Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson mun hætta sem borgarstjóri í janúar næstkomandi. Hann hefur þá verið í starfinu í um tíu ár. Mynd: BIG

„Ég hef aldrei útilokað það en ekki lofað því heldur. Það hefur mjög oft komið til tals en einhvern veginn hefur hjarta mitt verið í borgarmálunum og mér finnst skipta miklu máli að þau hafi framgang. Einnig vil ég sjá verkefni ná til enda. Ég er ekkert hlaupinn neitt annað í bili.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, í viðtali við nýjasta tímarit Sameykis þegar hann er spurður hvort hann sé að fara að færa sig yfir í landsmálin og setji stefnuna á Alþingi. 

Dagur mun hætta sem borgarstjóri um miðjan janúar næstkomandi og mun þá hafa verið borgarstjóri í áratug. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur þá við borgarstjórastarfinu en Dagur verður formaður borgarráðs. 

Dagur var mikið orðaður við formannsframboð í Samfylkingunni í fyrrasumar, þegar fyrir lá að Logi Einarsson myndi stíga til hliðar, en hann gaf það frá sér í ágúst 2022. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Kristrún Frostadóttir um formannsframboð og var á endanum ein í framboði. Frá því að Kristrún tók við Samfylkingunni hefur fylgi flokksins tekið stakkaskiptum. Hann fékk 9,9 prósent atkvæða í kosningunum 2021 en hefur nú mælst stærsti flokkur landsins í könnunum allt þetta ár og með 28,5 prósent fylgi síðast þegar Gallup kannaði afstöðu landsmanna. 

Haldist þessi stuðningur er ljóst að þingmönnum Samfylkingarinnar, sem eru nú sex talsins, mun fjölga umtalsvert en að óbreyttu verða næstu þingkosningar á árinu 2025.

Borgin í forystu í húsnæðismálum

Dagur fer um víðan völl í viðtalinu við tímarit Sameykis. Hann ræðir um þá stöðu sem uppi er í fjármögnun á málaflokki fatlaðra, þar sem gatið milli þeirrar þjónustu sem veitt er og þeirra fjármuna sem fylgja frá ríkinu er nú metið á níu milljarða á ári, um það að launamunur milli kynja hjá Reykjavíkurborg hafi verið útrýmt og sé nú innan við eitt prósent og þá staðreynd að Reykjavíkurborg taki á móti 77 prósent fólks á flótta á meðan sum önnur sveitarfélög dragi lappirnar í þeim efnum. Hann segir að það sé magnað að stærsti áhættuþátturinn í fjármálum íslenskra sveitarfélaga sé ríkið, og vísar þar í það gat sem sé til staðar þegar kemur að fjármögnun á málaflokki fatlaðra.

Þá tjáir hann sig opinskátt um tvö af stærstu deilumálum samtímans: húsnæðismál og samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Dagur segir að Ísland sé enn að bíta úr nálinni með að verkamannabústaðakerfið var lagt niður um aldamótin þegar ákveðið var að treysta einungis markaðnum fyrir húsnæðismálum þjóðarinnar. Í raun hafi ekkert gerst af alvöru í húsnæðismálum sem kom í staðinn fyrir verkamannabústaðakerfið fyrr en Bjarg íbúðafélag var stofnað í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, ASÍ og BSRB árið 2016. Á þeim árum sem liðin eru frá því hafi borgin líka tekið þátt í því að tvöfalda fjölda stúdentaíbúða innan marka hennar úr þúsund í tvö þúsund. „Meðan Reykjavíkurborg hefur byggt svona húsnæði hefur ekkert gerst í nágrannasveitarfélögunum af þessum skala fyrir þessa hópa. Ef öll sveitarfélögin væru að ganga í takt í húsnæðismálunum myndum við ná markinu tvöfalt hraðar. Því er umhugsunarvert, að þegar ríkisstjórnin er komin með sýn á hvernig eigi að gera þetta og gengur í takti að þessu leyti við verkalýðshreyfinguna, ásamt að boða samninga við öll sveitarfélögin um uppbyggingarátak húsnæðis á Íslandi, þá er einungis eitt sveitarfélag sem hefur gert slíkan samning og það er Reykjavíkurborg. Í þeim samningi erum við að segja að 30 prósent af uppbyggingunni verða hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, fólk með lágar tekjur. Líka verða fimm prósent íbúða byggðar sem félagslegar íbúðir á vegum borgarinnar fyrir þá sem hafa allra minnst á milli handanna.“

Ótvírætt sé að hans mati að Reykjavíkurborg hafi forystu í húsnæðismálum á Íslandi. Í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafi verið þróaðar aðferðir og fjármögnunarmódel á síðustu árum sem hafi reynst þannig að til hafi orðið ný húsnæðisstefna fyrir Ísland. „Því miður hefur ekki tekist að gera fleiri samninga við ríkið og lífeyrissjóði. Það þarf að búa til húsnæðissáttmála alveg eins og við búum til t.d. samgöngusáttmála. Það gengur ekki að við séum bara að sinna hópi sem borgar hæsta verð fyrir húsnæði heldur þarf að huga að heildinni. Fólk þarf ekki endilega allt það sama heldur þurfa allir öruggt þak yfir höfuðið á verði sem það ræður við.“

Umferðin áfram stopp án borgarlínu

Borgarlínan og samgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru ein heitasta pólitíska kartaflan í sveitarstjórnarmálum á suðvesturhorninu. Dagur segir það miður að umræðan skipist oft í skotgrafir. „Í raunveruleikanum viljum við kannski geta ferðast meira án bílsins, en til þess þurfa samgöngur að batna með borgarlínunni. Við viljum geta tekið strætó og komist heim til okkar í stað þess að sitja undir stýri í umferðinni og bíða.“ 

Hann segir að borgarlínan eigi að vera í forgangi í samgöngumálum vegna þess að hún nýtist öllum best, líka þeim sem ætla aldrei að nota hana vegna þess að hún muni létta mikið á umferðinni. „Í rannsókn sem við gerðum 2012–13 kom í ljós að ef við ætlum að nota einkabílinn áfram kemur að því að umferðin verður stopp. Við erum komin þangað. Þá vissum við að við værum að undirbúa okkur undir vöxt á höfuðborgarsvæðinu sem nemur 70 þúsund manns til ársins 2040. Það er einn Kópavogur, einn Garðabær og hálfur Hafnarfjörður eða álíka. Núna 2023 hefur vöxturinn orðið meiri en við spáðum og um mitt þetta ár hefur fólki fjölgað á höfuðborgarsvæðinu í 45 þúsund manns og verður búið að fjölga í 50 þúsund manns í lok ársins. Það er því ekkert skrýtið að umferðin sé svona treg á morgnana. Við vorum búin að spá því að ef ekki kæmi afkastameiri almenningssamgöngur þá myndi umferðin verða stopp. Þetta liggur fyrir en það hefur tekið tíma að koma þessu af stað og ég tel að við séum á þröskuldinum að fara með borgarlínuna af stað. Það er gríðarlega mikilvægt að það komi ekki hik og að við leysum úr því að sveitarfélögin og ríkið fjármagni verkefnið til fulls og drífum í að koma borgarlínunni á koppinn.“

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Húsnæðisuppbygging í borginni hófst ekki fyrr en 70% fólks hafði ekki lengur efni á íbúðunum.
    0
  • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
    Ekkert hik! Framkvæmdir strax !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár