Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra

Græn­meti, ávext­ir, heil­korn og kaldpress­uð ólífu­olía eru allt mat­væli sem eiga heima í mat­væla­körfu þeirra sem vilja borða hollt. Rautt kjöt og mik­ið unn­in mat­væli eru hins veg­ar ekki á list­an­um. Stein­ar B. Að­al­björns­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur miðl­ar ein­föld­um regl­um um hvernig best sé að lesa á um­búð­ir mat­væla til að meta holl­ustu þeirra.

Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra
Hollusta Steinar segir mikilvægt að borða nóg af grænmeti og ávöxtum. Hvoru tveggja innihaldi trefjar og vítamín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Allt grænmeti á heima í körfunni, því dekkra því betra. Það kemur mörgum á óvart að það er alltaf betra að velja dökkt grænmeti. En ljóst grænmeti er auðvitað hollt líka og á sannarlega heima í matarkörfunni,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. 

Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni, matur sem er að innihaldi í samræmi við sannreyndar niðurstöður rannsókna á líkamlegum áhrifum næringarefna.

Ekki drekka kolvetnin

Heimildin slóst í för með Steinari í verslunarferð. Strax við inngang verslunarinnar blasti við ávaxta- og grænmetisdeildin sem Steinari fannst til fyrirmyndar og nefndi að margar verslanir gerðu þetta til að ýta fólki í átt að hollustunni, og hafa …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Af hverju hafa sumar verslanir grænmetið fremst? Hef lesið að bak við það sé sálfræði. Kenningin er þannig: viðskiptavinurinn byrjar á því að setja hollt í körfuna, er með hreina samvisku gagnvart heilsuna og heldur ánægður áfram inn í búðina. Þar mætir honum óhollustan. En fyrst hann er jú búinn að kaupa grænmeti má sleppa sér leyfa sér aðeins ...
    Sjálfum finnst mér fásinna að setja fyrst viðkvæma grænmetið í körfuna og hlaða svo allt hitt ofan á.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár