Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

RSÍ segir mál Pálmars sýna að atvinnurekendur eigi ekki erindi í stjórnir lífeyrissjóða

Mið­stjórn Raf­iðn­að­ar­sam­bands Ís­lands gagn­rýn­ir Sam­tök at­vinnu­lífs­ins fyr­ir að­gerð­ar­leysi í máli Pálm­ars Óla Magnús­son­ar, full­trúa SA í stjórn Birtu líf­eyr­is­sjóðs. Hann eigi að víkja. Mál­ið sýni að at­vinnu­rek­end­ur eigi ekki að sitja í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða launa­fólks.

RSÍ segir mál Pálmars sýna að atvinnurekendur eigi ekki erindi í stjórnir lífeyrissjóða
Stjórnarformaður Birtu Pálmar Óli Magnússon hefur ekki ljáð máls á því að víkja úr stjórn Birtu lífeyrissjóðs og Samtök Atvinnulífsins, sem skipuðu hann í stjórnina, segjast ekki geta afturkallað umboð hans. Stærsta launaþegahreyfing sjóðsfélaga í Birtu segir aðgerðarleysi SA sýna fram á að atvinnurekendur hafi ekkert erindi í stjórn lífeyrissjóða launafólks. Mynd: Dagar

Miðstjórn Rafiðnaðarsamband Íslands krefst þess að Pálmar Óli Magnússon, stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs, víki þegar úr stjórn sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) í dag, undir fyrirsögninni „Miðstjórn RSÍ krefst viðbragða“. 

„Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu“
Úr ályktun miðstjórnar RSÍ

Pálmar hefur frá árinu 2018 setið í stjórn Birtu, sem fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, sem tilnefna fulltrúa í sjóðinn ásamt fulltrúum launþegahreyfinga sjóðsfélaga. Félagar í Rafiðnaðarsambandinu er fjölmennasti einstaki hópur launþegahreyfingar sem aðild eiga að sjóðnum.

Eins og Heimildin hefur sagt frá er sú einkennilega staða nú uppi að hvorki atvinnurekendur né launþegar, telja stjórnarformanninum sætt í stjórninni. Samtök atvinnulífsins telja sig hins vegar ekki geta afturkallað umboð hans, og þannig rekið hann úr stjórninni. Telja samtökin að það sé brot á samþykktum sjóðsins.

Í staðinn vísa Samtökin málinu til fjármálaeftirlits Seðlabankans, sem þau vilja að endurmeti hæfi Pálmars, í ljósi skýrslu Samkeppniseftirlitisns og þáttar hans í samkeppnisbrotum Samskipa.

Fjármálaeftirltið bendir á móti á að nú séu fjögur ár síðan stjórnum lífeyrissjóða var bent á það að skýra þyrfti regluverk sjóðanna svo skýrar heimildir væru fyrir því að afturkalla umboð stjórnarmanna. Það hafi ekki verið gert. Á meðan situr Pálmar sem telur sig í fullum rétti og að skýrsla Samkeppniseftirlitsins hafi engu breytt.

Í dag birti svo miðstjórn RSÍ harorða ályktun þar sem skorað er á Pálmar Óla að víkja sæta úr stjórn sjóðsins sem beðið hafi skaða af stjórnarsetu hans. Þar er ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að halda að sér höndum í málinu, gagnrýnd harðlega og vekja enn og aftur spurningar um hvort heppilegt sé að atvinnurekendur skipi yfirleitt fulltrúa í stjórnir lífeyrissóða launafólks.

Ályktunina fer hér á eftir:

„Miðstjórn RSÍ gerir verulegar athugasemdir við setu Pálmars Óla Magnússonar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, á meðan hann hefur réttarstöðu sakbornings og í ljósi birtingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði. Pálmar Óli var framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa á þeim tíma sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nær til.

Seta Pálmars Óla í stjórn og sem stjórnarformaður Birtu lífeyrissjóðs getur haft þær afleiðingar að skaða ímynd Birtu meðal sjóðsfélaga og almennings og haft bein áhrif á trúverðugleika og orðspor sjóðsins.

„[N]auðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða“
úr ályktun miðstjórnar RSÍ

Miðstjórn RSÍ skorar á Pálmar Óla Magnússon að stíga til hliðar á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Ástæða þess er sú að miðstjórn sem og fulltrúaráð launafólks hjá Birtu lífeyrissjóði metur svo að Pálmar Óli uppfylli ekki lengur skilyrði greinar 5.3 samþykkta Birtu lífeyrissjóðs um gott orðspor, vegna fyrr greindra atriða.

Miðstjórn RSÍ telur aðgerðaleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart þessu máli verulega gagnrýnivert og vekur upp spurningar um það hvort eðlilegt sé að fulltrúar atvinnurekenda sitji í stjórnum sjóða sem hafa það eitt markmið að tryggja launafólki lífeyri á efri árum. Einsýnt er að nauðsynlegt er að gera breytingar á aðkomu atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Formaður RSÍ dregur alranga ályktun af þessu máli. Það sýnir einmitt hversu hættulegt væri ef einn hagsmunahópur gæti ráðið öllu í lífeyrissjóðum. Þótt hinn siðlausi sé í þessu tilviki fulltrúi atvinnurekenda gæti það allt eins verið á hinn veginn; fulltrúar launþega eru ekki hafnir yfir að geta verið breyskir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
2
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
6
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Kosið 30. nóvember - „Ekkert vandamál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðuneytunum“
8
Fréttir

Kos­ið 30. nóv­em­ber - „Ekk­ert vanda­mál að leysa það ef þau vilja stíga út úr ráðu­neyt­un­um“

For­seti Ís­lands hef­ur fall­ist á beiðni for­sæt­is­ráð­herra um þingrof. Starfs­stjórn tek­ur við fram að kosn­ing­um sem fara fram 30. nóv­em­ber. Bjarni gaf ekki skýr svör um hvort ráð­herr­ar Vinstri grænna starfi í henni. Þá sagði Bjarni ekk­ert mál að leysa það ef ein­hverj­ir ráð­herr­ar vilja hætta strax. Hann ít­rek­aði þó að ráð­herr­ar hefðu rík­um skyld­um að gegna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
5
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár