Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd Evrópu sem hafa fengið hvað flestar umsóknir um hæli frá ríkisborgurum Venesúela. Spánn fékk á fyrstu átta mánuðum ársins langsamlega flestar umsóknir, eða ríflega 40 þúsund, en Þjóðverjar tóku á móti 2.455 umsóknum á sama tímabili og Íslendingar 1.244.
Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir það þekkt að hælisleitendur frá ákveðnum löndum dreifist almennt ekki jafnt um Evrópu heldur leiti fólk af sama þjóðerni gjarnan á sömu staðina.
99% fengu dvalarleyfi á Spáni
Samkvæmt tölum frá Eurostat frá öðrum ársfjórðungi þessa árs veitti Spánn 99% þeirra venesúelsku ríkisborgara sem sóttu um hæli þar dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða – sem veitir þó talsvert minni réttindi en alþjóðleg vernd. Þýskaland lauk um 16% umsókna með jákvæðri niðurstöðu en á Íslandi var hlutfallið um 6,5%.
Nú bíða 1.100 umsóknir frá venesúelskum ríkisborgurum Útlendingastofnunar og segir Þórhildur að langstærsti hluti þeirra umsókna sem stofnunin á eftir að …
Athugasemdir