Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Gold­in hlaut í dag Nó­bels­verð­laun­in í hag­fræði fyr­ir rann­sókn­ir á launam­is­rétti kynj­anna. Rann­sókn­ir henn­ar sýna hvernig þró­un­in hef­ur ver­ið í gegn um ald­irn­ar og ástæð­ur þess launa­bils sem enn er við lýði. Gold­in er þriðja kon­an til að hljóta verð­laun­in og sú fyrsta til að hljóta þau ein síns liðs.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Goldin hlaut í dag Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir rannsóknir sínar sem hafa varpað ljósi á kynjamisrétti, sér í lagi þegar kemur að launamismun kynjanna. Rannsóknir hennar sýna hvernig þróunin hefur verið í gegnum aldirnar og ástæður þess launabils sem enn er við lýði.

Goldin er þriðja konan til að hljóta Nóbelsverðlaun í hagfræði en sú fyrsta sem vinnur til þeirra ein og án þess að hafa verið í samstarfi við karla. Hún var árið 1989 fyrst kvenna til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard háskóla. Í viðtali við BBC árið 2018 sagði hún að hagfræðin ætti enn við ímyndarvandamál þegar kemur að konum. 

Bað eiginmanninn um að fara út með hundinn

Starfsmaður á kynningarsíðu Nóbelsverðlaunanna hringdi í Goldin og spurði hvað hefði verið það fyrsta sem hún gerði eftir að hún frétti að hún sjálf væri handhafi verðlaunanna. Goldin sagði: „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég heyrði fréttirnar var að segja manninum mínum frá þessu, en hann hafði augljóslega einhverja hugmynd um hvað var í gangi. Hann brosti og sagði; „Það er frábært. Segðu mér bara hvað ég á að gera.“ Ég sagði honum að fara út með hundinn og búa til te, og að ég þyrfti að búa mig fyrir blaðamannafund, sem ég væri samt ekki hluti af.“ 

Pika þegar hann var tólf ára

Starfsmaðurinn sagðist þá glaður að hundurinn Pika hafi ratað í samtalið þeirra en hann er stór hluti af fjölskyldu Goldin og er sérstök bloggsíða á vef Goldin hjá Harvard tileinkaður daglegu lífi Pika sem er orðinn þrettán ára gamall.

Iðnbyltingin og getnaðarvarnarpillan

„Verðlaunahafinn í hagfræði í ár, Claudia Goldin, lagði fram fyrstu heildarskýrsluna um tekjur kvenna og vinnumarkaðsþátttöku þeirra í gegnum aldirnar,“ segir í tilkyningu frá akademíunni. 

Rannsóknir hennar sýndu að giftar konur fóru að vinna minna eftir iðnbyltinguna í upphafi 19. aldar en atvinnuþátttaka þeirra jókst aftur snemma á 20. öld þegar störfum í þjónustu fjölgaði. Golding útskýrði þetta sem afleiðingu skipulagsbreytinga og þróun félagslegra viðmiða þegar kemur að ábyrgð kvenna á heimili og fjölskyldu. 

Á tuttugustu öldinni jókst menntunarstig kvenna stöðugt og í flestum hátekjulöndum er það nú talsvert hærra en karla. Goldin sýndi fram á að aðgangur að getnaðarvarnarpillunni gegndi mikilvægu hlutverki í að flýta þessari byltingu með því að bjóða upp á ný tækifæri til að skipuleggja starfsferilinn. 

Fæðing fyrsta barns

Sögulega hefur verið talað um að launamunur kynjanna skýrist af því að konur og karlar hafi á unga aldri valið ákveðnar námsleiðir sem síðan leiði til ákveðinna starfa sem eru misvel launuð. Goldin komst hins vegar að því að það launabil sem nú er enn við lýði skýrist að stærstum hluta af áhrifum barneigna. Þannig sé nú mikill munur milli kvenna í sama geira, og kemur hann til við fæðingu fyrsta barns. 

„Það er samfélagslega mikilvægt að við skiljum hlutverk kvenna á vinnumarkaði. Þökk sé tímamótarannsóknum Claudiu Goldin vitum við nú miklu meira um undirliggjandi þætti og hvaða hindrunum við þurfum að bregðast við í framtíðinni,“ sagði Jakob Svensson, formaður hagfræðinefndar Nóbelsverðlaunanna, við afhendingu þeirra. 

Hefur alltaf verið spæjari

Í samtali við starfsmann nobelprize.org segir Goldin að henni finnist hugmyndin um akademískan rannsakanda sem einkaspæjara vera skemmtileg „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara. Fyrir meira en tuttugu árum skrifaði ég verk sem heitir Hagfræðingurinn sem einkaspæjari. Ég hef verið einkaspæjari síðan ég var lítil. Mig langaði fyrir löngu að verða sýklafræðingur og sinna minni rannsóknarvinnu undir smásjá, en í staðinn vinn ég rannsóknarvinnuna í dag með skjölum, miklu magni af gögnum.“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Til hamingju Claudia Goldin. Það er mikil kaldhæðni örlaganna að önnur eins karlrembu samtök skuli velja konu, eina af fáum í fyrsta sinn vegna þess sem hún er og gerir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár