Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjölsótt á fund um kynfræðslu barna: „Djöfulleg áætlun WHO um börnin“

Auk­in upp­lýs­inga­óreiða og upp­gang­ur sam­særis­kenn­inga verða sí­fellt meira áber­andi í ís­lensku sam­fé­lagi. Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir klass­ískt stef í slík­um kenn­ing­um að ver­ið sé að vernda sak­laus börn. Besta for­spár­gild­ið til að vita hvort fólk trúi sam­særis­kenn­ingu sé hvort það trúi ein­hverri ann­arri sam­særis­kenn­ingu.

Fjölsótt á fund um kynfræðslu barna: „Djöfulleg áætlun WHO um börnin“
Á Catalínu Um fimmtíu manns mættu á fund um kynfræðslu í grunnskólum Mynd: EH

„Óviðeigandi kennsluefni í skólum“ var yfirskrift fundar hjá málfundafélaginu Frelsi og fullveldi sem haldinn var á Catalínu í Kópavogi á mánudag. Um fimmtíu manns mættu á fundinn og var fólk almennt sammála um að ný kennslubók í kynfræðslu fyrir grunnskólanema innihaldi klám og þannig verði klámi haldið að börnum í skólanum. „Klám getur leitt til fíknar,“ sagði einn fundargesta.

Fundarstjóri var séra Geir Waage en Kristín Þormar skrifstofustjóri var annar framsögumanna á fundinum. Vísaði hún endurtekið í bloggið sitt þar sem hún kallar forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) „glæpa- og hryðjuverkamann“.

Hún spurði á fundinum: „Hafið þið kynnt ykkur hina djöfullegu áætlun WHO um börnin?“ Eins og einnig er rakið á bloggsíðu hennar heldur hún því fram að í íslenskum grunnskólum sé verið að innleiða kynfræðsluefni frá WHO þar sem markmiðið er að „kynlífsvæða“ börn og á endanum „afglæpavæða kynlíf með börnum“.

Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. Önnur sneri að því …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Það er augljóst að Vilhelm hefur látið afvegaleiðast af óheiðarlegri framsetningu Heimildarinnar. Það er nákvæmlega ekkert vandað við það að láta að því liggja að fólki sem hugnast ekki umtalað kynfræðsluefni fyrir 7-10 ára börn sé ruglað eða fari með fleipur. Bókin Kyn kynlíf og allt hitt er raunveruleg bók og fjölmargir foreldrar og aðrir uppalendur telja hana óhæfa og skaðlega börnum. Af hverju vill fréttamaður Heimildarinnar tengja andófið við upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar?
    -5
  • Auður Helg skrifaði
    Leitt að sjá hvað Heimildin stundar óheiðarlega fréttamennsku.
    -14
    • VS
      Vilhelm Sigmundsson skrifaði
      Þetta er þvert á móti mjög vönduð og þörf fréttamennska, en svo virðist sem þú gætir hafa látið plata þig til að trúa einhverjum undarlegum samsæriskenningum. Getur verið að þú sért haldin ranghugmyndum um Covid? Trump? Trans-fólk? Loftslagsmál? Ef þig grunar að svo gæti verið er um að gera að spyrja sjálfan sig: Er eitthvað sem gæti hnikað skoðunum mínum á þessum atriðum? Gætu einhverjar viðurkenndar staðreyndir haft áhrif á mínar skoðanir í þessum efnum? Ef svarið við þessari spurningu er neikvætt, þá er ekki um vel ígrundaðar málefnalegar skoðanir að ræða, heldur miklu fremur trúarbrögð. Margir grípa í þannig nýmóðins trúarbrögð til að finna einhverskonar fullvissu í heimi þar sem biblíutrúin er heldur betur á undanhaldi og gamli skeggjaði kallinn fullnægir ekki lengur þeirri ríku trúarþörf sem margt fólk hefur. :)
      20
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár