Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.

Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
Kafararnir við veiðar á Vestfjörðum Hér sjást kafararnir úr fyrsta teyminu sem kom hingað til lands frá Noregi í síðustu viku. Þarna eru þeir við veiðar í Langadalsá á Vestfjörðum. Nýtt teymi er nú komið til landsins og hefur það hafið veiðar í ám á norðvesturhluta landsins. . Mynd: Sigurður Þorvaldsson

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish á að greiða allan kostnað vegna veiða norskra rekkafara á eldislöxum sem sluppu úr kví fyrirtækisins í Patreksfirði í ágúst. Þetta kemur fram í lögum um fiskeldi og er alveg skýrt, segir Guðni Magnús Eiríksson, starfsmaður Fiskistofu. Í umfjöllun fjölmiðla um greiðslu kostnaðarins við rekköfunina hefur verið nokkuð á reiki hver það er sem á að greiða fyrir hreinsunina á eldislöxunum, Fiskistofa og þar með íslenska ríkið og skattgreiðendur eða Arctic Fish.

„Það myndi koma mér og mörgum öðrum mjög mikið á óvart.“
Guðni Magnús Eiríksson,
sviðsstjóri á lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu

Guðni Magnús segir að Fiskistofa greiði kostnaðinn og innheimti hann svo frá Arctic Fish. „Þessi aðgerð er gerð á forsendum Fiskistofu og stjórnað af Fiskistofu og við greiðum fyrir þessa þjónustu. En við munum innheimta þennan kostnað af eldisfyrirtækjum samkvæmt lögum.“ Hann segir að það væri mjög skrítið ef Arctic Fish myndi skorast undan að greiða þennan kostnað þar sem fyrirtækið hafi sjálft stungið upp á þessara leið, að nota rekkafara, til að hreinsa upp eldislaxa í íslenskum ám. „Það myndi koma mér og mörgum öðrum mjög mikið á óvart.“

Aðspurður um hvort Arctic Fish muni ekki sannarlega greiða þennan kostnað við rekköfunina segir Stein Ove Tveiten. „Við munum eigum í beinum samskiptum við Fiskistofu um þetta.“ Hann svarar spurningunni því ekki með beinum hætti þegar leitað er eftir svari. Stein Ove fæst ekki til að útskýra nánar hvað hann á við þegar eftir því er leitað. 

Segir skýrt að Arctic Fish eigi að borgaGuðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungsveiðisviði Fiskistofu, segir alveg skýrt að Arctic Fish eigi að greiða fyrir hreinsunina eftir slysasleppinguna.

Skýr ákvæði í lögum og starfsleyfi 

Í lögum um fiskeldi segir meðal annars orðrétt um skyldu laxeldisfyrirtækja til að greiða kostnað við að veiða eldislaxa sem sleppa: „Allan kostnað Fiskistofu og annarra stjórnvalda vegna nauðsynlegra aðgerða samkvæmt þessari grein skal rekstrarleyfishafi [eða skráningarskyldur aðili skv. 5. gr.] 2) greiða.

Í starfsleyfi Arctic Fish í Patreksfirði segir svo meðal annars orðrétt: „Verði óhapp eða annað atvik sem getur haft í för með sér losun mengandi efna út í umhverfið skal þegar í stað grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunarefna og til að fyrirbyggja að mengun valdi skaða á umhverfinu. Rekstraraðila ber að hreinsa þá mengun sem kann að verða við óhöpp eða önnur atvik, á sinn kostnað.

Nýtt teymi rekkafara við veiðar á norðvesturhorninu

Nýtt teymi af norskum rekköfurum er komið til landsins, segir Guðni. Þeir hafa verið við veiðar í Víðidalsá í Húnavatnssýslu í dag og verða áfram  á Norðvesturlandi næstu daga, þar sem talsvert hefur veiðst af eldislöxum. Þeir munu meðal annars fara í Miðfjarðará, Hrútafjarðará og Vatnsdalsá.

Fyrsta teymi rekkafara sem hingað kom var við veiðar í síðustu viku og veiddu þeir 31 eldislax á þremur dögum. 

Mögulegt að fleiri rekkafarar komi

Kostnaðurinn við þessi fyrstu tvö teymi rekkafara sem komið hafa hingað til landsins er á annan tug milljóna króna, segir Guðni. Nakvæm kostnaðartala liggur ekki fyrir. 

Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort fleiri teymi kafara muni koma hingað til landsins eftir að þetta annað teymi lýkur störfum. „Það liggur ekkert fyrir um það en það kann að vera. Þetta fer eftir árangri við veiðarnar og fréttum um hvort eldislaxinn er að ganga. Það er ekki hægt að slá neinu  föstu um það. En við erum að horfa á það að það getur komið að gagni að gríða til aðgerða áður en hrygningartíminn kemur. Hann er upp úr miðjum október og fram í nóvember. Þannig að það er sá tími sem við erum að horfa á. Þetta verður bara metið eftir árangri úr þessari aðgerð sem núna stendur yfir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár