Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um kom hinn venesú­elski Ju­an Pablo Valderrama í heim­inn á Land­spít­ala. Nú vill Út­lend­inga­stofn­un hann úr landi ásamt for­eldr­um hans og sex ára syst­ur. For­eldr­arn­ir vilja fram­tíð fyr­ir börn­in sín fjarri glæpa­gengj­um og vona að hægt sé að end­ur­skoða mál þeirra.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun
Fjölskyldan Selena, Juan eldri, Juan yngri og Aramtza. Selena er afar þakklát fyrir að hafa fengið að koma syni sínum í heiminn á íslenskum spítala ekki venesúelskum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég heiti Aramtza, ég er frá Venesúela, ég er sex ára gömul,“ segir Aramtza Valderrama á óaðfinnanlegri íslensku. Hún hefur verið hér í átta mánuði með fjölskyldu sinni, alveg síðan þau ákváðu að flýja Venesúela. Móðir hennar, Selena Reyes, var þá ófrísk og var hrædd við að eignast barnið sitt í brotnu heilbrigðiskerfi heimalandsins.

Þau komu til Íslands og Selena fékk að eignast drenginn sinn á Landspítala. Fjölskyldan ber íslenska heilbrigðiskerfinu vel söguna og Selena segist ofboðslega þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk þar við að koma syni sínum í heiminn. 

Heimildin / Davíð Þór

En í síðustu viku fengu þau svar frá Útlendingastofnun. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og bíður niðurstöðu. 

Selena, eiginmaður hennar Juan Valdemarra og börnin þeirra tvö voru stödd fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun ásamt á fimmta tug annarra til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum Venesúelabúa frá landinu. Mótmæli af sama meiði fóru einnig fram í Njarðvík og á Laugarvatni.

Sögurnar sem fólkið í þessum hóp sögðu voru sögur af því að fá ekki viðeigandi krabbameinsmeðferð, sögur af því að fá að borða mest tvisvar á dag, sögur af ofbeldisfullum ránum og þöggun á vegum stjórnvalda. Og svörin sem fólkið hafði þegar það var spurt um það hvað það vildi var svarið einfalt: „Ég vil vinna hér og geta lifað lífinu mínu.“

Miguel ValderramaMiguel vill fá að starfa á Íslandi og byggja sér upp líf hér. Hann segir ástandið í heimalandinu slæmt og ekki fara batnandi.Heimildin / Davíð Þór

Kominn með atvinnutilboð en á að fara

Hinn 25 ára gamli Miguel Valderrama, föðurbróðir Arömtzu litlu, var einnig staddur á mótmælunum. Útlendingastofnun hafnaði beiðni hans um hæli nýverið og hann kærði þann úrskurð til kærunefndar Útlendingamála.

„Mér finnst þetta svo ósanngjarnt því ég hef fundið vinnu hér,“ sagði Miguel sem er hræddur við það sem bíður hans ef hann verður sendur aftur til Venesúela. 

„[Í Venesúela] borðuðum við einu sinni eða tvisvar á dag. Það er mikið af glæpamönnum. Maður getur varla farið út vegna þess að glæpir eru svo algengir,“ sagði Miguel.

Kærunefndin segir ástandið skána, Venesúelabúar segja það versna

Frá árinu 2018 til ársins 2020 veitti Útlendingastofnun þeim venesúelsku ríkisborgurum sem sóttu um vernd hér svokallaða viðbótarvernd vegna ástandsins í landinu. Árið 2021 fór Útlendingastofnun svo að synja fólki frá landinu en kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að áfram skyldi hún veita fólkinu viðbótarvernd, sem það fékk. Aftur reyndi Útlendingastofnun að synja umsóknum fólks frá landinu í fyrra en kærunefndin stóð við sitt. Fólki frá Venesúela skyldi veitt viðbótarvernd, ástandið í landinu væri einfaldlega það slæmt. 

MótmæltFrá mótmælum fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun. Venesúelabúar mótmæltu einnig á Laugarvatni og í Njarðvík.

Í lok síðasta árs ákvað Útlendingastofnun að bíða með umsóknir frá Venesúela. Þegar hún fór aftur að taka fyrir umsóknir fólks þaðan fyrr á þessu ári var þó nokkrum hafnað. 

Stór hópur venesúelskra ríkisborgara, á fjórða hundrað manns, sem höfðu fengið neitun frá Útlendingastofnun kærðu ákvörðun hennar til kærunefndar útlendingamála í sumar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í síðustu viku þrjá neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa og sagði ástæðuna þá að ástandið í landinu hafi batnað á síðustu mánuðum.

Það segir Miguel ekki standast.

„Ástandið í Venesúela er að verða verra og verra með hverjum deginum. Foreldrar mínir eru þar og þeir segja mér það.“

Vilja íslenska framtíð fyrir börnin sín

Aramtza er byrjuð í íslenskum skóla og hefur það gott. Hún hljóp í rólur í nágrenninu með bros á vör á meðan foreldrar hennar, Selena og Juan, ræddu við blaðamann. 

Þau vilja ekkert frekar en örugga og rólega framtíð fyrir hana og nýfæddan soninn sem hefur aldrei andað að sér öðru lofti en því íslenska. Þau vilja sjá börnin sín leika sér í grænu íslensku grasi eða hvítum íslenskum snjó án þess að þau þurfi að óttast um velferð þeirra. Þau leyfa sér að vona áfram á meðan kærunefnd útlendingamála tekur mál þeirra fyrir.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Illska!
    1
  • Ingvar Árnason skrifaði
    "Kærunefndin segir ástandið skána" en hafa þau farið til Venesúela og kynnt sér málið á eigin spýtur? Spyr sá sem ekki veit, en svona atriði koma aldrei fram.
    6
    • Unfortunately, they do not care about doing a real research, the fact is in who would choose a refugees camp instead a safe house in their country, literally no one
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár