Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.

<span>Fékk ekkert að vita fyrr en of seint:</span> „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fékk engar upplýsingar „Þetta er ekki mér að kenna. Hvernig hefði ég getað vitað af þessu?“ spyr Zarkis um neitun Útlendingastofnunar. Talsmaður hans bar ábyrgð á að koma upplýsingunum til Zarkis en ungi maðurinn segir að hann hafi ekkert heyrt frá talsmanninum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Zarkis Abraham Mulki Peña bjó í húsi sem var að hruni komið með móður sinni þegar hann las viðtal breska ríkisútvarpsins við argentínskan fótboltaaðdáanda sem búsettur var á Íslandi. Zarkis bjó sjálfur við stöðugan ótta vegna verulega hárrar glæpatíðni í heimalandinu. Ítrekað hafði lífi hans verið ógnað af örvæntingarfullum þjófum. Í umfjöllun BBC kom fram að íslenska þjóðin væri sú sem væri hvað vinveittust innflytjendum. Zarkis hugsaði með sér að þar væri kannski gott að búa, þar yrðu mannréttindi hans virt. 

Efnahagsástandið í Venesúela var mjög slæmt og það tók Zarkis þrjú til fjögur ár að spara fyrir flugmiða. En hann komst loksins hingað í desember síðastliðnum. Hann var sendur beint á Ásbrú, 22 ára gamall maðurinn. 

Zarkis er ekki hár vexti og segir að honum hafi liðið óþægilega á Ásbrú þar sem hann gisti í herbergi með þremur öðrum fullorðnum karlmönnum. „Mér var hótað ofbeldi,“ segir Zarkis.

Lögmaðurinn hætti að svara

Eftir hálft ár á Íslandi var honum loksins útvegaður talsmaður, lögmaðurinn Helgi Bergmann. Í fyrstu segir Zarkis að Helgi hafi sagst ætlað að vinna í málinu en svo hafi hann hætt að svara. Zarkis segist hafa reynt ítrekað að ná í Helga án árangurs. 

„Ég þarf á hjálp þinni að halda,“ skrifaði Zarkis í skilaboð til Helga. Miðað við skjáskot sem Zarkis sýndi Heimildinni reyndi hann að hringja í Helga, senda honum tölvupósta og skilaboð á Messenger og Snapchat. En þar var fátt um svör. 

Helgi hefur ekki heldur svarað símtölum og skilaboðum Heimildarinnar. 

Í síðustu viku tjáði Útlendingastofnun Zarkis, sem þá var búsettur í JL-húsinu, að það ætti að færa hann til Hafnarfjarðar. 

VinirMargrét segist hafa verið mjög reið og vonsvikin yfir því að heyra að vísa ætti Zarkis úr landi án þess að hann fengi færi á að kæra úrskurðinn.

„Ég hélt kannski að það væri jákvætt, það væri búið að samþykkja beiðnina mína,“ segir Zarkis. En það var ekki raunin. Flytja átti hann í brottvísunarúrræði þar sem 15 dögum áður hafði Útlendingastofnun hafnað beiðni hans um hæli á Íslandi. Frestur fyrir Zarkis til þess að kæra ákvörðunina var runninn út. Alveg án þess að hann hefði verið látinn vita af höfnuninni. 

„Vissirðu það ekki? Það er ömurlegt,“ segir Zarkis að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi sagt þegar þeir tjáðu honum í bílnum á leið í Hafnarfjörðinn að hann væri á leið í brottvísunarúrræði. 

„Hjálpaðu mér að áfrýja, gerðu það svaraðu mér“
Úr tölvupósti Zarkis til lögmannsins

Zarkis brast í grát. „En ég var mest reiður því þetta var svo ósanngjarnt,“ segir hann.

Daginn eftir skrifaði hann skilaboð til Helga. 

„Hey maður, þú verður að koma og hjálpa mér – þeir sögðu mér að þú hafir ekki kært [...] Ég er örvæntingarfullur!!!“ 

Þessum skilaboðum segir Zarkis að Helgi hafi aldrei svarað. 

Hitt húsiðÍ Hinu húsinu hefur Zarkis fengið að blómstra og vill starfsfólkið þar fá hann til vinnu ef hann fær að vera hér á landi.

Vildi hjálpa öðrum hælisleitendum

Zarkis talar góða ensku, sem hann lærði af tölvuleikjum, og er komin með tengsl inn í íslensk samfélag í gegnum Hitt húsið þar sem hann kennir ensku og aðstoðar við matarviðburði.

„Við búum til empanadas og arepas,“ segir Zarkis og vísar til tveggja venesúelskra rétta.

Böðvar Nielsen, verkefnastjóri hjá upplýsingamiðstöð Hins hússins, segir að Zarkis hafi byrjað að mæta í Hitt húsið í byrjun ársins eftir kynningu á starfsemi hússins fyrir ungt fólk. Þegar Zarkis spurði hvort einhver störf væru í boði sagði Böðvar Zarkis að honum væri frjálst að halda námskeið á sínum eigin vegum, á meðan hann rukkaði ekki fyrir það. Zarkis ákvað að halda enskunámskeið, sérstaklega fyrir spænskumælandi fólk, vikulega sem hafa verið vel sótt. 

„Ég sá tækifæri í Hinu húsinu til þess að ná fólki úr samfélagi mínu þangað, það eru svo margir sem eru bara inni hjá sér, þunglyndir og vissir um að það eigi að vísa þeim úr landi. Ég vildi hjálpa þessu fólki að hætta að hugsa um það,“ segir Zarkis.

Skrópaði í tíma til þess að styðja Zarkis

Með honum í viðtal hjá Heimildinni mætti Margrét Rebekka Valgarðsdóttir. Hún átti að vera í tíma í Háskóla Íslands en vildi frekar styðja við bakið á vini sínum. Það er þannig væntumþykja sem hefur myndast á milli Zarkis og fjölmargra Íslendinga nú þegar.

„Þetta er svo ósanngjarnt því hann vill ekkert nema gott. Hann er svo góð manneskja og á betra skilið,“ sagði Margrét sem kynntist Zarkis í Hinu húsinu.

„Hann er orðinn partur af hópnum og það eru allir að fylgjast með því hvað er að gerast hjá honum. Hann er með allt húsið á bak við sig“
Böðvar Nielsen
verkefnastjóri hjá Hinu húsinu

Nú í haust fór Hitt húsið svo að leita að starfsfólki fyrir frítímastarf fatlaðra. Zarkis, sem var á þeim tímapunkti orðinn vel liðinn í Hinu húsinu, sótti um starf þar og fór í gegnum hefðbundið ráðningarferli með atvinnuviðtali. Það gekk vel og nú bíður hans ráðningarsamningur hjá Hinu húsinu. Lítil aðsókn var í störfin og vantar enn fimm til sex starfsmenn. 

En Zarkis getur ekki mætt og sinnt vinnunni með fötluðu ungmennunum nema hann fái að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar og fái svo samþykkt tímabundið atvinnuleyfi á meðan mál hans er til meðferðar. 

Neikvæðir úrskurðir langoftast kærðir

Jón Sigurðsson, formaður Félags talsmanna um alþjóðlega vernd, tók mál Zarkis að sér fyrr í vikunni og hefur lagt fram síðbúna kæru á úrskurðinum fyrir hönd Zarkis. Enn er óljóst hvort kærubeiðnin verði tekin til greina. Jón segir alveg ljóst að fyrri talsmaður Zarkis, Helgi Bergmann, hafi borið ábyrgð á því að láta unga manninn vita af því að búið væri að hafna umsókn hans. Langoftast séu neikvæðir úrskurðir kærðir. 

„Ég hef alla vega ekki heyrt af því áður að menn séu ekki að kæra,“ segir Jón. „[Zarkis] fellur utan kærufrests vegna þess að talsmaðurinn hans klúðraði því.“ 

Er talsmaðurinn hans þarna að vanvirða skyldur sínar? 

„Ef maður leggur frásögn [Zarkis] til grundvallar – ég hef ekkert annað en það – þá virkar þetta á mig sem alvarlegt brot á lögbundnum skyldum hans sem talsmaður,“ segir Jón. 

Hefur allt Hitt húsið á bak við sig

Atvinnutilboðið frá Hinu húsinu mun ekki hafa áhrif á það hvort Zarkis fái að vera hér eða ekki, segir Jón. 

En Hitt húsið vill mjög gjarnan fá Zarkis, sem er að læra íslensku, í vinnu og segir Böðvar að það verði mikill missir af Zarkis ef honum verður vísað úr landi. 

„Hann hefur verið með mikið frumkvæði á námskeiðunum, hjálpað mikið til,“ segir Böðvar. „Hann er orðinn partur af hópnum og það eru allir að fylgjast með því hvað er að gerast hjá honum. Hann er með allt húsið á bak við sig.“

Úrskurður um vernd venesúelskra gæti skipt sköpum

Á tímabili samþykkti Útlendingastofnun allar umsóknir um hæli frá Venesúela. Í desember frysti stofnunin umsóknir frá hópnum og byrjaði ekki að afgreiða þær aftur fyrr en í desember. Stofnunin mat það þá svo að umsækjendur ættu ekki lengur sjálfkrafa rétt á viðbótarvernd þar sem aðstæður hefðu breyst í Venesúela. 

Á fjórða hundrað Venesúelabúar hafa síðan kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Niðurstöðu í því máli er enn beðið en miðað við upplýsingar Heimildarinnar er hennar að vænta fljótlega. Ef sú niðurstaða verður jákvæð gæti það haft veruleg áhrif á stöðu Zarkis. 

„Jafnvel þó að ekki sé fallist á kæruna hans þá væri jafnvel hægt að enduropna málið hans hjá Útlendingastofnun,“ segir Jón um það.

Var við það að gefast upp

Zarkis segist sjálfur vera í forréttindastöðu miðað við marga aðra hælisleitendur vegna þess að hann talar góða ensku og hefur eignast vini á Íslandi. Hann segist vilja segja sína sögu opinberlega til þess að fólk sem hefur lent í sömu stöðu og hann – að heyra ekkert frá talsmönnum sínum – en talar ekki ensku og hefur engin tengsl til þess að bjarga sér í íslensku samfélagi fái rödd. 

Það eru einmitt íslensku vinirnir sem hafa aðstoðað Zarkis við að feta þrönga stíga regluverksins í útlendingamálum og stutt hann þegar hann er við það að hætta bara við allt saman og fara aftur til Venesúela. 

Zarkis var við það að gefast upp á mánudaginn en þá sagði Margrét við vin sinn: „Við þurfum að halda áfram, ekki gefast upp.“

„Fæstir eiga vini svo þeir gefast bara upp,“ segir Zarkis.

Móðir hans er að vinna í því að koma sér frá Venesúela svo ef hann verður sendur þangað sér Zarkis ekki fram á að þar bíði hans nokkuð nema há glæpatíðni og slæmt efnahags ástand.

Nú vinnur Jón að því að koma í veg fyrir að Zarkis verði vísað úr landi með því að reyna að fá úrskurði Útlendingastofnunar hnekkt. Enn er óljóst hvort Útlendingastofnun muni samþykkja kæruna þar sem kærufresturinn er tæknilega runninn út. Ráðningarsamningur frá 1. október bíður Zarkis í Hinu húsinu ef Jóni tekst að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
  Ungur vinur minn er vísað úr landi. Hann er líka frá Venusuelana. Það er auðvelt að sýna framá að morð og rán hefur fjölgað mikið í Venusuelana síðustu árinn. Tölfræðin sýnir það.
  Vinur minn var í marga mánuði í kolakjallara með fjölskyldu Bróður síns. Hans bíður vinna. Á sama tíma er fólk sem kemur úr austri og vill ekki vinna, en hefur réttan augnlit og þau fá kennitölu án þess að við vitum neitt um þau.
  Ég er búin að gefast uppá að bjóða því fólki vinnu. En fólk sem vill getur og vill vinna er rekið í burtu.
  Hann er á sama aldri og sonur minn. 🥺
  4
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Hvað heitir lögmaðurinn, sem nennir ekki að sinna sinni vinnu ? Hver úthlutar lögmönnum svona verkefni ?
  1
  • Margret Rebekka skrifaði
   Helgi Bergmann heitir hann og það er útlendingastofnun sem úthlutar lögmönnum, eftir því sem ég best veit.
   1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Haldið gegn vilja sínum: „Eins og við værum dæmdir glæpamenn“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hald­ið gegn vilja sín­um: „Eins og við vær­um dæmd­ir glæpa­menn“

„Þetta var of­boðs­lega nið­ur­lægj­andi, eins og refs­ing fyr­ir að hafa far­ið úr landi,“ seg­ir Ori­ana Agu­delo Pineda sem lenti ásamt 180 öðr­um Venesúela­bú­um í heima­land­inu í gær. Hún seg­ist ekki hafa feng­ið að hitta ætt­ingja á flug­vell­in­um og að hóp­ur­inn hafi ver­ið færð­ur í hús­næði þar sem þeim er hald­ið gegn vilja þess í tvo daga.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár