„Ég er nú bara svolítið sjokkeruð og sorgmædd,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um afsögn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, úr ráðherraembætti. „Ég held að þetta sé nú einn af okkar bestu fjármálaráðherrum, örugglega fyrr og síðar, þannig að ég er bara frekar sorgmædd yfir þessu,“ segir hún.
„Ég er bara frekar sorgmædd yfir þessu“
Bjarni sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi í morgun. Það gerði hann eftir að Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að að selja félagi í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði sem fram fór í mars í fyrra.
Þarf að vera ákvörðun Bjarna
Ekkert hefur verið gefið út um framhaldið hjá Bjarna en ýmsar tilgátur hafa verið í umræðunni í dag. Ein þeirra er að Bjarni fari einfaldlega í annað ráðuneyti, nokkuð sem stjórnarandstöðuþingmenn hafa sagt vera frekar ódýrt.
En hvað finnst Bryndísi um þá hugmynd? „Mér finnst það vel koma til greina en þetta verður fyrst og fremst að vera ákvörðun Bjarna Benediktssonar sem hann svo ræðir við okkur og sína samstarfsflokka,“ segir hún.
Bryndís er sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Bjarna að segja af sér og aðspurð segist hún vona að það veiki ekki ríkisstjórnina að formaður eins af stjórnarflokkunum þremur segi af sér ráðherraembætti í kjölfar niðurstöðu um vanhæfi hans í embættisverkum.
Öflugur stjórnmálamaður og öflug forysta
„Nei, það vona ég ekki. Ég held að þessi viðbrögð hjá Bjarna Benediktssyni í dag hafi verið kórrétt þó að manni kunni að finnast það sárt og leiðinlegt, og það sýnir í rauninni bara hversu öflugur stjórnmálamaður Bjarni Benediktsson er. Þannig að ég hef fulla trú á því að ríkisstjórnin haldi áfram störfum með þessa öflugu forystu sem hún hefur í dag.,“ segir Bryndís.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja funduðu fyrr í dag en ekkert hefur verið gefið upp um hvað þar var rætt eða niðurstöðu fundarins.
Því miður axlaði Bjarni enga ábyrgð. Hann kom sér undan ábyrgðinni og afglöp hans eru enn í dagsljósinu enda sagði hann ekki af sér embætti eins og tilhlýðilegt hefði verið í öllum þeim löndum þar sem stjórnmálamenn vita upp á sig skömmina og segja raunverulega af sér embætti. Vonandi sjá fuyrrum kjósendur Sjálfstæðisflokksins að formannsnefnan er ekki í tenglsum við raunveruleikann og kjósi annan flokk sem sýnir af sér meiri ábyrgð en að hafa stólaskipti.
Bófinn er einhver sá alversti fjármálaráðherra sem þjóðin hefur fengið yfir sig, gjörspilltur raðlygari, þjófur, svikari og hefur minna en ekkert vit á fjármálum, það sannar 150 þúsund milljón króna gjaldþrotasaga bófans þar sem almenningur var látinn borga 130 þúsund milljónir fyrir þennan ótýnda glæpahund.