Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra

Græn­meti, ávext­ir, heil­korn og kaldpress­uð ólífu­olía eru allt mat­væli sem eiga heima í mat­væla­körfu þeirra sem vilja borða hollt. Rautt kjöt og mik­ið unn­in mat­væli eru hins veg­ar ekki á list­an­um. Stein­ar B. Að­al­björns­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur miðl­ar ein­föld­um regl­um um hvernig best sé að lesa á um­búð­ir mat­væla til að meta holl­ustu þeirra.

Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra
Hollusta Steinar segir mikilvægt að borða nóg af grænmeti og ávöxtum. Hvoru tveggja innihaldi trefjar og vítamín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Allt grænmeti á heima í körfunni, því dekkra því betra. Það kemur mörgum á óvart að það er alltaf betra að velja dökkt grænmeti. En ljóst grænmeti er auðvitað hollt líka og á sannarlega heima í matarkörfunni,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. 

Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni, matur sem er að innihaldi í samræmi við sannreyndar niðurstöður rannsókna á líkamlegum áhrifum næringarefna.

Ekki drekka kolvetnin

Heimildin slóst í för með Steinari í verslunarferð. Strax við inngang verslunarinnar blasti við ávaxta- og grænmetisdeildin sem Steinari fannst til fyrirmyndar og nefndi að margar verslanir gerðu þetta til að ýta fólki í átt að hollustunni, og hafa …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Af hverju hafa sumar verslanir grænmetið fremst? Hef lesið að bak við það sé sálfræði. Kenningin er þannig: viðskiptavinurinn byrjar á því að setja hollt í körfuna, er með hreina samvisku gagnvart heilsuna og heldur ánægður áfram inn í búðina. Þar mætir honum óhollustan. En fyrst hann er jú búinn að kaupa grænmeti má sleppa sér leyfa sér aðeins ...
    Sjálfum finnst mér fásinna að setja fyrst viðkvæma grænmetið í körfuna og hlaða svo allt hitt ofan á.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár