Hluthafar útgerðarfélagsins Samherja, sem aðallega eru börn stofnendanna Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, greiða sér út rúmlega einn milljarð króna í arð á þessu ári. Arðgreiðslan er annars vegar út úr Samherja hf., félaginu utan um útgerðarrekstur Samherja á Íslandi og í Færeyjum, og hins vegar út úr nýstofnuðu eignarhaldsfélagi, Látrafjöllum ehf., sem heldur utan um fjárfestingarstarfsemi Samherja eftir breytingar á uppbyggingu útgerðarfélagsins í fyrra.
Arðgreiðslan út úr Samherja nemur 558 milljónum króna á meðan arðgreiðslan úr Látrafjöllum nemur 507 milljónum. Samtals er því um að ræða arðgreiðslur til hluthafa Samherja upp á 1.065 milljónir króna.
„Skipting þessi er hluti af skipulagsbreytingum Samherja hf. þar sem rekstri í sjávarútvegi verður að mestu haldið aðskildum frá öðrum þáttum“
Útgerðarrekstri haldið frá öðrum rekstri
Stofnun Látrafjalla, og flutningur á eignum úr Samherja yfir til þess, snýst um að aðskilja enn frekar útgerðarrekstur félagsins og aðra starfsemi. Meðal …
Athugasemdir (2)