega 5.000 ofbeldismönnum hlutu dóm

Að­eins 10% þeirra sem beittu skjól­stæð­inga Stíga­móta, sem leit­uðu til sam­tak­anna á ár­un­um 2013 til 2021, kyn­ferð­is­legu of­beldi voru kærð­ir til lög­reglu. Enn minni hluti, 90 af 4.968, hlaut dóm fyr­ir of­beld­ið.

Aðeins 90 af tæplega 5.000 ofbeldismönnum hlutu dóm
Druslugangan Mynd frá árlegri göngu þolenda kynferðisofbeldis og aðstandenda þeirra. Mynd: Bára Huld Beck

3.118 brotaþolar sem leituðu til Stígamóta frá árinu 2013 til 2021 höfðu verið beittir ofbeldi af 4.968 ofbeldismönnum. Í mörgum tilvikum var því um fleiri en einn ofbeldismann að ræða. 

Aðeins 522 af þessum mönnum voru kærðir til lögreglu og 145 þeirra voru ákærðir. 90 þessara 145 voru dæmdir fyrir brot sín, þar af fengu 28 skilorðsbundinn dóm og 62 fangelsisdóm. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Stígamóta um ofbeldismenn á íslandi. Ráðstefna um sama efni fór af stað í morgun. 

„Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi verður ekki upprætt fyrr en gerendur hætta að beita ofbeldi,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta í skýrslunni. 

Hún segir að á undanförnum árum hafi verið lögð áhersla á að aðstoða brotaþola ofbeldis. 

„Við erum orðin töluvert flink í því eftir áratuga reynslu. Það er líka gott og gilt en er ekki leiðin til að koma í veg fyrir ofbeldi,“ segir Drífa. 

Mikilvægt að beina kastljósinu að gerendum

Minna er vitað um gerendur en þolendur og telur Drífa tíma til kominn að beina kastljósinu að þeim til þess að skilja hvaða menn um ræðir og hvers vegna þeir beita ofbeldinu.

„Þannig og bara þannig er hægt að sveigja samfélagslegu viðmiðin í þá átt að það sé ekki ásættanlegt að beita ofbeldi; að uppræta kvenfyrirlitningu og nauðgunarmenningu,“ segir Drífa. 

Skýrsla Stígamóta er byggð á svörum frá skjólstæðingum Stígamóta um þá sem hafa beitt ofbeldinu. 

Þar kemur fram að meirihluti ofbeldismannanna hafi verið tengdir þolendunum fjölskyldu- eða vinaböndum. Þá séu flestir gerendurnir íslenskir karlmenn og yfir helmingur ofbeldismannanna var á aldrinum 18 til 39 ára þegar þeir beittu brotaþola kynferðisofbeldi.

Ofbeldismennirnir gerðu gjarnan eitthvað til þess að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldinu sem þeir beittu. 

„Um 43% ofbeldismanna unnu sér inn traust brotaþola og um 32% þeirra byggði upp tilfinningaleg tengsl,“ segir í skýrslu Stígamóta. 

Væri óskandi að ekki þyrfti að halda slíkan viðburð

Guðni Th. Jóhannesson forseti talaði í upphafi ráðstefnunnar í morgun. Hann sagðist kjósa að ekki þyrfti að boða til viðburðar af þessu tagi. „En það væri óskhyggja,“ sagði Guðni. „Því til eru ofbeldismenn.“

En um þessa menn vantar gögn og Stígamót kalla eftir frekari rannsóknum. 

„Skortur á traustum og áreiðanlegum upplýsingum um ofbeldi takmarkar getu okkar til að koma í veg fyrir og draga úr ofbeldi á áhrifaríkan hátt,“ segir í skýrslu Stígamóta. „Það er nauðsynlegt að setja þá sem beita ofbeldi í brennidepil í viðleitni okkar til að koma í veg fyrir og draga úr kynbundnu- og kynferðisofbeldi.“

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár