Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Börnin sem dóu á vöggustofunum

Níu mán­aða dreng­ur. Níu mán­aða stúlka. Hálfs árs dreng­ur. Árs gam­all dreng­ur. Ann­ar árs gam­all dreng­ur. Stúlku­barn. Sam­kvæmt rann­sókn á starf­semi vöggu­stofa Reykja­vík­ur lét­ust sex börn á með­an þau voru vist­uð þar.

Börnin sem dóu á vöggustofunum
Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins Húsnæði Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins var tekið i notkun árið 1963. Þrjú börn sem þar voru vistuð dóu næsta áratuginn. Mynd: Reykjavíkurborg

Níu mánaða drengur sem vistaður var á Vöggustofunni Hlíðarenda fannst látinn í rúmi sínu í maí árið 1950. Aðstæðum er lýst þannig í vistunarskrám vöggustofunnar að drengurinn hafi fundist látinn með sæng yfir höfði og að lífgunartilraunir hefðu verið án árangurs.

Litli drengurinn er eitt sex barna sem vöggustofunefndin, sem rannsakaði starfsemi vöggustofa Reykjavíkur og skilaði nýverið skýrslu sinni, telur hafa látist á meðan vistun á stofnununum stóð.

Vöggustofunefndin fékk aðgang að vistunarskjölum allra þeirra 1.083 barna sem dvöldu á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1949-1973. Skjölin nálgaðist nefndin ýmist hjá Borgarskjalasafni eða í skjalasafni Thorvaldsensfélagsins.

Í þessum skjölum er að jafnaði að finna upplýsingar um hvenær hvert og eitt barn var vistað og hvenær það fór af vöggustofunni, heilsufar barnsins við læknisskoðanir, svo og hverjir foreldrar þess eru. Þá er þar jafnframt eftir atvikum að finna upplýsingar um ástæður vistunar á vöggustofu.

Veikindi skýra ekki takmarkanir á heimsóknum

Nefndarmenn lásu öll þessi skjöl og í skýrslu þeirra segir að í þeim komi ekkert fram sem gefi til kynna að heilsufar barna sem vistuð voru á vöggustofunum hafi verið lakara en almennt þekktist hjá börnum á þessum tíma. Enda voru vöggustofurnar ekki sjúkrahús heldur vistunarúrræði á vegum barnaverndarnefndar.

Af þessu dregur nefndin þá ályktun að eitthvað annað en veikindi barnanna hafi skýrt þær miklu takmarkanir sem voru á heimsóknum aðstandenda til barna sinna á vöggustofunum. Líkt og ítrekað hefur komið fram, m.a. í fréttum Heimildarinnar, máttu foreldrar almennt ekki snerta börn sín heldur þurftu að láta sér duga að horfa á þau í gegnum gler á skilgreindum heimsóknartímum. Dæmi eru um börn sem dvöldu á vöggustofunum í tvö ár sem foreldrarnir fengu aldrei að snerta á þeim tíma.

Fyrrverandi starfsmenn sem og fólk sem ýmist dvaldi sjálft á vöggustofunum á unga aldri eða átti börn sem þar voru vistuð, hafa einnig lýst hreinni og klárri „hreinlætisáráttu“ forstöðukvenna stofnananna. Sóttvarnir voru í hávegum hafðar, samkvæmt lýsingum þessa fólks, en minna fór fyrir örvun barnanna sem þar voru vistuð í hundraðavís á starfstíma vöggustofanna.

Sett í fóstur og á aðrar stofnanir

Samkvæmt því sem vöggustofunefndin kemst næst var 171 barni ráðstafað í fóstur eftir dvöl á vöggustofunum. Sum fóru beint inn á aðrar stofnanir sem reknar voru á þessum tíma. Hversu mörg fóru beint af vöggustofu og á aðrar stofnanir er ekki fullvíst en nefndin segir gögn gefa til kynna að 151 barn sem vistað var á vöggustofu á unga aldri hafi síðar meir verið vistað á stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem áttu að þjóna sem úrræði á sviði barnaverndar. Samkvæmt þessu voru því 13,9 prósent þeirra einstaklinga sem vistaðir voru á vöggustofum borgarinnar einnig vistaðir síðar meir á slíkum stofnunum.

Börnin sex sem létust

En sum barnanna fóru aldrei af vöggustofunum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er að finna gögn sem benda til að minnsta kosti sex börn hafi látist á meðan vistun þeirra stóð.

Þrjú börn sem vistuð voru á Hlíðarenda létust á meðan sú vöggustofa var starfrækt eftir því sem vöggustofunefndin kemst næst.

Í maí 1950 lést níu mánaða drengur og er aðstæðum lýst þannig í gögnum að barnið hafi fundist látið með sæng yfir höfði og að lífgunartilraunir hafi verið án árangurs.
Úr skýrslu vöggustofunefndarinnar

Sá fyrsti sem þar lést var níu mánaða drengurinn sem sagt var frá hér að framan. Sjö árum seinna eða í desember árið 1957 lést níu mánaða stúlka. Í vistunargögnum kemur fram að hún hafi veikst á vöggustofunni og verið flutt á Landspítalann þar sem hún lést.

Í maí árið 1962 kemur fram í gögnunum að tæplega hálfs árs drengur hafi látist á vöggustofunni. Dánarorsök er ekki skráð en dánarstund tilgreind.

Árið 1963 tók Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins við af Hlíðarenda. Í janúar árið 1971 lést rúmlega árs gamall drengur eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Í vistunargögnum segir að dánarorsök hafi verið hjartagalli. Aðeins nokkrum dögum seinna, í febrúar þetta sama ár, lést annar árs gamall drengur á vöggustofunni. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að hann hafi fæðst með erfðasjúkdóm.

Stúlka sem lést í svefni

Upplýsingar um þriðja andlátið sem varð á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á rannsóknartímabilinu og fjallað er um í skýrslu nefndarinnar er ekki að finna í skriflegum heimildum.  Auður Jónsdóttir, sem var forstöðukona vöggustofanna frá 1960 og til ársins 1967, greindi hins vegar frá því í viðtali við vöggustofunefndina að stúlkubarn hefði látist af völdum nýrnaveiki á starfstíma hennar. Nefndin segir það fara saman við frásögn annars starfsmanns.

Er þar líklega verið að vísa til frásagnar konu sem hóf störf árið 1963. Í viðtali við nefndina sagði hún að eitt dauðsfall hefði orðið á starfstíma hennar. Barnið hefði látist í svefni og Auður forstöðukona búið um það. Dauðsfallið hafi ekki verið rætt frekar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár