Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um kom hinn venesú­elski Ju­an Pablo Valderrama í heim­inn á Land­spít­ala. Nú vill Út­lend­inga­stofn­un hann úr landi ásamt for­eldr­um hans og sex ára syst­ur. For­eldr­arn­ir vilja fram­tíð fyr­ir börn­in sín fjarri glæpa­gengj­um og vona að hægt sé að end­ur­skoða mál þeirra.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun
Fjölskyldan Selena, Juan eldri, Juan yngri og Aramtza. Selena er afar þakklát fyrir að hafa fengið að koma syni sínum í heiminn á íslenskum spítala ekki venesúelskum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég heiti Aramtza, ég er frá Venesúela, ég er sex ára gömul,“ segir Aramtza Valderrama á óaðfinnanlegri íslensku. Hún hefur verið hér í átta mánuði með fjölskyldu sinni, alveg síðan þau ákváðu að flýja Venesúela. Móðir hennar, Selena Reyes, var þá ófrísk og var hrædd við að eignast barnið sitt í brotnu heilbrigðiskerfi heimalandsins.

Þau komu til Íslands og Selena fékk að eignast drenginn sinn á Landspítala. Fjölskyldan ber íslenska heilbrigðiskerfinu vel söguna og Selena segist ofboðslega þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk þar við að koma syni sínum í heiminn. 

Heimildin / Davíð Þór

En í síðustu viku fengu þau svar frá Útlendingastofnun. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og bíður niðurstöðu. 

Selena, eiginmaður hennar Juan Valdemarra og börnin þeirra tvö voru stödd fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun ásamt á fimmta tug annarra til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum Venesúelabúa frá landinu. Mótmæli af sama meiði fóru einnig fram í Njarðvík og á Laugarvatni.

Sögurnar sem fólkið í þessum hóp sögðu voru sögur af því að fá ekki viðeigandi krabbameinsmeðferð, sögur af því að fá að borða mest tvisvar á dag, sögur af ofbeldisfullum ránum og þöggun á vegum stjórnvalda. Og svörin sem fólkið hafði þegar það var spurt um það hvað það vildi var svarið einfalt: „Ég vil vinna hér og geta lifað lífinu mínu.“

Miguel ValderramaMiguel vill fá að starfa á Íslandi og byggja sér upp líf hér. Hann segir ástandið í heimalandinu slæmt og ekki fara batnandi.Heimildin / Davíð Þór

Kominn með atvinnutilboð en á að fara

Hinn 25 ára gamli Miguel Valderrama, föðurbróðir Arömtzu litlu, var einnig staddur á mótmælunum. Útlendingastofnun hafnaði beiðni hans um hæli nýverið og hann kærði þann úrskurð til kærunefndar Útlendingamála.

„Mér finnst þetta svo ósanngjarnt því ég hef fundið vinnu hér,“ sagði Miguel sem er hræddur við það sem bíður hans ef hann verður sendur aftur til Venesúela. 

„[Í Venesúela] borðuðum við einu sinni eða tvisvar á dag. Það er mikið af glæpamönnum. Maður getur varla farið út vegna þess að glæpir eru svo algengir,“ sagði Miguel.

Kærunefndin segir ástandið skána, Venesúelabúar segja það versna

Frá árinu 2018 til ársins 2020 veitti Útlendingastofnun þeim venesúelsku ríkisborgurum sem sóttu um vernd hér svokallaða viðbótarvernd vegna ástandsins í landinu. Árið 2021 fór Útlendingastofnun svo að synja fólki frá landinu en kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að áfram skyldi hún veita fólkinu viðbótarvernd, sem það fékk. Aftur reyndi Útlendingastofnun að synja umsóknum fólks frá landinu í fyrra en kærunefndin stóð við sitt. Fólki frá Venesúela skyldi veitt viðbótarvernd, ástandið í landinu væri einfaldlega það slæmt. 

MótmæltFrá mótmælum fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun. Venesúelabúar mótmæltu einnig á Laugarvatni og í Njarðvík.

Í lok síðasta árs ákvað Útlendingastofnun að bíða með umsóknir frá Venesúela. Þegar hún fór aftur að taka fyrir umsóknir fólks þaðan fyrr á þessu ári var þó nokkrum hafnað. 

Stór hópur venesúelskra ríkisborgara, á fjórða hundrað manns, sem höfðu fengið neitun frá Útlendingastofnun kærðu ákvörðun hennar til kærunefndar útlendingamála í sumar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í síðustu viku þrjá neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa og sagði ástæðuna þá að ástandið í landinu hafi batnað á síðustu mánuðum.

Það segir Miguel ekki standast.

„Ástandið í Venesúela er að verða verra og verra með hverjum deginum. Foreldrar mínir eru þar og þeir segja mér það.“

Vilja íslenska framtíð fyrir börnin sín

Aramtza er byrjuð í íslenskum skóla og hefur það gott. Hún hljóp í rólur í nágrenninu með bros á vör á meðan foreldrar hennar, Selena og Juan, ræddu við blaðamann. 

Þau vilja ekkert frekar en örugga og rólega framtíð fyrir hana og nýfæddan soninn sem hefur aldrei andað að sér öðru lofti en því íslenska. Þau vilja sjá börnin sín leika sér í grænu íslensku grasi eða hvítum íslenskum snjó án þess að þau þurfi að óttast um velferð þeirra. Þau leyfa sér að vona áfram á meðan kærunefnd útlendingamála tekur mál þeirra fyrir.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Illska!
    1
  • Ingvar Árnason skrifaði
    "Kærunefndin segir ástandið skána" en hafa þau farið til Venesúela og kynnt sér málið á eigin spýtur? Spyr sá sem ekki veit, en svona atriði koma aldrei fram.
    6
    • Unfortunately, they do not care about doing a real research, the fact is in who would choose a refugees camp instead a safe house in their country, literally no one
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár