Samskip telja að Eimskip hafi lagst í „mjög alvarlega atlögu“ að Samskipum með því að lýsa því yfir í sátt við Samkeppniseftirlitið að Eimskip hafi átt í samráði við Samskip. Það gerði Eimskip árið 2021 og viðurkenndi brot sín á samkeppnislögum.
„Hefur Eimskip með þessu ranglega sakað félagið, sem og núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins og Eimskips, um ólögmæta og eftir atvikum refsiverða háttsemi,“ segir í tilkynningu frá Samskipum.
Þau hafa falið lögmannsstofunni Mörkinni að sækja bætur frá Eimskips vegna þess sem þau telja „ólögmætar og saknæmar athafnir“ Eimskips gagnvart Samskipum.
Ekki hefur verið ákveðið hversu háar bætur Samskip muni krefja Eimskip um en lögmenn Samskipa hafa sent forstjóra Eimskips kröfubréf. Þá hafa þeir jafnframt óskað þess að fá að vita hvaða stjórnendur eða stjórnarmenn Eimskips komu að ákvörðun um að undirgangast sáttina við Samkeppniseftirlitið. …
Svo þetta útspil er með þeim súrreslískari ósvinnu sem sést hefur og lætur Samherjaliðið líta út sem viðvaninga í svona málum.
nú væri fróðlegt að sjá raunverulegu fórnarlömbin skutla inn skaðabótakröfum á bæði skipafélögin... en hætt við að þá fyki í þingmenn.