Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Gold­in hlaut í dag Nó­bels­verð­laun­in í hag­fræði fyr­ir rann­sókn­ir á launam­is­rétti kynj­anna. Rann­sókn­ir henn­ar sýna hvernig þró­un­in hef­ur ver­ið í gegn um ald­irn­ar og ástæð­ur þess launa­bils sem enn er við lýði. Gold­in er þriðja kon­an til að hljóta verð­laun­in og sú fyrsta til að hljóta þau ein síns liðs.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Goldin hlaut í dag Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir rannsóknir sínar sem hafa varpað ljósi á kynjamisrétti, sér í lagi þegar kemur að launamismun kynjanna. Rannsóknir hennar sýna hvernig þróunin hefur verið í gegnum aldirnar og ástæður þess launabils sem enn er við lýði.

Goldin er þriðja konan til að hljóta Nóbelsverðlaun í hagfræði en sú fyrsta sem vinnur til þeirra ein og án þess að hafa verið í samstarfi við karla. Hún var árið 1989 fyrst kvenna til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard háskóla. Í viðtali við BBC árið 2018 sagði hún að hagfræðin ætti enn við ímyndarvandamál þegar kemur að konum. 

Bað eiginmanninn um að fara út með hundinn

Starfsmaður á kynningarsíðu Nóbelsverðlaunanna hringdi í Goldin og spurði hvað hefði verið það fyrsta sem hún gerði eftir að hún frétti að hún sjálf væri handhafi verðlaunanna. Goldin sagði: „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég heyrði fréttirnar var að segja manninum mínum frá þessu, en hann hafði augljóslega einhverja hugmynd um hvað var í gangi. Hann brosti og sagði; „Það er frábært. Segðu mér bara hvað ég á að gera.“ Ég sagði honum að fara út með hundinn og búa til te, og að ég þyrfti að búa mig fyrir blaðamannafund, sem ég væri samt ekki hluti af.“ 

Pika þegar hann var tólf ára

Starfsmaðurinn sagðist þá glaður að hundurinn Pika hafi ratað í samtalið þeirra en hann er stór hluti af fjölskyldu Goldin og er sérstök bloggsíða á vef Goldin hjá Harvard tileinkaður daglegu lífi Pika sem er orðinn þrettán ára gamall.

Iðnbyltingin og getnaðarvarnarpillan

„Verðlaunahafinn í hagfræði í ár, Claudia Goldin, lagði fram fyrstu heildarskýrsluna um tekjur kvenna og vinnumarkaðsþátttöku þeirra í gegnum aldirnar,“ segir í tilkyningu frá akademíunni. 

Rannsóknir hennar sýndu að giftar konur fóru að vinna minna eftir iðnbyltinguna í upphafi 19. aldar en atvinnuþátttaka þeirra jókst aftur snemma á 20. öld þegar störfum í þjónustu fjölgaði. Golding útskýrði þetta sem afleiðingu skipulagsbreytinga og þróun félagslegra viðmiða þegar kemur að ábyrgð kvenna á heimili og fjölskyldu. 

Á tuttugustu öldinni jókst menntunarstig kvenna stöðugt og í flestum hátekjulöndum er það nú talsvert hærra en karla. Goldin sýndi fram á að aðgangur að getnaðarvarnarpillunni gegndi mikilvægu hlutverki í að flýta þessari byltingu með því að bjóða upp á ný tækifæri til að skipuleggja starfsferilinn. 

Fæðing fyrsta barns

Sögulega hefur verið talað um að launamunur kynjanna skýrist af því að konur og karlar hafi á unga aldri valið ákveðnar námsleiðir sem síðan leiði til ákveðinna starfa sem eru misvel launuð. Goldin komst hins vegar að því að það launabil sem nú er enn við lýði skýrist að stærstum hluta af áhrifum barneigna. Þannig sé nú mikill munur milli kvenna í sama geira, og kemur hann til við fæðingu fyrsta barns. 

„Það er samfélagslega mikilvægt að við skiljum hlutverk kvenna á vinnumarkaði. Þökk sé tímamótarannsóknum Claudiu Goldin vitum við nú miklu meira um undirliggjandi þætti og hvaða hindrunum við þurfum að bregðast við í framtíðinni,“ sagði Jakob Svensson, formaður hagfræðinefndar Nóbelsverðlaunanna, við afhendingu þeirra. 

Hefur alltaf verið spæjari

Í samtali við starfsmann nobelprize.org segir Goldin að henni finnist hugmyndin um akademískan rannsakanda sem einkaspæjara vera skemmtileg „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara. Fyrir meira en tuttugu árum skrifaði ég verk sem heitir Hagfræðingurinn sem einkaspæjari. Ég hef verið einkaspæjari síðan ég var lítil. Mig langaði fyrir löngu að verða sýklafræðingur og sinna minni rannsóknarvinnu undir smásjá, en í staðinn vinn ég rannsóknarvinnuna í dag með skjölum, miklu magni af gögnum.“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Til hamingju Claudia Goldin. Það er mikil kaldhæðni örlaganna að önnur eins karlrembu samtök skuli velja konu, eina af fáum í fyrsta sinn vegna þess sem hún er og gerir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Sigríður segir orð Áslaugar til marks um skriffinnskublæti
6
Fréttir

Sig­ríð­ur seg­ir orð Áslaug­ar til marks um skriffinnsku­blæti

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, gagn­rýn­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, for­manns­efni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyr­ir að segja Flokk fólks­ins ekki vera stjórn­mála­flokk. „Að halda því fram að flokk­ur sem sit­ur á Al­þingi sé ekki „stjórn­mála­flokk­ur“ af því að eyðu­blaði hef­ur ekki ver­ið skil­að til rík­is­ins lýs­ir miklu blæti til skriffinnsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár