Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvalárvirkjun, Krýsuvík og Eldvörp í forgangi hjá HS Orku

HS Orka er að „fjár­festa veru­lega í auk­inni orku­öfl­un,“ seg­ir Birna Lár­us­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins. Hvalár­virkj­un á Strönd­um, sem harð­lega var deilt um á sín­um tíma, er þar of­ar­lega á blaði.

Hvalárvirkjun, Krýsuvík og Eldvörp í forgangi hjá HS Orku
Til jökuls Með Hvalárvirkjun yrði stöðuvötnum á Ófeigsfjarðarheiði breytt í lón og rennsli þriggja áa virkjað. Frá heiðinni sést vel til Drangajökuls. Helst er horft til þess að tengja virkjunina við tengipunkt í Ísafjarðardjúpi. Sá er ekki til staðar í dag en á teikniborðinu. Mynd: Golli

HS Orka vinnur að nokkrum stækkunarverkefnum á núverndi virkjunarsvæðum sínum sem gætu skilað yfir 100 MW inn á flutningskerfi raforku. Jafnframt er unnið að þremur nýjum verkefnum, virkjunarkostum sem allir eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þar er um að ræða einn kost í vatnsafli, Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og tvo jarðvarmakosti, annan við Eldvörp á Reykjanesi og hinn á Krýsuvíkursvæðinu.

Tvö orkufrek verkefni sem áformuð eru á Reykjanesi hafa nýverið verið kynnt til sögunnar og í báðum tilvikum hefur verið samið við HS Orku um afhendingu á raforku. Annað er metan- og vetnisframleiðsla Norður PTX Reykjanes. Í umhverfisskýrslu segir að orkan, 56 MW, muni koma frá Reykjanesvirkjun. Hin framkvæmdin sem um ræðir er landeldi Samherja sem þyrfti 16 MW. Bæði verkefnin miða að því að flytja framleiðsluvöru sína að langmestu leyti úr landi.

„Verkefnin eru ekki af þeirri stærð eða með slíkar tímasetningar að nauðsynlegt sé að virkja sérstaklega fyrir þau,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, í skriflegum svörum við fyrirspurn Heimildarinnar. „Hins vegar hefur og er HS Orka að fjárfesta verulega í aukinni orkuöflun.“

Engin þessara fjárfestinga sé eyrnamerkt sérstökum viðskiptavinum en uppsett framleiðslugeta í þeim sé af sömu stærðargráðu og til dæmis þessir viðskiptavinir myndu þurfa.

Stækkanir tveggja virkjana

Reykjanesvirkjun var nýverið stækkuð og var viðbótin tekin í notkun í ársbyrjun 2023. Með henni jókst framleiðslugeta virkjunarinnar úr 100 MW í 130 MW.

Þá standa framkvæmdir nú yfir við stækkun og endurbætur á orkuverinu í Svartsengi. Að framkvæmdum loknum er áætlað að framleiðslugeta Svartsengis aukist um tæplega þriðjung. „Í framkvæmdinni felst að eldri framleiðslueiningar verða teknar út og ný framleiðslueining sett í staðinn, sem mun bæta nýtingu auðlindarinnar og auka framleiðslugetu versins upp í 85 MW,“ segir Birna.

UpplýsingafulltrúiBirna Lárusdóttir.

„Það mun taka 5-10 ár að ná fullri orkuafhendingu til Norður PTX Reykjanes og landeldis Samherja fiskeldis á Reykjanesi,“ heldur hún áfram. „Við gerum ráð fyrir þessu magni í okkar áætlunum og sköpum ráðrúm til afhendingar eftir því sem framleiðsla okkar þróast samhliða eðlilegum hreyfingum viðskiptavina á markaði.“

Innan næstu tíu ára gætu þróunarverkefni HS Orku komist til framkvæmda og skilað yfir 100 MW inn á flutningskerfið, að sögn Birnu. Þar er um að ræða stækkunarverkerkefni á núverandi virkjunarsvæðum auk verkefna í nýtingarflokki rammaáætlunar sem HS Orka vinnur að: Eldvörp, Krýsuvík og Hvalárvirkjun.

Orkan í Eldvörpum ofmetin

Rannsóknir í Eldvörpum benda til þess að svæðið sé mjög tengt jarðhitasvæðinu í Svartsengi, segir Birna. „Því höfum við miðað vinnu okkar að undanförnu við að svæðið verði í raun nýtt frá virkjuninni í Svartsengi.“

GígaröðEldvörp eru tæplega 10 kílómetra löng gígaröð um 4 kílómetrum suðvestan við Bláa lónið og Svartsengi. Vatnsgeymir Eldvarpa og Svartsengis er hinn sami.

Ekki liggi fyrir hversu mikil aukning í framleiðslugetu gæti fylgt því svæði en í rammaáætlun sé miðað við 50 MW. „Rannsóknir okkar, sem þó eru stutt á veg komnar, benda til þess að það sé ofmetið,“ segir Birna.

HS Orka er með rannsóknarleyfi á Krýsuvíkursvæðinu og undirbýr rannsóknir á grundvelli viljayfirlýsingar milli HS Orku og Hafnarfjarðarbæjar sem undirrituð var haustið 2022. „Virkjun í Krýsuvík er ekki síst ætluð til húshitunar en skortur á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu er fyrirsjáanlegur í náinni framtíð.“

Orkan úr Hvalárvirkjun á almennan markað

VesturVerk, sem HS Orka á um 80 prósent eignarhlut í, er með nokkra virkjunarkosti á sínu teikniborði og af þeim er Hvalárvirkjun í Árneshreppi lengst komin að sögn Birnu. Hún bendir á að þessi orkukostur sé í nýtingarflokki rammaáætlunar og sé hugsaður fyrir almennan markað „og til að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum“.

Virkj­un­ar­kost­ur­inn Hvalárvirkjun var sett­ur í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar árið 2013 og gert ráð fyr­ir hon­um í aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps ári síðar. Þegar hef­ur farið fram mat á um­hverf­isáhrif­um.

Í víðernum VestfjarðaYfirlitskort af nágrenni fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Hvalárvirkjun yrði reist í eyðifirðinum Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum. Rennsli þriggja áa á Ófeigs­fjarðar­heiði yrði virkjað: Hvalár, Rjúkanda og Ey­vind­ar­fjarðarár. Gert hefur verið ráð fyr­ir að afl virkj­un­ar­inn­ar yrði 55 MW og orku­fram­leiðslan um 320 gíga­vatt­stund­ir (GWh) á ári.

Byggðar yrðu fimm stífl­ur við heiðar­vötn til að mynda þrjú miðlun­ar­lón. Sú hæsta yrði 33 metr­ar. Lón­in yrðu tóm að vori og myndu, að því er fram kom í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu um framkvæmdina árið 2017, í fyrsta lagi fyll­ast í byrj­un júlí. Rennsli allra ánna myndi minnka veru­lega á köfl­um og þar með rennsli um fossana Drynjanda og Rjúkanda.

Fram­kvæmt yrði á óbyggðu víðerni og telur Skipu­lags­stofn­un að virkjunin myndi skerða víðáttu­mesta sam­fellda óbyggða víðerni á Vest­fjörðum um að minnsta kosti 200 fer­kíló­metra eða um 13%.

Nýtur verndarSamkvæmt náttúruverndarlögum njóta fossar á borð við Drynjanda í Hvalá sérstakrar verndar. Þeim má ekki raska nema að brýna nauðsyn beri til.

Að sögn Birnu er nú áfram unnið að hönnun virkjunarinnar og árlegar rannsóknir gerðar á vatnasviði hennar. Umhverfismati lauk árið 2017 með fyrrgreindu áliti Skipulagsstofnunar og segir Birna að úrbætur hafi verið gerðar á hönnun í samræmi við ábendingar.

Virkj­un­in yrði langt frá meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku og enn hefur ekki verið fastsett hvernig hún yrði tengd því. Hugmyndir hafa verið uppi um að reisa nýjan tengipunkt í Ísafjarðardjúpi og yrði þá farið með rafmagnið um 30 kílómetra leið frá virkjun yfir Ófeigsfjarðarheiðina. Þaðan færi það svo um aðra heiði inn á meginflutningskerfið í gegnum Vesturlínu.

Birna segir að undirbúningur tengilagnar standi nú yfir og að skipulagsmál og umhverfismat vegna hennar sé að mestu á könnu Landsnets. 

Gert er ráð fyrir virkjuninni á aðalskipulagi Árneshrepps en gera þyrfti „lítilsháttar breytingar á skipulaginu vegna fyrirhugaðra vinnubúða og fleira samhliða skipulagsmálum Landsnets,“ segir í svörum Birnu.

Deilur sem klufu sveitina

Harðvítugar deilur stóðu um Hvalárvirkjun á sínum tíma, ekki síst í sveitinni þar sem hún er fyrirhuguð. Hugmyndin klauf lítið samfélag, íbúa Árneshrepps, fámennasta sveitarfélag landsins, og enn hefur ekki gróið um heilt.

Síðustu vendingar í þeim deilum fóru fyrir dómstóla en þær snéru að landamerkjum jarða á hinu áformaða virkjunarsvæði. Þar hafði betur ítalskur barón og eigendur Ófeigsfjarðar, sem sömdu við VesturVerk um vatnsréttindi vegna virkjunaráformanna fyrir mörgum árum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Það eru oftast erlendir aðilar sem sækjast eftir ódýrri íslenskri orku fyrir fyrirtæki sín og eru með íslenska bakhjarla eins og er í sjókvíalaxeldinu. Landráðamenn. 😡
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Það er kominn tími að við grípum til aðgerða. Ætlum við að láta letina vinna með gróðapungunum sem víla það ekki fyrir sér að ráðast að nátturu Íslands?

    Hvað getum við gert? Komið ríkisstjórninni frá, hún vinnur að því að rýja okkur inn að skinni, þannig að afkomendur okkar munu engin bjargráð hafa frekar en Afríkuríkin.

    Mig langar svo að segja margt ljótt, en sit á mér. Get alveg skilið Palestínsku þjóðina. Þið sem ekki vitið það, þá voru það Ísraelar sem stálu af þeim landiu í skjóli Biblíunar.

    Látið ekki letina stjórna ykkjur, þetta er grafalvarlegt mál.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Mér finnst Hvalárvirkjunaráformin svívirðileg svo ekki sé meira til orða tekið.
    Að fleygja auðlindunum okkar fyrir svín er rétta orðið yfir ykkur.
    Landslagið þarna er ómetanlegt eins g það er.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þessi árátta að virkja meira en þörf er á er óskiljanleg. Við sjálf notum einungis 20% raforkunnar sem við framleiðum, hin 80% fara í stóriðjuna sem því miður er nátengd hergagnaiðnaðinum einkum í BNA. Þetta er okkur til vansa að sumir samborgarar vilji fórna íslenskri náttúru og fleygja auðlindum okkar fyrir svín.
    Það þarf að hægja á þessari þróun enda er engin þörf á fyrir venjulegt fólk á Íslandi að virkja meira.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár