Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Steypurisinn fær nýja lóð undir verksmiðjuna og íbúar Ölfuss kjósa um hana

Bæj­ar­stjórn Ölfuss læt­ur þýska sements­fyr­ir­tæk­ið Heidel­berg fá nýja lóð und­ir möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Íbúa­kosn­ing verð­ur hald­in með­al íbúa Ölfuss um nýtt deili­skipu­lag með verk­smiðj­unni. Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri sér um að und­ir­rita sam­komu­lag­ið við Heidel­berg fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið.

Steypurisinn fær nýja lóð undir verksmiðjuna og íbúar Ölfuss kjósa um hana

Bæjarstjórnin í sveitarfélaginu Ölfusi lætur þýska sementsfyrirtækið Heidelberg fá aðra lóð í Þorlákshöfn fyrir fyrirhugaða sementsverksmiðju sína. Íbúar í Ölfusi munu fá að kjósa um hvort verksmiðjan verður á endanum byggð eða ekki. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Ölfuss á fimmtudaginn í síðustu viku. 

Verksmiðjan hefur verið umdeild í sveitarfélaginu, meðal annars vegna fyrri fyrirhugaðrar staðsetningar hennar inni í miðjum bænum auk hæðar verksmiðjunnar. Búið er að taka tillit til þessa í nýjum áætlunum og verksmiðjan hefur verið færð að jaðri byggðarinnar auk þess sem mannvirkin hafa verið lækkuð.

Um þetta segir meðal annars í fundagerð bæjarstjórnarinnar: „Bæjarstjórn hefur fjallað um áform félagsins og á fundi hennar 24. nóvember 2022 var fjallað um nauðsynlegar breytingar á áformum og skilyrði fyrir því að þau gætu gengið eftir. Þá hefur verið haldinn fundur með íbúum og áformin rædd, en í framhaldinu hefur verkefnið þróast og áformin breyst á þann veg að …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Elliði, sem er ráðinn bæjarstjóri og þar með ekki pólitískt kjörinn fulltrúi, aðstoðað félag í eigu Heidelberg við að finna verðug málefni sem þýska stórfyrirtækið hefur stutt fjárhagslega í sveitarfélaginu. "

    ,,Bæjarstjórinn hefur ekki viljað sýna Heimildinni gögn um viðskiptin með fasteignirnar og ber fyrir sig að hann sé ekki kjörinn fultrúi og þurfi þar af leiðandi ekki að gera það. Hann hefur þvertekið fyrir að einhverjir hagsmunaárrekstrar felist í aðkomu hans að jarðefnaiðnaði í Ölfusi þrátt fyrir þessi tengsl. "

    Allir vita að Elliði er pólitíkus , og er í sjálfstæðisflokknum , sama hvað ?
    Að vera í sjálfstæðisflokknum er ekki að vera í pólitík ?
    Að vera í sjálfstæðisflokknum er hvað ?

    Spllingin er á svo háu stigi í Þorlákshöfn , og þokan mikil að ekkert sést út ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár