1. Umræðuþátturinn Synir Egils hóf nýlega göngu sína ... á hvaða stöð?
2. Drottning ein sat við sauma við glugga að vetrarlagi en stakk sig þá á nál svo úr blæddi. Nokkru síðar eignaðist hún dóttur sem hún skírði ... hvað?
3. Hver var þjóðhöfðingi Englands þá William Shakespeare hóf feril sinn?
4. Hvað heitir þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta?
5. Hvaða ár stóð eldgosið í Heimaey?
6. Margrét Adamsdóttir heitir einn af fréttamönnum RÚV. Að hvaða leyti var hún brautryðjandi í starfi?
7. Perlan í Reykjavík stendur á toppi hvaða hæðar?
8. Algengt dýr ber latneska fræðiheitið Sus domesticus eða jafnvel Sus scrofa domesticus. Hvað heitir dýrið á íslensku?
9. Víkingur Heiðar Ólafsson er nú að hefja tónleikaröð og gefa út plötu þar sem hann leikur á píanó hin svonefndu Goldberg-afbrigði eftir ... hvern?
10. Mohammed Reza Pahlavi hraktist frá æðstu völdum í landi einu árið 1979 og lést ári síðar. Hvaða land var það?
11. Þriðja fjölmennasta borgin í landi einu heitir Braga. Hvaða land er það?
12. Í norrænni goðafræði var Bragi aftur á móti ... hvers konar guð?
13. Hvað er nyrsta kauptún Íslands?
14. Í hvaða bálki kemur Leia prinsessa við sögu?
15. Jón Atli Benediktsson gegnir mikilsverðu starfi í íslensku menntakerfi. Hann er ... hvað?
Athugasemdir (1)