Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RSÍ segir mál Pálmars sýna að atvinnurekendur eigi ekki erindi í stjórnir lífeyrissjóða

Mið­stjórn Raf­iðn­að­ar­sam­bands Ís­lands gagn­rýn­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fyr­ir að­gerð­ar­leysi í máli Pálm­ars Óla Magnús­son­ar, full­trúa SA í stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs. Hann eigi að víkja. Mál­ið sýni að at­vinnu­rek­end­ur eigi ekki að sitja í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða launa­fólks.

RSÍ segir mál Pálmars sýna að atvinnurekendur eigi ekki erindi í stjórnir lífeyrissjóða
Stjórnarformaður Birtu Pálmar Óli Magnússon hefur ekki ljáð máls á því að víkja úr stjórn Birtu lífeyrissjóðs og Samtök Atvinnulífsins, sem skipuðu hann í stjórnina, segjast ekki geta afturkallað umboð hans. Stærsta launaþegahreyfing sjóðsfélaga í Birtu segir aðgerðarleysi SA sýna fram á að atvinnurekendur hafi ekkert erindi í stjórn lífeyrissjóða launafólks. Mynd: Dagar

Miðstjórn Rafiðnaðarsamband Íslands krefst þess að Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, víki þegar úr stjórn sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) í dag, undir fyrirsögninni „Miðstjórn RSÍ krefst viðbragða“. 

„Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu“
Úr ályktun miðstjórnar RSÍ

Pálmar hefur frá árinu 2018 setið í stjórn Birtu, sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, sem tilnefna fulltrúa í sjóðinn ásamt fulltrúum launþegahreyfinga sjóðsfélaga. Félagar í Rafiðnaðarsambandinu er fjölmennasti einstaki hópur launþegahreyfingar sem aðild eiga að sjóðnum.

Eins og Heimildin hefur sagt frá er sú einkennilega staða nú uppi að hvorki atvinnurekendur né launþegar, telja stjórnarformanninum sætt í stjórninni. Samtök atvinnulífsins telja sig hins vegar ekki geta afturkallað umboð hans, og þannig rekið hann úr stjórninni. Telja samtökin að það sé brot á samþykktum sjóðsins.

Í staðinn vísa Samtökin málinu til fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem þau vilja að endurmeti hæfi Pálmars, í ljósi skýrslu Samkeppniseftirlitisns og þáttar hans í samkeppnisbrotum Samskipa.

Fjármálaeftirltið bendir á móti á að nú séu fjögur ár síðan stjórnum lífeyrissjóða var bent á það að skýra þyrfti regluverk sjóðanna svo skýrar heimildir væru fyrir því að afturkalla umboð stjórnarmanna. Það hafi ekki verið gert. Á meðan situr Pálmar sem telur sig í fullum rétti og að skýrsla Samkeppniseftirlitsins hafi engu breytt.

Í dag birti svo miðstjórn RSÍ harorða ályktun þar sem skorað er á Pálmar Óla að víkja sæta úr stjórn sjóðsins sem beðið hafi skaða af stjórnarsetu hans. Þar er ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að halda að sér höndum í málinu, gagnrýnd harðlega og vekja enn og aftur spurningar um hvort heppilegt sé að atvinnurekendur skipi yfirleitt fulltrúa í stjórnir lífeyrissóða launafólks.

Ályktunina fer hér á eftir:

„Miðstjórn RSÍ gerir verulegar athugasemdir við setu Pálmars Óla Magnússonar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, á meðan hann hefur réttarstöðu sakbornings og í ljósi birtingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði. Pálmar Óli var framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa á þeim tíma sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nær til.

Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfélaga og almennings og haft bein áhrif á trúverðugleika og orðspor sjóðsins.

„[N]auðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða“
úr ályktun miðstjórnar RSÍ

Miðstjórn RSÍ skorar á Pálmar Óla Magnússon að stíga til hliðar á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Ástæða þess er sú að miðstjórn sem og fulltrúaráð launafólks hjá Birtu lífeyrissjóði metur svo að Pálmar Óli uppfylli ekki lengur skilyrði greinar 5.3 samþykkta Birtu lífeyrissjóðs um gott orðspor, vegna fyrr greindra atriða.

Miðstjórn RSÍ telur aðgerðaleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart þessu máli verulega gagnrýnivert og vekur upp spurningar um það hvort eðlilegt sé að fulltrúar atvinnurekenda sitji í stjórnum sjóða sem hafa það eitt markmið að tryggja launafólki lífeyri á efri árum. Einsýnt er að nauðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Formaður RSÍ dregur alranga ályktun af þessu máli. Það sýnir einmitt hversu hættulegt væri ef einn hagsmunahópur gæti ráðið öllu í lífeyrissjóðum. Þótt hinn siðlausi sé í þessu tilviki fulltrúi atvinnurekenda gæti það allt eins verið á hinn veginn; fulltrúar launþega eru ekki hafnir yfir að geta verið breyskir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
3
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár