Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.

Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
Ljósin í kví númer 8 Grunur er um að ljósastýringu í kví núm er 8. í Kvíindisdal í Patreksfirði hafi verið ábótavant. Myndin sýnir eldisstæði Arctic Fish í Patreksfirði og er upp úr starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish vinnur að því að skoða hvað fór úrskeiðis í kvínni í Kvígindisdal sem göt komu á í ágúst, meðal annars hvort ljósastýringu í kvínni hafi verið ábótavant. Þetta kemur fram í svörum frá Stein Ove Tveiten, forstjóra Arctic Fish, til Heimildarinnar.

Blaðið greindi frá því í dag að Matvælastofnun gruni að Arctic Fish hafi ekki notað ljósastýringu í kvínni með réttum hætti áður en götin komu á hana og 3500 eldislaxar sluppu út. Fyrir vikið urðu fleiri af eldislöxunum kynþroska en hefði átt að vera en þetta eykur líkurnar á erfðablöndun við villta, íslenska laxa. Laxar úr kvínni hafa synt upp í ár hér á landi í talsverðum mæli og veiðst þar. 

„Rekstrarleyfishafi skal við eldi frjórra laxa notast við ljósastýringu“
Úr rekstrarleyfi MAST fyrir Arctic Fish

Óvissa með ljósastýringu

Heimildin spurði Arctic Fish tveggja spurninga um þetta atriði. Í svari sínu segir Stein Ove að hann geti ekki svarað spurningum um ljósastýringuna á þessu stigi þar sem málið sé í skoðun. „Við vinnum að því að skoða þau vandamál sem þú nefnir en höfum ekki ennþá lokið þeirri vinnu. Við munum þurfa að tjá okkur um þau síðar þegar við höfum greinarbetri mynd af stöðunni.

Samkvæmt þessu svari liggur ekki fyrir hvernig ljósastýringunni var háttað hjá Arctic Fish í í umræddum kvíum. Ef eldislaxarnir hefðu ekki verið kynþroska má ætla að þeir hefðu ekki synt í eins miklum mæli upp í íslenskar ár og þeir hafa gert á liðnum vikum. Þetta þýðir að ef eldislaxarnir hefðu ekki verið kynþroska þá hefði skaðinn af götunum og slysasleppingunni ekki orðið eins mikill. Ljósastýringin er því eins konar varnagli til að lágmarka skaðann ef til slysasleppingar kemur. 

Skilyrði um ljósastýringu í rekstrarleyfi

Í rekstrarleyfi Arctic Fish í Patreksfirði sem Matvælastofnun gefur út er skilyrði um það að félagið verði að viðhafa ljósastýringu í kvíum sínum. Nú liggur fyrir að þessu ákvæði rekstrarleyfisins var ekki fylgt í tilfelli annarrar kvíar Arctic Fish í Patreksfirði en spurningin er hvort því hafi heldur ekki verið fylgt í kvínni sem götin komu á - kví númer 8. í Kvígindisdal. Ljósastýringin á að koma í veg fyrir að laxarnir verði kynþroska en með þessu er gerð varrúðarráðstöfun til að reyna að koma í veg fyrir erfðablöndun við villta laxastofninn. 

Í rekstrarleyfinu segir orðrétt um þetta: „Rekstrarleyfishafi skal við eldi frjórra laxa notast við ljósastýringu þ.e. hafa kveikt ljós í kvíum meðan dagsbirtu gætir ekki frá 20. september til 20 mars.

90 cm eldislaxÞessi 90 cm eldislax veiddist í Vatnsdalsá um miðjan september og er líklega úr kví Arctic Fish.

Í reglugerð um fiskeldi kemur fram að Matvælastofnun geti endurskoðað eða afturkallað rekstrarleyfi laxeldisfyrirtækja ef svo ber undir. Þar segir meðal annars: „Matvælastofnun skal endurskoða rekstrarleyfi a.m.k. einu sinni á gildistíma þess, svo sem ef heimild til afnota af landi breytist og/eða ef upp koma aðrar ástæður sem krefjast endurskoðunar.

Matvælastofnun getur einnig, ef svo ber undir vegna brota á ákvæðum rekstrarleyfis, afturkallað leyfið en þá þarf laxeldisfyrirtækið að hætta rekstri á viðkomandi svæði. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
3
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
9
Aðsent

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Af­staða heim­sæk­ir skóla

Af­staða, fé­lag fanga og áhuga­fólks um betr­un, mun á næstu dög­um og vik­um senda for­svars­fólki grunn­skóla, fram­halds­skóla, fé­lags­mið­stöðva og lög­reglu er­indi og bjóða upp á heim­sókn. Þeg­ar Af­staða hef­ur heim­sótt fram­halds- og há­skóla kem­ur þar fram ungt fólk sem hef­ur sjálft lent á glæpa­braut­inni og miðl­ar af reynslu sinni. Fé­lag­ið boð­ar til sam­starfs­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp kom­in er í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
7
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár