„Óviðeigandi kennsluefni í skólum“ var yfirskrift fundar hjá málfundafélaginu Frelsi og fullveldi sem haldinn var á Catalínu í Kópavogi á mánudag. Um fimmtíu manns mættu á fundinn og var fólk almennt sammála um að ný kennslubók í kynfræðslu fyrir grunnskólanema innihaldi klám og þannig verði klámi haldið að börnum í skólanum. „Klám getur leitt til fíknar,“ sagði einn fundargesta.
Fundarstjóri var séra Geir Waage en Kristín Þormar skrifstofustjóri var annar framsögumanna á fundinum. Vísaði hún endurtekið í bloggið sitt þar sem hún kallar forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) „glæpa- og hryðjuverkamann“.
Hún spurði á fundinum: „Hafið þið kynnt ykkur hina djöfullegu áætlun WHO um börnin?“ Eins og einnig er rakið á bloggsíðu hennar heldur hún því fram að í íslenskum grunnskólum sé verið að innleiða kynfræðsluefni frá WHO þar sem markmiðið er að „kynlífsvæða“ börn og á endanum „afglæpavæða kynlíf með börnum“.
Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum. Önnur sneri að því …
Athugasemdir (3)