„Allt grænmeti á heima í körfunni, því dekkra því betra. Það kemur mörgum á óvart að það er alltaf betra að velja dökkt grænmeti. En ljóst grænmeti er auðvitað hollt líka og á sannarlega heima í matarkörfunni,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni, matur sem er að innihaldi í samræmi við sannreyndar niðurstöður rannsókna á líkamlegum áhrifum næringarefna.
Ekki drekka kolvetnin
Heimildin slóst í för með Steinari í verslunarferð. Strax við inngang verslunarinnar blasti við ávaxta- og grænmetisdeildin sem Steinari fannst til fyrirmyndar og nefndi að margar verslanir gerðu þetta til að ýta fólki í átt að hollustunni, og hafa …
Sjálfum finnst mér fásinna að setja fyrst viðkvæma grænmetið í körfuna og hlaða svo allt hitt ofan á.